Verður rætt stöðu Pírata á landsbyggðinni?

Var ekki viss um hvar ég ætti að setja þetta.

En það verður væntanlega tekið út hvað heppnaðist vel og illa í kosningabaráttunni.

En eigum við ekki að byrja fljótlega að ræða leiðir til þess að gera okkur sýnilegri á landsbyggðinni og hvaða leiðir við höfum uppá að bjóða fyrir landið allt?

3 Likes

Það er eitthvað sem ég hefði áhuga á að ræða í góðum hóp einnig sem gjaldkeri Pírata á Norðurlandi Eystra.

Bara við hið fyrsta. :slight_smile:

2 Likes

Bíða í 2 daga eða svo til þess að heyra í fleirum og svo bara byrja?

1 Like

Mín reynsla er a.m.k. sú að það fáist lítið rætt nema landsbyggðarpíratar sjái alfarið um þá umræðu.

2 Likes

Ég legg til að landsbyggðar Píratar og kjördæmafélög þeirra ræða þetta hjá sér. Síðan ættu allir landsbyggða Píratar að koma saman og ráða ráðum sínum og þá er hægt að skoða stöðuna og hvert þeir vilja stefna.

1 Like

Það er alveg klárt að rödd Pírata á landsbyggðinni þurfi að heyrast hærra í Tortuga. Mögulega þarf að breyta lögum okkar þannig að landsbyggðin fái tryggð ákveðin sæti í yfirstjórn flokksins.

1 Like

Að hafa þá að lágmarki einn meðlim af þremur í framkvæmdastjórn með aðsetur eða lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins? Eða að kjördæmaskipta kosningunni, þannig að atkvæði Pírata á landsbyggðunum stýri einu sæti og atkvæði Pírata á höfuðborgarsvæðinu hinum tveimur?

Mín reynsla er hins vegar sú að sjálfboðaliðar hafa meiri tíma til að sinna landsbyggðum þegar þeir þurfa ekki að sinna rekstri félagsins á landsvísu. Auðvitað þætti mér gott að sjá einhvern sem býr langt frá höfuðborginni í ráðum og nefndum sem varða allt landið, en það er síst verra að einbeita sér að félagsstarfi í hinum eða þessum landshlutanum. Þá geri ég ráð fyrir að tími sjálfboðaliða sé af skornum skammti, og að annað komi í stað hins. Öðru máli gildir um starfsmenn og þingmenn, sem ættu í sameiningu og skipulega bæði að sinna hverjum einasta landshluta og landsmálum.