Vinnubrögð við innleiðingu (nýju) stjórnarskrárinnar

Þjóðin vill nýju stjórnarskrána og frjálslyndu flokkarnir á Alþingi líka.

Íhaldssömu flokkarnir á Alþingi og þeir sem vilja vernda stöðu sína á landsbyggðinni og halda okkur örugglega utan Evrópusambandsins, vilja breyta þeirri gömlu hægt og það er pattstaða. En þrýstingur frá almenningi vex og e.t.v. brestur stýflan, en það er ekki víst.

Hvernig væri að frjálslyndu flokkarnir bjóði þeim íhaldssömu að taka upp nýju stjórnarskrána að undanskildum mest umdeildu ákvæðunum og vera þá bara nokkuð rausnaleg hvað varðar það sem taka má út til að ná sáttum?

Við þetta minnkar þrýstingur á þá íhaldssömu og við þau frjálslyndu höfum náð árangri.
Hvorugur aðilinn hefur náð öllu sínu fram og hvorugur tapað. Er það ekki leiðin að samkomulagi, svona almennt séð?

Hvað áttu við með mest umdeildu ákvæðunum? Eru ekki ákvæðin sem flestir vilja, ekki umdeild, akkúrat þau sem íhaldsflokkarnir vilja halda í?

Skil ekki spurninguna!

Stjórnarskráin án auðlyndarákvæðisins er eins og áfengislaus bjór. Jújú svosem einhverjum að skapi en missir algjörlega marks hjá þeim sem er í raun hafa eitthvað passion fyrir málinu.

1 Like

Það er alveg rétt að auðlindaákvæðið yrði útþynnt. Líka lágmarkasfjöldi sem gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, jöfnun atkvæðaréttar og líklega einhver fleiri. Samningarnir gengju út á að hafa þessa sem flest inni gegn því að ramminn, skráin í heild sinni færi inn.

Persónulega gæti ég sætt mig við það að einungis 79. grein yrði breytt á þessu kjörtímabili á þá vegu að ekki þyrfti að rjúfa þing til þess að gera breytingu á stjórnarskránni. Síðan væri hægt að gera hvað sem er enda þyrfti ekki að boða til kosninga með tilheyrandi óstöðugleika. Það mætti alveg innleiða frumvarp Stjórnlagaráð í nokkrum skrefum eftir það mín vegna.

1 Like