Aðalfundur Pírata 2020

Til Framkvæmdarráðs hafa borist beiðnir um að aðalfundurinn í ár verði haldinn utann höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdarráð vill endilega vita hver afstaða félagsfólks er til þess og þar með vil ég koma af stað umræðum um það málefni hér inni áður en ákvörðun verður tekinn.

Hver er ykkar afstaða?

Kv Guðmundur Arnar Guðmundsson
Formaður Framkvæmdarráðs

3 Likes

Ég hef að jafnaði lagt til að halda aðalfund Pírata á Hveravöllum, og held því hér áfram.

5 Likes

Það er bara ágætt að færa sig til og oft skemmtileg stemning á fundum þar sem fólk þarf að eyða tíma saman í kring um fundarstörfin. Mér þykir bara mikilvægt að fólki verði gert kleyft að sækja fundinn með rútum/skipulögðu samfloti og að gista á staðnum ef hann er langt frá höfuðborgarsvæðinu. Er þetta ekki aðallega spurning um kostnað?

3 Likes

Kuldagalli innifalinn í kostnaði?

Auðvitað væri það æskilegt - rétt eins og það er æskilegt að fólki verði gert kleift að sækja fundinn með rútum eða skipulögðu samfloti og gistingu á staðnum ef hann er haldinn á höfuðborgarsvæðinu.

Er ekki almennt gert ráð fyrir að fólk mæti til fundar í viðeigandi fatnaði? :slight_smile:

1 Like

Mér sýnist það einfaldast og auðveldast að halda aðalfund í Reykjavík, sem fjölmennasta stað með flesta möguleika fyrir gistingu. Og einnig best fyrir bíllausa, og sennilega ódýrast fyrir flesta.

Frá því að tveir þriðjungar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu, kannski eiga aðalfundir vera utan þess eitt ár í hverjum þremur.

Ég legg til að við leigum Laugardalshöllina :slight_smile:

En í alvöru, Höfuðborgarsvæðið er auðvitað almennt þægilegast. En ef áhugi er á fundi utan þess, þá hvað með Kópavog, eða Keflavík?

Hafa svo helling af flöggum fyrir utan og breiða soldið úr okkur :slight_smile:

Flestar skilgreiningar sem ég þekki á höfuðborgarsvæðinu innihalda Kópavog.

Ég væri hrifin af því að hafa aðalfund út á landi. Auðvitað margt sem þarf að hafa í huga, kostnaður, gisting, aðgengi, hvað markmið fundarins verður. Þannig ég leyfi þeim sem munu skipuleggja að dæma hvaða staður er bestur.

3 Likes

Sem landsbyggðarpírati þá er hvorki einfaldast né ódýrast fyrir mig að aðalfundur sé alltaf á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er mjög jákvæður fyrir því að aðalfundur sé haldinn utan höfuðborgarsvæðisins.

Það hjálpar líka til við að losa pírata við þann þráláta stimpil að píratar sé eingöngu höfuðborgarflokkur.

4 Likes

Við fyrstu sýn virðist mér hugmynd htg, að aðalfundur verði haldinn utan höfuðborgarsvæðis þriðja hvert ár, vera mjög góð. Hvað finnst ykkur?

Mín vegna mætti halda hann utan höfuðborgarsvæðisins á hverju ári. Það er ekki bara spurning um að koma til móts við landsbyggðarfólk, enda alveg jafn langt að fara fyrir flesta hvort sem er, heldur finnst mér bara brjálað skemmtileg stemning fólgin í því.

Það eina er að við þyrftum að passa að hægt væri að mæta á svæðið með strætó, sem ætti ekki að vera neitt mál, enda gengur hann alveg út á land. Reyndar flott að plana bara vel almennt, en það kannski segir sjálft.

2 Likes

Eða utan höfuðborgarsvæðisins annað hvert ár, en á mismunandi stað í hvert skipti.

1 Like

Ég segi utan höfuðborgarsvæðisins, annað hvort skammt utan eða langt utan. Það er búið að telja upp hér mörg rök fyrir því: Það er stemmning í road trip, við þurfum að auka sýnileika okkar á landsbyggðinni, það kemur til móts við fólk á staðnum sem þyrfti þá ekki að fara í borgina til tilbreytingar. Svo líka bara af því að hann var haldinn í Rvk í fyrra, þá hví ekki annars staðar núna?

1 Like

Það er enn betri hugmynd, 50/50 hbsv og aðrir landshlutar.

1 Like

Velskipulagður aðalfundur getur átt sér stað hvar sem er og tek ég undir marga góða púnkta hér að neðan. Til dæmis verður að vera gott netaðgengi og streymi findar með öllu með því til heyrir meira en bara net. Svo er gott að hafa gott strætó aðgengi (til dæmis Akureyri, Suðurland, Borgarfjörður, Suðurnes, Egilstaðir m.fl.), fjárhagslegt aðgengi gengum t.s. aðildafélög, rýmisaðgengi að staðnum svo eitthvað sé nefnt. Hvort það væri góð hugmynd að hafa þetta á hreinu með t.d. róteringu á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggð? Jú það gæti alveg virkað, þó er það er ekki sérstaklega mikilvægt fyrir mig þannig séð, en ég myndi vera sátt við það ef við erum á þeim nótum :slight_smile:

3 Likes

Fyrir aðalfund á Selfossi var ákveðið að reyna að halda annan hvern fund á landsbyggðinni og annan hvern á höfuðborgarsvæðinu.

Það hefur reynst flókið að finna stað á landsbyggðinni sem er hvort tveggja aðgengilegur og að sé ekki of langt. Hugmynd kom síðast um að vera á Vesturlandi þannig að væri spila langt fyrir Suðurland og Norðurland að fara.

Var að fatta að ég er svo að svara á fb þannig að ég c/p þetta þangað líka !

1 Like

Ágætt að hafa svo í huga að það er álíka langt t.d. frá Akureyri til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Akureyrar, þetta virðist stundum gleymast.

5 Likes

Ég er persónulega opin fyrir öllu.

Það er óumflýjanlega þannig að fleiri myndu þurfa að ferðast til að fara á aðalfund utan höfuðborgarsvæðisins en aðalfund á höfuðborgarsvæðinu, svo mér finnst allt í lagi að taka það til greina.

Mér þætti t.d. ekkert ósanngjarnt ef miðað væri við t.d. þriðja hvert ár á vel völdum stað úti á landi, en það er mér að meinalausu ef það er annað hvert ár.

Það er líka visst tækifæri til að ná fram stemmingu, mér er sérstaklega minnisstætt hvað það var gaman á sveitarstjórnarsmiðjunni á Akureyri.

En ég viðurkenni að mér fannst aðalfundurinn á Selfossi ekkert sérlega vel heppnaður. Þá er ekki við Selfoss að sakast, eða Pírata þaðan, það var bara skrítin stemming, hótelið passaði okkur illa, margt svona smátt eitthvað sem var ekki alveg að virka.

Það er þó alls ekki þar með sagt að það verði alltaf þannig og ég er algjörlega týpan í góða hópferð.

2 Likes

Ég tel það nær öruggt að skrýtin stemming á Selfossi hafði ekkert með staðsetninguna að gera, heldur okkur sjálf og hvað við vorum að gera og segja á þessum tíma.

2 Likes