Ef þær eru framleiddar með þrælavinnu, mannsali og undir hatti mannréttindabrota, já.
málið er að rafhlöðurnar eru alltaf að verða betri.
og rafhlöðurnar eru ekki bara lausnin á bílum, þær eru lausnin á fartölvum, símum, drónum og seinna flugvélum, kyndingu og ég veit ekki hvað og hvað. rafhlöður eru bara ein allsherjar lausn á varðveislu orku. framfarir í rafhlöðutækni munu nýtast á öllum sviðum.
skilvirkni metans mun hinsvegar toppa sem, ekkert mikið betra en það er í dag.
og þegar rafmagnið tekur yfir allt verður það ekki sniðugt að vera búin að fjárfesta í einhverjum metan infrastrúktúr. því stærra sem metanið verður orðið hjá okkur því meiri katastrófa verður það þegar rafmagnið tekur yfir.
við viljum ekki hafa tvö stykki infrastrúktúra. einn fyirr metan og einn fyrir rafmagn.
við ættum frekar að einbeita okkur að því að taka þátt í rafmagnsbyltingunni.
hérna er farið yfir hvert kostnaður endurnýtanlega rafmagnsins er að fara:
í stuttu máli stefnir hann hratt í núllið.
endurnýjanlegar orkuauðlindir eins og vindur og sól er náskylt framförum í rafhlöðum. Þetta er eitt allsherjar symbiosis sem hefur átt svo erfitt með að fæðast því eitt hefur vantað annað. sólarorkuspeglar og vindmyllur eru háðar góðum rafhlöðum. rafhlöður eru svo aftur að einhverju leyti háðar góðri leið til að framleiða ódýra, endurnýtanlega orku o.s.frv. þetta symbiosis hefur hingað til verið neikvætt. en nú er þetta kerfi loksins að fæðast og þá munu öll þessi unhverfisvandamál bara leysa sig sjálf. allar borgir verða hreinar o.s.frv.
bara að þetta sé ekki of seint uppá hlýnun jarðarinnar.
en metanið er einmitt eitt af þessu sem er að tefja hina raunverulegu framþróun. ásamt vetnisbílunum og fleiru.
Notkun metans snýst í mínum huga ekki um að koma í staðinn fyrir rafhlöðuknúin tæki heldur að nýta efni sem annars þarf að brenna ónotuðu. Við getum ekki predikað fyrir t.d. minni matarsóun á sama tíma og verið er að sóa eldsneytisgjafa með því að brenna hann, þar sem slepping veldur jafnvel meiri skaða en bruni.
Tæknin er fyrir hendi, stórnotendur þurfa ekki mikinn infrastrúktur. Hvað er að því að nýta þetta?
ef að strætóarnir verða keyrðir á metani í staðin fyrir rafmagni þá kemur það niður á rafmagns infrastrúktúrnum. Sem hægir á rafmagnsbyltingunni.
Hvernig færðu það út?
það þarf einhver að framleiða rafmagnsmótorana í strætóana. viðkomandi öðlast þá reynslu við að framleiða rafmagnsmótora. viðkomandi verður að svo stöddu líklegri til meiri rafmagnsmótora afreka í framtíðinni.
einhvernvegin þarf að hlaða þá. þá þarf einhver að læra hvernig á að gera það. þekking í öllu er tengist rafmagnskeyrslu eykst. Vitsmunakapital er varðar rafmagnið hleðst upp í samfélaginu.
spurning um hleðslustöðvar og hvort sé ekki hægt að leyfa venjulegum rafmagnsbílum að nota þær líka. sem eykur nytsemi rafmagnsbíla. sem eykur sölu þeirra, sem eykur fjölda rafmagnshleðslustöðva.
þekking um hvernig setja eigi upp rafmagnshleðslustöðvar fer að myndast.
