Varðandi spjall.piratar.is [beiðni um flokk]

Heyjó,
það vantar að setja feministafélagið undir aðildafélög og svo væri líka flott að fá Evrópskra Pírata inn sem topic/category til að geta deilt fréttum frá PPEU og Brussel. Hver tekur að sér uppfærslu og viðhald af spjall.piratar.is? Veit @Gormur kannski?

Kveðjur Okta

  1. Búinn að setja Femínistafélagið undir „Aðildarfélög“.
  2. Bjó til hvort tveggja hóp (e. group) og málaflokksins (e. category) sem heitir „Evrópskir Píratar“ með tækniheitið „evropskir-piratar“ og gerði þig að eiganda hópsins.

Ég og @viktorsmari berum ábyrgð á spjall.piratar.is, sennilega ég meira hvað varðar svona rekstur. Það var alltaf hugsað tímabundið, þar til einhver formlegri ritstjórn fæst til.

Þú getur ýmist svarað á þessum þræði eða sent mér einkaskilaboð ef þig vantar eitthvað fleira í sambandi við Evrópska Pírata. Ég setti þetta bara upp frekar beisik en ef þú vilt haga aðgangsreglum á ákveðinn hátt eða breyta stillingunum eitthvað er alveg sjálfsagt að verða við því, og láta þig hafa þau völd sem kerfið býður upp á.

1 Like

takk kærlega fyrir þetta @helgihg. Ég mun vanda mig á næstu dögum að fara aftur yfir notendaviðmótið og svo auðvita hvar ég fæ upplýsingar og ef eitthvað kemur upp þá læt ég vita.
/okta

1 Like

OT: Datt kosningakerfi pírata í hug þegar ég horfði á þetta :slight_smile: https://www.facebook.com/RepresentUs/videos/298015907745927/?v=298015907745927