Það er löngu kominn tími á aðgerðir vegna þessa stóra, líklega, allsherjar útrýmandi vanda. Engar aðgerðir sem eru meira en bara dropi í hafið hafa verið framkvæmdar en umtalið hefur verið mikið, ekki nógu uppbyggilegt og engann veginn sem kallað er eftir að alþjóðasamfélaginu.
Þú telur að það séu 17% líkur á að þetta hellist yfir okkur og án þess að vita nákvæmlega hvað þú átt við með „það“ þá ætla ég að gera ráð fyrir að það sé allsherjar útrýming lífvera á þessarri plánetu (sem nú þegar er byrjuð og í fyrsta skiptið ekki vegna náttúruhamfara). Einhverjar líkur eru miklu meiri líkur en ætti að vera. Gefum okkur það, þessi 17%. Þá mun aðgerðarleysi og seinagangur í aðgerðum gegn þessum vanda auka þær líkur og á meðan það eru einhverjar líkur þá eigum við, öll sem eitt, að gera allt sem við getum til að sporna gegn vandanum eins mikið og mögulega er hægt. Ekki hvað er þægilega mikið heldur raunverulegur möguleiki er á. Þeir sem ekki taka þátt í því eru að auka líkurnar á því að ættmenni, börn og allir aðrir eigi sér enga framtíð. Ef þeir svartsýnu hafa rétt fyrir sér þá getum við enþá snúið þróuninni við og gert jörð, haf og loft hreint. Og auðvitað bjargað lífi alls vitsmunalífs sem og fleira lífs á þessarri plánetu. Ef þeir bjartsýnu hafa rétt fyrir sér og við gerum samt allt sem við getum þá sitjum við bara uppi með hreyna jörð, svo það getur ekkert slæmt komið útúr því.
Tíminn sem við höfum til rökræðna við efasemdafólk í loftslagsvandanum er einfaldlega löngu búinn ef við ætlum að ná tilætluðum árangri. Á sama tíma og vísindamenn öskra á aðgerðir og menn eins og Sir David Attenborough segja að við séum nú þegar orðin of sein þá erum við að hleypa hálfvitum eins og Ernu Ýr að til að tjá sig og þar með skemma fyrir að fá fólk til að sjá vandann eins og hann er, eins hratt og þarf. Vandann sem getur valdi allsherjar útrýmingu hér á jörð þá ætti helst að lögfesta kínverska ristjórnarstefnu sem einskorðast einungis við þennann vanda. Svoleiðis stefna almennt er mjög vond stefna en það þarf að stoppa þessa heimsku strax, þetta fólk hefur haft nægann tíma til að tjá sig og núna þarf að loka á það. Persónufrelsi er sífellt á undanhaldi vegna meint öryggis og hvað er meira öryggi heldur en það að afstýra aldauða?
Þótt að allir eigi rétt á sinni skoðun þá finnst mér það alls ekki eiga að vera raunin í þessu máli, því efasemdaraddir tefja fyrir aðgerðum og hækka þannig þessar 17% líkur. Afleiðingarnar geta orðið svo rosalega miklar og við höfum ekki tíma í að vera endalaust að gefa efasemdaröddum færi á að tjá sig. Loka þarf fyrir þessar skoðanir.
Neysla verður að minnka, sérstaklega okkar hér á vesturlöndum, burt séð frá loftslagsvandanum. Neysla okkar er eins og við höfum meira en tvær plánetur til afnota, sem við höfum ekki. Svo við verðum hvort eð er að taka okkur mikið á. Verg landsframleiðsla er hættulegur mælikvarði því hann tekur mið á þessarri ofnotkun auðlinda jarðarinnar. Raunveruleg lífsgæði skapast ekki af því hversu mikið drasl maður á, þótt margir haldi það.
Breytingarnar sem þurfa að vera eru svo gríðarlegar að engin ein þjóð getur stuðlað ein og sér að þeim. Landamæri eru t.d. eitthvað sem þarf að hætta að nota og leyfa öllum jarðarbúum að búa hvar sem þeir vilja á þessarri jörð, við erum jú öll af sömu tegund, Homo Sapiens. Landamærin munu drepa fólk í milljónatali þegar stór landssvæði fara undir sjó með bráðnun jökla, stór landssvæði munu þurrkast upp vegna þurrka og gróðurlendirseyðing verður af þeim völdum. Landamæri stoppa fólk í að koma sjálfu sér til bjargar að þessu leyti. Við þurfum öll að standa saman, virkilega en ekki öll hver í sínu afmarkaða horni sem ímyndaðar línur á kortum búa til. Við þurfum að hugsa um okkur eins og sömu tegundina en ekki eftir sitthvoru þjóðerninu. Vestrænar menntaðar þjóðir eru líka farnar að upplifa fólksfækkun og þurfa í rauninni að fá „útlendinga“ til að viðhalda samfélögum þeirra. Við verðum að koma fólki fyrir á svæðum sem teljast öruggari en önnur og gefast upp á hinum þangað til þau svæði jafna sig sjálf eftir langann tíma þ.e. ef við bregðumst nógu fljótt við vandanum. Búferlaflutningar í massavís eru nauðsynlegir.