það fer að verða meira um klárt tæknifólk sem kann á þetta rafmagn. sem leiðir til þess að það verður auðveldara að setja upp meira rafmagn. þetta er svona endalaus hringrás.
stærðarhagkvæmni rafmagnsmótara á heimsvísu batnar þar sem þeir verða þá framleiddir í meiri mæli en áður. þeir verða því hagkvæmari og því verða allir aðrir staðir heimsins líklegri til að setja rafmagnsvagna upp hjá sér sem aftur leiðir til bættrar stærðarhagkvæmni.
þetta er allt samofið.
mig sannarlega grunar að strætóvetnisvagnarnir fyrir 20 árum síðan hafi skipulega verið fundnir upp til að tefja fyrir rafmagninu.
ég er sannfærður um að þeir sem eru að vinna að methaninu meini vel og þetta er klárt fólk. en við erum að fara í ranga átt.
það er ekkert hægt að skala methanið upp. það mun því aldrei vera lausn og það mun alltaf vera á sorglegan hátt að berjast við rafmagnið.
það er hinsvegar hægt að skala endurnýjanlega rafmagnsvinnslu upp endalaust. það eru engin takmörk fyrir því hversu margar vindmyllur/sólarsellur er hægt að setja upp. hlutfallslega lítill landskiki í sahara þakinn sólarsellum er nóg til að knýja allt mannkyn ársins 2020.
og hér er farið í hvað væri hægt að gera hér á Íslandi í þeim málum.
það er nánast bara hægt að skipta út “oil” fyrir “methane”, hér:
Ég held að það sé smá misskilningur hjá þér Hermann. Bjarki var ekki að tala um að fara að auka neina framleiðslu á metani til að nota sem orkugjafa í samgöngum. Heldur að nota það metan sem verður til í eitthvað nýtilegra en nákvæmlega ekkert.
Metan er mun meiri viðbjóður í andrúmsloftið en koldíoxíð og verður til að sjálfu sér við rotnun allra lífrænna efna. Að ná að safna því saman frekar en að það leki út er strax orðinn stór kostur og á meðan mannfólk lifir þá verður til lífrænn úrgangur sem safnað er saman af sorphirðunni og algjörlega burt séð frá tæknibyltingu rafbíla eða rafhlaðna þá mun metan alltaf verða til. Upprunalega spurningin var um að nýta það metan sem verður til fyrir strætisvagna en ekki að skala það upp fyrir allan almenning. Hvernig ætti svosem að gera það? Framleiða mat og henda bara til að búa til metan? Standa í meiri olíuvinnslu til þess að framleiða metan?
Þannig hvað á að gera við metanið? Eigum við að hundsa það og láta sem það er ekki til? eða brenna það svo það verði frekar koldíoxíð? eða brenna það sem orkugjafa og samt verður það að koldíoxíð? Það liggur auðvitað beint við að það er best að brenna það og nota það sem orkugjafa, hægt er að nota það sem orkugjafa í samgöngutækjum eða til almennrar raforkuframleiðslu. Ég allavega tel að skárri kosturinn væri sá seinni en aftur á móti þá munum við alltaf þurfa annan orkugjafa heldur en bara rafmagn, bara spurning um af hve miklu leyti. Er ég þá að hugsa um t.d. varaaflstöðvar, fiskiskip og fleira í þeim dúr. Síðan verður metan til við olíuvinnslu en hún er ekkert að fara að hætta næstu árin og ábatinn á því að nota metan hér heima myndi skila sér í minni olíuflutningum til landsins sem einnig er kostur.
Það að metan og/eða vetnisþróun aftri framþróun rafhlaðna/rafbíla/rafmótora er ég eins ósammála og ég get verið. Það er til ógrynni að frábærlega kláru fólki í heiminum og undir engum kringumstæðum er allt það fólk að einbeita sér að því sama. Sjáðu t.d. Tesla fyrirtækið og nýju rafhlöðurnar þeirra sem eru þær bestu sem eru til í dag (segja þeir), fjöldi fólks hefur verið að einbeita sér að þessu vandamáli áratugum saman og varla neitt gerist. Svo koma þeir og bæta þessa tækni umtalsvert hvað varðar rýmd og kostnað. Hefði kannski gerst fyrr ef allir væru að einbeita sér að því sama en eins og ég sagði þá mun það aldrei gerast. Þetta dæmi er gott um það því allir hafa vitað lengi að sá sem kemur fram með stórbætta tækni rafhlaðna mun verða mjög ríkur og það er það sem allir vilja í þessum kapítalíska heimskerfi okkar. Samt tók þetta áratugi þrátt fyrir hvatann.
