Aðlögun að loftslagsbreytingum í 21. öld (Ályktun?)

Sæl öll! Ég er ekki alveg viss um hvernig kerfið sé ætlað að virka; er bara nýlega kominn að geta skilið íslenskuna notaða í stjórnmálum (sæmilega og hægt). Ég hugsa nú um hvort ég ætti að setja mál í kosnigakerfið líkt því sem fer eftir:

Álykta Píratar eftirfarandi:

Stjórnvöld eiga að skapa plön aðgengileg almenningi til þess að öryggi og tilvera ríkis og þjóðar sé varðveitt þrátt fyrir að jörðin hlýni mögulega að takmörkum þriggja gráða um árið 2055 og fimm gráða um árið 2090, miðaðra við hitastigið loftslagsins um árin 1850-1900 og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum (IPCC).

Greinargerð:

Loftslagið árið 2019 er einni gráðu hlýrra en um 1850-1900. Það er alveg mögulegt að loftslagið hlýni að 3C um 2055 og 5C um 2090.

Sameinuðu þjóðirnar létu spá í fjórar atburðarásir í fimmtu skýrslunni um loftslagsbreytingar árið 2014 (IPCC Fifth Assessment Report (IPCC AR5 WG1)), atburðarásir sem heita á ensku “Representative Concentration Pathways (RCP)”. Tölurnar eru gefnar hér miðaðar við hitastigið loftslagsins um árin 1850-1900 (“preindustrial”), RCP8,5 er stundum kallað “business as usual” og “líkleg” þýðir að það sé 66% líklegt að veruleikinn yrði í þessari spönn (svo að það sé 17% líklegt að veruleikinn yrði yfir spönninni):

  Hlýnun miðuð við árabilið 1850-1900, Celsius gráður
Árabil:		2046–2065 (um 2055)		    2081–2100 (um 2090)			kolefnislosun félli
Atburðarás:	Meðaltal og "líkleg" spönn	Meðaltal og "líkleg" spönn	eftir árabilið:
RCP2,6:		1,6 (1,0 til 2,2)		    1,6 (0,9 til 2,3)			2010-2020
RCP4,5:		2,0 (1,5 til 2,6)		    2,4 (1,7 til 3,2)			um 2040
RCP6,0:		1,9 (1,4 til 2,4)		    2,8 (2,0 til 3,7)			um 2080
RCP8,5:		2,6 (2,0 til 3,2)		    4,3 (3,2 til 5,4)			(félli ekki)

Samkvæmt vefsíðunni “Climate Action Tracker” desember 2018 stefna með lögum (“Current Policies”) þjóðir jarðar að kolefnislosun sem ylli hlýnun um 3,3C fyrir 2100, en lofa öðrum hverjum því að stefna með lögum (“Pledges and Targets”) að kolefnislosun sem ylli hlýnun um 3,0C. Báðar þessar tölur sitja milli RCP6,0 og RCP8,5; með því að brúa (eða innreikna – “interpolate”) fær maður slíkar spannir:

 		Hlýnun miðuð við árabilið 1850-1900, Celsius gráður
 Árabil:		2046–2065 (um 2055)		    2081–2100 (um 2090)
 Atburðarás:	Meðaltal og "líkleg" spönn	Meðaltal og "líkleg" spönn
 Lofað:		    2,0 (1,5 til 2,5)		    3,0 (2,2 til 3,9)
 Stefnd:		2,1 (1,6 til 2,7)		    3,3 (2,4 til 4,3)

Við þurfum að skipuleggja við því nokkuð líklegu að gerast. Væri 17% líkindi að kvika yrði, kysi maður aldrei að vera farþegi í flugvél sem myndi falla úr loftinu er hún færi í kviku. Við mættum vera að lífi árið 2055 og líklega börnin, og barnabörnin árið 2090; biðin er ekki löng.

https://en.wikipedia.org/wiki/Representative_Concentration_Pathway
http://www.climatechange2013.org/images/report/WG1AR5_SPM_FINAL.pdf
https://climateactiontracker.org/global/cat-thermometer/
https://climateactiontracker.org/media/images/CAT-Thermometer-2018.12-3Bars.original.png

Með tilvísun í Grunnstefnu Pírata:

  1. um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu, heila.
    4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.