Ríki heims þurfa að setja drastísk lög sem banna fyrirtækjum og stofnunum að menga í sínum verksmiðjum og framleiða mun endingarbetri vörur, tæknin til þess er að mestu leyti til en við viljum bara ekki nota hana, kostar of mikið og bara þægilegra að gera það ekki. Að vona að fyritæki lagi þessa hluti upp á sitt eindæmi er virkilega heimskulegt að gera, það verður að þvinga þau til þess. Banna þyrfti tilgangslausa mengun eins og t.d. fólk sem fer í sumarfrí til útlanda. Það þarf ekki að fara þangað heldur vill það bara. Hugarfarsbreytingu þarf svo að fólki finnist það ekki þurfa þess lengur, enda er ekkert þarna úti sem veitir lífshamingju sem ekki er hægt að finna hér á landi en fólk áttar sig bara ekki á því. Við þurfum að framleiða sem mest hérna heima fyrir okkur sjálf og gera við allt sem hægt er að gera við í staðinn fyrir að henda og kaupa nýtt. Fyrirtækin þurfa þá líka að framleiða betri vörur, eins og mörg hver gerðu í gamla daga þar til þau föttuðu að það er arðbærara að framleiða dót sem bilar um leið og ábygðin rennur út en þá kemur fólk og kaupir meira. Sóar auðlindum sem enda síðan á ruslahaugonum í flestum tilfellum. Hvað ætli það sé t.d. stórt hlutfall farsíma sem endar á haugonum bara vegna þess að rafhlaðan er orðin léleg, eitthvað sem framleðendur hafa gert venjulegu fólki ómögulegt að skipta um sjálft eins og allir símar voru fyrir ekkert svo mörgum árum. Fullt er af allskonar verðmætum, sjalfgæfum málmum sem hægt væri að endurnýja. Þótt mikið fari í endurvinnslu þá er það oft ekki endurunnið og alls ekki allt fer slíka leið.
Ég get ekki verið sammála þér um að fólksfjölgun sé vandamál, allavega ekki að því leytinu til eins og flestir tala um það tilbúna vandamál. Fæðuskortur og þessháttar. Við höfum tæknina og alla burði til að framleiða meira en nóg af fæðu fyrir alla. Vertical farming lofar svo rosalega góðu en sú tækni er ekki notuð neitt að ráði. Grænmetisræktun sem notar minna en 90% af vatni en hefðbundin ræktun, framleiðsla sem ræktar afurðir í hillum ofan á hverri annarri undir LED ljósum og þar með miklu minna landssvæði sem fer í ræktunina. Kjötræktun á tilraunarstofum þar sem ekki þarf að slátra einu einasta dýri er einnig alltaf að þróast betur og betur og verða ódýrari og ódýrari. Ef hugmynd mín um að nota aðferðir Allan Savory hér að ofan færi í framkvæmd myndi það einnig auka fæðu til muna og fá til baka fullt af því landssvæði sem nú er orðið að eyðimörk.
Svo fólksfjölgun er ekki vandamál að þessu leyti, nema bara sem tilbúið vandamál sem við viljum ekki takast á við. Hægt er að telja fólksfjölgun sem vandamál því það er jú fólkið sem er að rústa lífríkinu, fleira fólk = hraðari niðurferð lífríkisins. Menntun spornar líka gegn óhóflegri fólksfjölgun (efasemdamönnum einnig) sem og aðgengi að getnaðarvörnum, þetta þarf að innleiða allsstaðar og strax.
Ekki eru bara breytingar á lífríkinu á landi heldur einnig í hafi. Aðferðir Savory geta bjargað miklu á landi en hafið mun verða lengur að jafna sig. Við gætum farið að framleiða fisk í tönkum í landi í stað þess að vera að senda mengunarverksmiðjur út á haf til að skófla upp fiskum og eyðileggja viðkvæm lífríki á botnum þess, sem óneytanlega hefur áhrif á fæðuöryggi okkar og annarra lífvera. Súrefnisþurrð í því svæði hafsins sem mesta lífríkið er verður verst úti svo ef við viljum enþá getað fengið fisk þá þarf að rækta hann sérstaklega.
Hnignun frumskóga eykur einnig vandann. Með allsherjar innleiðingu á vertical farming væri hægt að sporna auðveldara við slíkri hnignun. Einnig væri hægt að nota hamp til að framleiða pappír og næstum því allt á milli himins og jarðar. T.d. plast sem eyðist 100% í náttúrunni en verður ekki að örplasti í mörg hundruð ár. Hampuppskeru er hægt að fá frekar reglulega, mjög reglulega miðað við tré fyrir pappír. Steypu er hægt að framleiða úr hampi en steypa er talin menga mikið en hampurinn myndi spara meira en það, brunavarnir, einangrun og viðhald t.d.