Nýtni rafmagnsmótora skiptir ekki svo miklu máli í þessu samhengi, hún er nú þegar alveg þokkalega góð. Það sem skiptir höfuð máli varðandi rafknúin ökutæki er fyrst og fremst rafhlöðurnar (bæði rýmd og kostnaður þeirra) og svo innviðirnir til að hlaða þær. Rafmagnsmótorar eru fjöldaframleiddir út um allan heim nú í dag og þekkingin til þess mjög mikil og mótorum dælt út úr verksmiðjum eftir eftirspurn. Til að fá meiri nýtni þarf bara eina uppgötvun eins og með Tesla rafhlöðurnar en ekki fjölmarga einstaklinga sem hugsa „innan kassans“ eins og flestir eru.
Þekkingin um að setja upp rafhleðslustöðvar er nú þegar til staðar og allir rafvirkjar eru færir um að setja þær upp. Stöðvarnar koma tilbúnar og eina sem þarf að gera í rauninni er bara að tengja þær við raforkudreifikerfið, innvols þeirra er ekki einhver svo flókinn búnaður sem þurfti að finna upp þegar rafmagnsbílar komu á markaðinn. Það eina sem þær gera í rauninni er að breyta riðspennu í jafnspennu, hlaða rafhlöður og einhver öryggisbúnaður fyrir það, þessi tækni hefur verið til í áratugi og allir rafvirkjar eiga að geta sett þetta upp.
En hvað myndir þú vilja gera við metanið sem verður samt til?
Ég held að það sé smá misskilningur hjá þér Hermann.
Bjarki var ekki að tala um að fara að auka neina framleiðslu á metani
til að nota sem orkugjafa í samgöngum. Heldur að nota það metan
sem verður til í eitthvað nýtilegra en nákvæmlega ekkert.
Nei í upphaflegu spurningunni var hann að setja spurningamerki við að fjárfesta í rafmagnsstrætóum meðan methanið er þarna.
þá munum við alltaf þurfa annan orkugjafa heldur en bara rafmagn,
bara spurning um af hve miklu leyti. Er ég þá að hugsa um t.d.
varaaflstöðvar, fiskiskip og fleira í þeim dúr.
Nei, rafmagnið mun taka yfir allt nema geimflaugar á þessari öld.
Rafmagnsmótorar eru fjöldaframleiddir út um allan heim nú í dag
og þekkingin til þess mjög mikil og mótorum dælt út úr verksmiðjum
eftir eftirspurn.
Já, en þetta er alveg splunkunýr veruleiki. Rafmagnsmótorinn hefur verið hundsaður bara alveg þangað til hittífyrra eða svo þar sem hann þótti of dýr og vanþróaður, sem var í rauninni bara endurkvæmt infrastrúktúrvandamál.
En hvað myndir þú vilja gera við metanið sem verður samt til?
Mér finnst þessi spurning vera sambærileg við hvað við eigum að gera við allar úreltar auðlindir sem við höfum aðgang að. Eigum við þá ekki líka að nýta alla góðu steinana uppá hálendi
sem hægt er að búa til verkfæri úr? Annað væri bara sóun á auðlindum.
Steinöldin endaði ekki af því að við kláruðum grjótið. Hún endaði því við fundum betri leiðir til að gera hlutina. Sama á við um methan og olíu. Við klárum ekkert olíuna.
