Varðveitum sjarma miðbæjarins, björgum Bíó Paradís

Þær hræðilegu fréttir berast nú að fjarlægja eigi Bíó Paradís og byggja ógeðslegt hótel í staðin.

Það er engin þörf á að fjarlægja Bíó Paradís til að geta byggt hótel.
Við getum bæði byggt ný hótel og varðveitt falllegan sjarma miðbæjarins í leiðinni.

Ef það vantar hótel í Reykjavík gætum við t.a.m. fjarlægt þessar byggingar hér:

og byggt einn eða tvo skýjakljúfa með görðum í staðin. Þá myndum við sinna hótel þörf miðbæjarins í langan tíma og á sama tíma varðveita gömlu, fallegu staðina. Þetta myndi veita okkur miklu meira af miðsvæðis hótel herbergjum heldur en eyðilegging Bíó Paradísar mun gera. Það er hræðilegt að þetta sé að gerast, miðbærinn er að grotna.

Við eigum ekki að veita leyfi fyrir því að breyta Bíó Paradís í Hótel.

1 Like

Nú vona ég að einhver geti svarað sem hefur meira vit á skipulagsmálum og valdheimidlum þeim tengdum, heldur en ég.

En það segir sig sjálft að það er ekki hægt að neyða eiganda húsnæðis til að leigja það út á einum þriðja þess verðs sem hann getur fengið fyrir það. Manni getur þótt ákveðnar breytingar eða þróun mjög leiðinlegar, en það þýðir ekki sjálfkrafa að maður geti beitt valdi til að stöðva þær.

Svo var reyndar borgarfulltrúi okkar að ganga hingað inn á skrifstofuna hjá mér og ég sakaði hann samstundis um að bera ábyrgð á þessu öllu saman.

Hann sagði mér að það sé ekki heimilt að byggja hótel þarna.

Málið virðist ekki flóknara en svo að eigandinn telur sig geta fengið miklu, miklu hærra leiguverð fyrir húsnæðið og að Bíó Paradís hafi ekki efni á því.

Ég taldi mig vissan ég hafi lesið það á fb einhversstaðar. Get ekki fundið það aftur.

Stundum fara hlutir á kreik vegna þess að fólk er gjarnt á að tjá grunsemdir eða pirring í formi staðhæfinga. Þetta er tjáningarmáti sem getur auðveldlega leitt til misskilnings, því aðrir sjá ekki hvort viðkomandi er bara að giska á eitthvað út frá heimsmynd sinni, eða að segja frá einhverju sem viðkomandi hefur lært út frá einhverjum semi-áreiðanlegum heimildum.

Reyndar er allt hægt ef vilji er fyrir hendi, alla vega heyrði ég það sagt einhverntímann. Eitt sinn var ég staddur í New York og var að spjalla við venjulegan dúdda um hvar hann byggi (öfundaði hann að geta búið þarna) hann fræddi mig um að það væri þak á leiguverði á íbúðum í miðborg NY. Borginn vildi halda henni þannig að venjulegt fólk hefði möguleika á að búa miðsvæðis til að halda í það að venjulegt fólk væri hluti af mannlífinu. Svo síðasta sumar þegar ég var þarna þá tölti ég fram hjá íbúðinni sem að Yoko Ono býr í (að sagt er) þannig að ég veit nú ekki hvað þetta er umfangsmikið eða hvort þetta er í gildi enn.

En það er ekkert náttúrulögmál að það megi ekki snerta á einu og öðru sem gæti bætti líf okkar. Það er nú bara okkar eigin takmörkun sem setur mörkin. Það yrðu heilmikil læti og væll en……? ….Ef eitthvað svona þak yrði sett á leiguverð myndi ég halda að meirihlutinn yrði nokkuð hlyntur því, en lætin maður!

Eða bara leyfa byggingu á einu og einu háhýsi í Borgartúni og þá myndi leiguverð í miðbænum lækka náttúrulega sökum aukins framboðs. Og þá fær Bíó Paradís að vera í friði. Það er líka ekkert smá útsýni frá þessum háhýsum og þau geta verið svakalega flott ef þau eru rétt hönnuð. Og svo bæta þau mannlífið þar sem þau þétta byggðina, og bæta þar með nýtingu almenningssamgangna. Þannig að það er margt jákvætt sem gerist.

Ég held að rót vandans sé í útbólgnu fasteignamati á svæðinu, sem miðast við reikniformúlur sem endurspegla ekki alltaf veruleika þess sem hægt er að kreista út úr húsnæðinu. Sú rót helst eiginlega í hendur við þá staðreynd að húsnæðið er í eigu einkaaðila sem eru í þessu til þess að græða. Ég satt best að segja veit alls ekki hvernig eigendur húsnæðisins sjá fyrir sér að fá meira út úr þessu húsnæði ef að rekstur bíósins hættir. Þetta er frekar klikkað allt saman en ég veit ekki alveg hvaða lausnir eru í boði. Er þó farinn að hallast að því í seinni tíð að borgin mætti hreinlega gera meira af því að eiga það húsnæði sem hýsir starfsemi sem þarf að vernda vegna félagslegs og menningarlegs gildis, þannig má halda aðeins aftur af bólum og styðja við jákvæða þróun. Gott fordæmi er að finna í uppkaupum á verslunarkjörnum sem voru í niðurníslu uppi í Breiðholti.

1 Like

Er sammála því að það þarf að styðja við bakið á svona framtaki. Ef við lítum aðeins víðar þá er Sinfóníuhljómsveit Íslans styrkt af ríki fyrir fúlgur fjár sem ég er algerlega sammála að sé gert, enda sjaldan slappað eins vel af og á góðum tónleikum hjá henni. Fyrir nú utan aðstöðuna og allt annað sem fylgir, meðal annars Harpa nánast eins og hún leggur sig. En af hverju er bíó listformið ekki styrkt líka.Það mætti nú fjármagna eins og einn eða tvo sýningarsali finnst mér.

Varðandi leigu þá held ég að allt þetta sem hefur verið sagt hér á undan um markaðinn og hvernig sé hægt að snúa á hann sé nánast vonlaust að mestu. Það þarf þá að gera grundvallar breytingu á öllu apparatinu. Til að breyta einhverju til framtíðar þarf að setja lög, allt annað ná markaðsgúrúarnir venjulega að snúa á með hjálp góðra vina.

1 Like

Sæll,

Við erum mikið að pæla í þessu máli og engan langar að loka þessu okkar megin.

Ég veit ekki til að það sé verið að plana íbúðahús eða hótel þarna og það myndi ekki passa við núverandi deiliskipulag að fara út í þannig er ég nokkuð viss um.

En, við erum að skoða þetta, eins og ég segi.

4 Likes