Að takast á við þennann vanda krefst þess að hugsa vel út fyrir kassann og finna skynsamlegustu lausninar. En lausnirnar, sama hverjar þær eru kosta fullt af peningum en þá komum við að megin orsökum þessa vanda, sem ég tel vera kapítalísk hagkerfi á heimsvísu þar sem gríðar stór öfl bera mikla hagsmuni á að breytingar eigi sér helst ekki stað. Við þurfum að neyðast til að breytast mikið og neyða aðra til þess líka. Gróðarfíknin í heiminum er bókstaflega að drepa okkur öll. The Venus project væri eitthvað sem ætti að grandskoða mjög alvarlega.
En hvað þarf til svo að heimurinn fjari út frá kapítalisma? Svoleiðis breyting er ekki að fara að gerast á sjálfu sér og sé ég ekki annan möguleika á því en einmitt það að eitthvað stórkoslega alvarlegt gerist á þessarri plánetu þar sem flestir lifa það ekki af og þeir fáu sem eftir verða gætu komið sér saman um að breyta um stjórnkerfi. En aftur á móti þá eru það einmitt þessi peningagráðugu svín sem eru líklegust til að koma sér fyrir í allskonar neðanjarðarbyrgjum til að lifa af slíkar hörmungar.
Svo lausnir eru til við flestum eða mörgum þeirra þátta sem verður að laga eru til. En við eigum það svo mikið til að safnast saman í fylkingar og vinna gegn hvoru öðru, það sem hefur virkað mjög vel í gegnum söguna er hræðsluáróður. Upp á að fá fólk sem hraðast á einhverja ákveðna skoðun svo það er spurning hvort við eigum að gefa allt í slíkann áróður með það að leyðarljósi að bjarga því sem bjarga verður. Eða reyna að finna upp hjólið með annarri aðferð sem fær alla til að koma sér af stað til verka, aðferð sem mun kannski ekki virka en ekki höfum við mikinn tíma í slíka tilraunarstarfsemi. Engann í rauninni.
Það er kannski óraunhæft að fara í vegferð til að knésetja kapítalismann en minna að reyna að þurrka út landamæri, minnka neyslu gríðarlega, setja lög á fyrirtæki, banna tilgangslausar flugferðir, koma upp vertical farming verksmiðjum, mennta fólk, gefa því getnaðarvarnir, fara í mikla ræktun á hampi, fá fólk til að breyta hugsunarhætti sínum og gera það nægusamara.
Hætta að einbýna á einhverja eina tækni umfram aðra á ákveðnum sviðum eins og með rafmagnbílavæðinguna. Af hverju er ekkert talað um og settar upp metangasstöðvar? Við getum framleitt talsvert magn af metan og mikið af því bara eytt. Eyðum þeim sem orkugjafa alls kyns vélar. Og vetni, af hverju eru vetnisvélar ekki talsvert algengar hér á landi, ekki er flókið að búa það til og nóg eigum við af vatni. Í rauninni þurfum við ekki einu sinni að byggja innviði fyrir vetnisvélar því það er alveg gerlegt að útbúa slíkar vélar sem búa til vetni sjálfar á rauntíma úr vatni. Við höfum innviði útum allt hvað vatnsnotkun varðar.
Vonandi eru til auðveldari leiðir en þær sem ég nefni en ég hef ekki rekist á þær og hef ég mikið pælt í þessum málum eins og sést á þessu bréfi mínu. Fólk er bara of skammsýnt en við verðum að hugsa lengra fram í tímann.
Samfélaginu verður að breyta og það strax, við verðum að skerða lífsgæði okkar mikið og það strax. Ef fólk almennt er ekki tilbúið í það þá er baráttan nú þegar töpuð og allt umtal gagnslaust. Við erum í bráðri neyð og þurfum því að bregðast við sem hæfir því. Réttindi fólks þarf að hunsa til skamms tíma með langtímasjónarmið að leiðarljósi, réttindi sem tengjast þessum vanda. Löggjafinn þarf að neyða fyrirtæki til róttækra aðgerða og m.a. neyða þau til að setja upp góðann mengunarvarnarbúnað ellegar þeim verksmiðjum verði einfaldlega lokað með valdi. Þótt vega og meta þurfi eftir atvikum hvort það búi til meiri vanda en ella.
Einfaldasta aðferðin væri einræði einhvers sem brennur fyrir þessum málum og er vel upplýstur, en það er aldrei að fara að gerast svo að við verðum öll sem eitt að standa saman og gera allt sem við getum, löggjafinn sérstaklega.
Við höfum tæknina nú þegar til að gera flest allt betra, við þurfum bara að drattast til að nota hana, sama hvað það kostar. Peningar skipta engu máli þegar allt fer á versta veg.
Að halda í þetta einkennandi hugarfar okkar: “Þetta reddast” er stór hættulegt í þessu máli. Þetta reddast ekki neitt nema allir láti það gerast, allir.