Ég myndi bara gera ekkert við þetta methan og nota tímann í að koma upp einum stórum vindmyllugarði uppá hálendi sem getur framleitt orkumagn sem lætur methanið líta út sem ekki neitt. Með allri þeirri stærðarhagkvæmni sem kemur með því. Ásamt infrastrúktúrábatanum fyrir ísland sem og umheiminn.
Framleiðslukostnaður endurnýtanlega rafmagnsins er að stefna í núll.
Sem þýðir að allt annað mun hætta að skipta máli áður en langt um líður.
Mér fannst misskilningurinn vera í meiru heldur en því og finnst en.
Gefum okkur að það gangi þvílíkt óveður yfir landið og raflínur slitni á stóru svæði eða að kerfis-/dreifkerfisspennar skemmist, hvernig á fólk þá að fá rafmagn öðruvísi en með varaaflsstöðvum? Hvað með stóra ísfisktogara sem eru í heila viku úti á sjó, togara sem er með yfir 200 megawattstundir á kerfinu hverju sinni, hvernig á að orkufæða hann á heillri viku? Hvað þá með frystitogara sem er yfir 40 daga á sjó í hvert sinn?
Ef þú ert með einhverja raunhæfa lausn þá endilega deildu því, þú værir að leysa svo mörg vandamál á sama tíma.
Ég er ósammála, rafmótorar hafa verið notaðir í mjög margt í mjög langann tíma, jú það er komin meiri áhersla á það núna, sem betur fer, en þeir hafa alls ekki verið hundsaðir.
Þú gerir þér alveg grein fyrir því að við getum ekki hætt að láta metan myndast?
þegar þú hendir lífrænum leyfum (mat) og hann rotnar, verður til metan.
Þegar fiskúrgangur rotnar, þá verður til metan.
Þegar landbúnaðarafturði rotna, þá verður til metan.
Skólp myndar meira að segja metan.
Svo það er varla hægt að tala um metan sem auðlind þegar þetta er óhjákvæmileg byproduct af lífinu.
Og sleppa því þá óhindrað út í loftslagið, gastegundinni sem er mun skaðlegri en koldíoxið?
Það er ekki verið að tala um að nota metan í staðinn fyrir góða orkugjafa, það er verið að tala um að nota það svo það verði nýtt þar sem þú getur ekki komið í veg fyrir að það myndist.
Höfundur orðar þetta svona.
Mér finnst skrítið að strætó sé að fjárfesta í rafknúnum
vögnum á sama tíma og verið er að brenna ónotuðu
metangasi vegna þess að það eru of fáir sem nota það.
Þarna er hann að setja spurningamerki við að fjárfesta í rafknúnum strætó sökum methansins.
Gefum okkur að það gangi þvílíkt óveður yfir landið
og raflínur slitni á stóru svæði eða að kerfis-/dreifkerfisspennar
skemmist, hvernig á fólk þá að fá rafmagn öðruvísi
en með varaaflsstöðvum?
Úr rafhlöðunum sem eru í rafmagnsbílunum þeirra.
Sem og bæjarrafhlöðunni.
Hvað með stóra ísfisktogara sem eru í heila viku úti á sjó,
togara sem er með yfir 200 megawattstundir á kerfinu hverju sinni,
hvernig á að orkufæða hann á heillri viku?
Hvað þá með frystitogara sem er yfir 40 daga á sjó í hvert sinn?
Það er alveg ljóst að það mun taka mismikinn tíma fyrir rafmagnið að taka yfir hlutverkin.
Svo er þetta alltaf mismunandi útfærsluatriði hér og þar. Þó ég sé ekki með útfærsluna á öllum atriðum þá tel ég stóru myndina vera nokkuð ljósa. Rafhlaðan verður öflugri með tímanum, bensínið ekki.
