Varðandi stefnu Íslands í vindorku

Eins og fram kemur í þessum stórmerkilega fyrirlestri:

Að þá eru endurnýtanlegir orkugjafar að taka yfir hratt. Og sá endurnýtanlegi orkugjafi sem snýr hvað mest að okkur Íslendingum, er vindurinn. Nú er vindorkan alltaf að verða ódýrari og við erum farin að taka eftir aukinni eftirspurn eftir því að byggja vindmyllur hér við land. Eitt neikvætt við vindmyllur er að þær hafa neikvæð ytri áhrif. Þ.e.a.s. þær valda sjón og hljóðmengun allt í kringum sig. Þessi neikvæðu áhrif þurfa yfirleitt aðrir en byggjandinn að þola.

Til að lágmarka þessi neikvæðu ytri áhrif vindmyllanna, væri sniðugast að byggja þær upp á hálendinu þar sem enginn er hvort eð er. Einnig væri skynsamlegra að byggja þær allar á sama stað þar sem neikvæð ytri áhrif vindmylla eykst ekki í beinu hlutfalli við fjölda þeirra. Þ.e.a.s. 100 vindmyllur á staðsetningu x valda ekki 100 sinnum meiri sjónmengun en ein, sama á við um hljóðið. Og sérstaklega ef þetta er einhversstaðar uppá hálendi hvort eð er. Það vill einnig svo skemmtilega til að vindurinn á hálendi Íslands er einn af bestu vindum heimsins þegar kemur að vindmyllunýtingu, samkvæmt sérfræðingi á RÚV fyrir um 10 árum síðan. Þess vegna legg ég til að Ísland myndi byggja allar sínar vindmyllur á einhverjum einum, vel völdum stað, langt frá almannaleið, uppá mið hálendi.

Svo er vindorkan líka þannig að það er hægt að skala hana upp svo gott sem endalaust. Sem þýðir að við getum hugsað hana allt öðruvísi en vatnsaflið. Og þar sem stærðarhagkvæmni eykst eftir því sem við skölum meira upp, getur vindorkan orðið ódýr með hætti sem okkur hefur aldrei staðið til boða með vatnsaflinu.

Það væri svo skynsamlegt uppá skilvirkni að koma upp stöðugri framleiðslu á vindmyllum, þar sem þá væri hægt að nýta framleiðsluþættina betur. Gætum byggt t.a.m. eitt stykki vindmyllu per mánuð… alltaf. Ekkert eitt átak eða neitt svoleiðis, bara rafmagnsframleiðsla sem er alltaf að aukast. Þetta myndi styrkja endurnýtanlega orku á Íslandi, minnka mengun, berjast gegn hnattrænni hlýnun, og eflaust leiða til nokkurra atkvæða frá þessum í leiðinni:

Ég legg til að við ræðum við Landsvirkjun um þetta og reynum að koma þessu af stað.




Eftirfarandi tenglar eru um þetta mál:

4 Likes

Vandamálin núna snúa að skipulagsmálum og regluverki þar í kring.

Það er eflaust pínu snúið að finna stað á hálendinu sem enginn teldi mikilvægt að vernda. En í sambandi við það er líka ágætis spurning hversu afturkræfur skaðinn af vindmyllum sé. Ég veit það ekki sjálfur en geri ráð fyrir því að það sé hægt að byggja þær án þess að skemma svo mikið varanlega.

Hitt er síðan, að vatnsfallsvirkjanir eins og eru mjög algengar á Íslandi, eru hinn prýðilegasti kostur. Í þeirri umræðu finnst mér stundum (en alls ekki alltaf) einblínt aðeins of mikið á að eitthvað landsvæði breytist, án tillits til þess hvort það breytist endilega til verri vegar. Þegar ég sé vatnsból hugsa ég almennt ekki fyrir mér að það væri eitthvað betra ef minna vatn væri í því.

Stóra málið þar er hinsvegar kannski hvernig við nýtum orkuna. Þar hræða sporin, því iðulega er þetta nýtt í einhverja stóriðju sem er síðan umdeildari, iðulega vegna mengunar. Ef við hinsvegar nýttum vatnsafl meira til þess að fara í orkuskipti, þá giska ég á að við næðum ágætum árangri.

3 Likes

Ísland virðist stefna á vindinn þessa dagana.

Gott mál.

Bara vonandi að þeir láti bara nokkra staði sjá um þetta. Séu ekki að dreifa þessu út um allt.

… hefur þú verið á landinu undanfarin ár?

1 Like

(: Ég er að meina uppá kili eða eitthvað í þá áttina. hvað er fullt af fólki farið að tsjilla þar núna?