Mig langar að benda á að það þarf að senda upplýsingar um mikilvæga fundi og viðburði með tölvupósti líka. Það er ekki nóg að setja inn viðburði á Facebook og viðburðadagatalið á vefsíðunni. Mörg okkar eru ekki eða ekki mikið á Facebook.
Þetta er sérstaklega mikilvægt núna í þeirri kosningavinnu sem stendur yfir.
Að því sögðu, verður einhver viðburður á þriðjudaginn til að birta niðurstöður prófkjara, eins og hefur stundum verið gert?
Eins og kom í ljós, þegar seinni kynningafundur frambjóðenda í prófkjörum Pírata, fór fram í dag, þá vantaði hlekk á streymið!
Það var ekki hlekkur í eventinum á fb
Það var ekki hlekkur í viðburðadagatali á piratar.is
Það var ekki hlekkur í tölvupóstum tengdum prófkjörinu
Þetta VERÐUR að gera betur, þetta er grundvallar upplýsingafundur!
Það er ekki boðlegt að aðgengi að lýðræðislegum upplýsingum í prófkjöri Pírata sé ekki augljóst!
Að pirrað landsbyggðar Pírat þurfi að leita og á endanum “böggast” til að loks finna fundinn!!!