Ég er ósammála, rafmótorar hafa verið notaðir í mjög margt í mjög
langann tíma, jú það er komin meiri áhersla á það núna, sem betur fer,
en þeir hafa alls ekki verið hundsaðir.
bílafyrirtækin eru búin að hundsa rafmagnið í marga áratugi kerfisbundið. Og meira að segja núna þegar líf þeirri hangir á því að fara í rafmagnið spyrna þeir við fótunum. Og þeir eru ekki einu sinni að fela þetta. Það var forstjóri stórs bílafyrirtækis sem neitaði að þróa rafmagnsbíl, nú árið 2020. Þegar hann sagði þetta lækkaði gengið og hluthafar urðu reiðir. Þeir hafa komist upp með þetta viðhorf hingað til. En ekki lengur. Þetta er sokkinn kostnaður sársaukinn. Þeirra flaggskip er bensínbíllinn og það er svo sárt að sættast við að hann er orðinn úreltur og þróunin er farin yfir á allt aðra grein. Og þeir geta ekki stöðvað það. Þetta var eins með Kodak og stafrænu byltinguna. Sagan er alltaf að endurtaka sig.
Svo það er varla hægt að tala um metan sem auðlind þegar
þetta er óhjákvæmileg byproduct af lífinu.
Olían er líka óhjákvæmilegt byproduct af lífinu. En það skiptir ekki máli hvað við köllum þetta.
Og sleppa því þá óhindrað út í loftslagið, gastegundinni sem
er mun skaðlegri en koldíoxið?
Það er ekki verið að tala um að nota metan í staðinn fyrir
góða orkugjafa, það er verið að tala um að nota það svo það
verði nýtt þar sem þú getur ekki komið í veg fyrir að það myndist.
Já. Ég held að 99.9% af öllu lífrænu methani jarðarinnar sleppi óhindrað út í loftið hvort eð er.
Og hvort þetta sé 100% eða 98% eða eitthvað. Þetta er ekki lausnin því að nota þetta krefst
vinnu sem skalast ekki upp í að leysa vandamál jarðarinnar eins og endurnýtanlegar
rafmagnsauðlindir gera. Þess vegna endar þetta bara sem infrastrúktúr og vinna og pælingar, sem þvælast bara fyrir raunverulegu lausninni.
Ef rafmagnskostnaðurinn verður kominn niður í núll verður kannski hægt að gera eitthvað svona:
við getum bara haft eitthvað skip út fyrir landsteinunum. Og með rafmagnslínu úr vindmyllugarðinum beint í þetta skip. Og þetta skip getur bara verið að mynda grjót úr loftinu og sleppa þeim niður á hafsbotninn í gríð og erg. Þetta gæti kannski bara leyst gróðurhúsavandamálið eins og það leggur sig.
Verum bara sammála um að vera ósammála
Þarna er ég að tala um að nýta orkugjafa sem er að fara til spillis og kaupa tæki sem ekki er komin reynsla á í staðinn. Ég hef ekkert á móti rafvæðingu en ég hata sóun meira.
Svo vellti ég því fyrir mér af hverju metanið fer svona öfugt ofan í þig? Einhvernveginn þarf að nota það, stór tæki eins og strætó og flutningabílar eru hagkvæmasta lausnin.
Varðandi rafmótóra þá hafa þeir verið nýtnir og hagvkæmir í áratugi, sennilega að nálgast öld síðan þeir voru svotil fullþróaðir.
Að lokum: Er gerð krafa um vottun tækja sem borgin kaupir þegar kemur að mannréttindum og umhverfi? Spyr því Kínversk stjórnvöld, og þar með fyrirtæki, stunda slík brot grimt og mér finnst ekki sniðugt að við séum að styðja slíkt.
Nei það þarf ekki að nota það. Eins og ég er búinn að fara yfir þá skalast þetta ekki upp og er því ekki hagkvæmt. Þetta er bæði óhagkvæmt og dregur einnig úr hagkvæmni rafmagnsins þar sem það er nú komið í samkeppni við methan, sem er óþarfi. Við eigum að vinna með lausninni, ekki gegn henni.
Fyrir 20 árum síðan var svotil ekkert um rafmagnsbíla í heiminum miðað við það sem er að gerast núna.
Bílarnir sem voru gefnir út voru bara brandari. En sennilega var það bara viljandi gert til að drepa rafmagnið. Bílafyrirtækin voru neydd til að gefa út einn rafmagnsbíl hvert og úr urðu svona Mr. Bean bílar. Þeir voru bara að gera lítið úr rafmagninu.
Þegar fyrir slysni var gefinn út rafmagnsbíl sem varð vinsæll, hættu þeir við, innkölluðu bílinn með valdi og sendu eintökin á haugana. Þeir ætluðu ekki að taka sénsinn á því að rafmagnsbílllinn myndi fara í gang með afleiðingunum fyrir þá sem við erum að sjá núna.
Varðandi þróun rafmótorsins á 20.öldinni þá er ég aðeins kominn framúr sjálfum mér en ég fór eitthvað að googla þetta og fann þessa grein:
Bls 39, undir “Changes in motor technology” (hægra megin)
Hitachi have changed over time. The adoption
of a wide range of technologies has reduced motor
size to about one-fifth that of the first motor
made back in 1910.
Bls 40, undir “Materials and production techniques”
Similarly, rare-earth magnets invented in 1983 have played
a major role in reducing motor size and improving performance.
Bls 44, undir “Conclusions”
As with the relationship between motors and control and
motors and inverters, it is anticipated that electric drive will
continue to make rapid advances in the future through
the ability to produce designs that are even better at balancing
reliability, structural design, and value by designing motors and
inverters as a single unit.
mér sýnist þetta hafa eitthvað verið að þróast.
Í alvörunni? Bara henda orkugjafa út í loftið? Hvernig er það umhverfisvænt?
Villtu ekki aðeins slaka á samsæriskenningunum? Rafhlöður þá voru bara ekki lengra komnar. Þær hafa þróast mikið síðan, eins og þú hefur bent á. Vandamálið núna er að það þarf að þróa rafhlöður sem nota ekki kóbalt.
Mér finnst þið ekki vera að hugsa þetta rétt.
Spurningin er ekki, hvort við hendum methan x út í loftið, eða ekki.
Þetta methan er þarna, og það er fullt af alls konar hlutum í kringum okkur og við getum spurt okkur sjálf allskonar um hvernig við ætlum að bregðast við hinu eða þessu. Og þegar maður er búinn að gera það er maður ómeðvitað búinn að ákveða að þetta sé það sem eigi að taka upp athyglina manns. Málið er að heimurinn er 99.9% hlutir sem maður er ekki meðvitaður um. En maður er náttúrulega ekkert meðvitaður um það því maður er ekki meðvitaður um það. Maður er bara að pæla í því sem maður er að pæla í.
Það er eflaust til olía einhversstaðar, og við eum ekki að nýta hana. Og við getum allt eins spurt okkur, ætlum við bara að henda henni?
Eða, ætlum við bara að láta allan þennan vind þjóta hjá, án nýtingar. Ætlum við að fleygja allri þessari vindorku? Hvernig er það umhverfisvænt?
Því er spurningin ekki, hvort við ætlum að láta methan x bara líða út í loftið er ekki.
Spurningin er, við höfum x mikinn tíma, hvernig getum við nýtt hann sem best.
Ég held að það sem Andrimar sagði í fyrsta reply-inu, að breyta bara methaninu í rafmagn eða hita.
Nota methanið en fara ekki í samkeppni við rafbílinn.
Ég held að það sé málið.
Málið er náttúrulega að metanið verður til hvort sem við viljum það eða ekki og því er alltaf hagkvæmara en ekki að koma því í einhvern farveg. Þessi frétt í dag sýnir að eftirspurn eftir metani getur komið úr óvæntum áttum. Hér er helmingurinn af allri framleiðslu Sorpu kominn í farveg á einu bretti. Eftirspurnin hjá Strætó er hins vegar ennþá greinilega lítil enda þykir þeim rafmagnið hentugra. Það er alveg vel líklega pláss fyrir hvort tveggja enda er þörf á orku víða.
Þykir leitt að ég missti af þessari umræðu/ég sjái þetta fyrst núna því þetta er mjög mikilvægt mál. Það er ágætt að fá rafmagnsstrætó - hins vegar er alls ekki mikið af rafmagnsstrætó -semsagt ný tækni sem á eftir að þróast og alltaf best að fara þá hægt. Aðalmálið er að losna við díselvagnana og það er óskiljanlegt að höfuðborgarsvæðisyfirvöld setji ekki í algjöran forgang að stýra Strætó í að skipta, af hverju ætti það að ganga ver hér en á Skáni í Svíþjóð? Skånestrætó eru bara hættir með díselbíla. Eða eins og Reykjavík - með ruslabíla sem ganga fyrir metani. Mér finnst það líka mjög skrítið að sveitarfélögin á hb.svæðinu beiti sér ekkert fyrir að auka áhuga á að nota metan, það er ódýrara heldur en bensín og dísel, bílarnir eru líka ódýrari heldur en rafbílar, semsagt fleira efnaminna fólk getur þá líka verið á umhverfisvænna farartæki. Þarna er líka um að ræða betri nýtingu=minni sóun/og þó svo að metanvinnslan sé ekki endurvinnsla skv. löggjafanum, er hún það fyrir almenning. Það er mikilvægt að almenningur fái betri innsýn í þennan hluta daglegs lífs og að hringrásin sjáist, sem er virkilega auðvelt þegar GAJA er komin á koppinn. Moltan sem þaðan kemur verður vonandi góð.Þá er komið svo góð fyrirmynd fyrir hringrásarkerfi
Tvær spurningar sem ég hef alltaf haft um metan og hef reynst erfitt með að finna góð svör um, því metan er vissulega hættulegt sem gróðurhúsalofttegund í sjálfu sér, hvað mikill hluti af metani fer út sem útblástur þegar það er notað sem eldsneyti við núverandi algenga tækni (þ.e. metan bílum í dag) OG er framleiðsla á metani að skapa metan sem annars yrði ekki til eða væri ekki á leiðinni í andrúmsloftið? Ég játa fáræði mína hér á þessu og tel líklegt að ekki sé mikil innistæða fyrir þessum áhyggjum ella væri sú gagnrýni algeng, en ég hef bara átt erfitt með að afla mér góðra svara við þessum spurningum og er að vonast að Píratar mér vitrari um metan framleiðslu og nýtingu sem orkugjafa hafi góð svör við þeim.
En annars sammála því að gera allt til að losa andrúmsloftið við metan, því það þarf miklu minna af því til að gera sama skaða og CO2 og er talið valda 25% af gróðurhúsaáhrifum þrátt fyir að finnast í mun minna magni en koltvísýringur. Ég er bara að spurja mig hvort metanétandi bakteríur eða önnur metanbinding sé ekki æskilegri leið ef hún endar á að skila betri afköstum (sem ég veit ekkert hvort sé, en er að reyna að móta mér hugmynd um).
Það virðist vera djúpt á upplýsingum um metan í útblæstri (methane slip), a.m.k. í einingum á mannamáli. Hér er það samt mælt ásamt fleiri þáttum: https://www.vttresearch.com/sites/default/files/julkaisut/muut/2017/VTT-R-02327-17.pdf . Þetta er hins vegar frábær spurning og þarf klárlega að fá svar við ef fara á í mikla uppbyggingu metanflota, svoað hægt sé að halda með öryggi bókhald utan um losunina. Metan er mjög sérstök gróðurhúsaloftegund að því leyti að hún hefur þessa miklu virkni en á móti kemur skammur líftími (um 10 ár) í veðrahvolfinu. Það metan sem er nýtt er alla jafna afgangsafurð, sem annað hvort sleppur út fyrr eða síðar, eða er brennt. Hér er ágæt samantekt um metan í andrúmslofti: https://en.wikipedia.org/wiki/Atmospheric_methane