Hvað segið þið? Passar það í kosnigakerfinu? Getur það verið bætt?

2 Likes

Hæ, velkominn.

Það myndi amk. þurfa að boða félagsfund til að geta sett í gang kosningu. Ég held það mætti alveg fikta aðeins í orðalaginu og svona.

Má ekki bjóða þér að boða fundinn? Mér finnst það allavega skemmtileg leið til að virkja sig í félaginu og finna að þetta er kerfi sem býður upp á að félagsfólk geti haft frumkvæði.

https://form.jotformeu.com/pirativideo/pantanirtortuga

Mér finnst reyndar ekki verra að benda á að við höfum nú þegar ágæta loftslagsstefnu, en það getur vel verið ástæða til að taka hana til endurskoðunar eða taka upp sérstaka aðgerðahvatningu til viðbótar.

2 Likes

Við erum soldið svona:

það vantar allan Elon Musk í okkur. Að koma hlutunum í verk.

1 Like

Já, ætla að boða fund tiltölulega brátt. :slight_smile: Ég er viss um að orðalagið breytist; það er lengsta skjal samið nokkurn tíma af mér á íslensku.

En skjalið varðar ekki beint því sem loftslagsstefnan snertir; fín aldeilis sem hún er, snertir hún ekki aðlögun, sýnist mér. Hún varðar helst viðnám. Þrátt fyrir að við gerum allt sem við getum, mannkynið breitt gæti valið að gera lítið; og þrátt fyrir að mannkynið geri allt mögulegt, gætum við verið óheppnir og farið að 3C, sem væri mjög hættulegt.

1 Like

Hlýnun jarðar er talin um ein gráða síðan um iðnbyltinguna. Á þessarri einni gráðu eru veðurofsar orðnir ógnvekjandi oft á tíðum og stór landsvæði við norður heimskautabaug farin að brenna það mikið að myndist neyðarástand (Noregur og Svíþjóð sérstkalega fyrir ekkert svo löngu síðan.
Ég vil ekki verða vitni af tveimur gráðum í viðbót, en það mun ég gera því við, sem og aðrir, erum ekki að gera nærri því nóg til að minnka losun. Forgangsröðunin er fáránleg og skemmandi því aðal áherslan, virðist vera, er að almenningur eigi að redda þessu.
Málið er að það á alls ekki að leggja neina áherslu á almenning. Áherslan á að vera eingöngu á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki sérstaklega. Almenningur kaupir bara og notar það sem honum er leyft með lögum og þær afurðir sem koma frá fyrirtækjum sem yfirleitt eru gróðafíknar, náttúruskemmandi fyrirtæki.

Svo að ég stórlega efast um að nein plön til að

Sé eitthvað að fara gera neitt sem skiptir einhverju máli.

Fimm gráður… Fokk…

Mér finnst t.d. að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eigi að blæða fjárhagslega fyrir þá losun sem myndast af því að flestir borgarar sitji fastir í umferð á hverjum degi og menga þar með án þess að hreyfast einu sinni. Þá væri meiri og raunveruleg pressa á að tækla umferðarvandann, vandann sem er meiri loftslagsvandi en umferðar. Gatnakerfið og skipulagið er jú á ábyrgð þeirra sem hafa skipulagsvaldið, ekki almennings.

En allavega, þá er ég með hugmynd:
Ég geri mér grein fyrir að við erum ekki að fara að redda neinu í þessum málum, beint.
En við gætum lagt okkar að mörkum óbeint.
Núna er áhugi annarra stórþjóða að aukast á Íslandi, bæði almennt og í gegnum batterý eins og málefni norðurslóða.
Svo við erum í kjör aðstæðum til að vera með yfirlýsingar svo eftir sé tekið og mark tekið á.

Til er aðferð sem verið er að nota, sem gæti slegið tvær flugur í einu. Þ.e. að græða upp land og auka fæðuöryggi í heiminum. Það er maður úti í heimi, sem með frekar einföldum og ekkert svo dýrum aðferðum hefur grætt upp dautt land sem er margfallt stærra en Ísland (40 milljón ekrur). Þá á ég við land sem er allt að því að vera eiðimörk. Þessi maður fullyrðir að ef hans aðferð yrði notuð á hluta þess lands sem er nú orðið að eiðimörk í heiminum, að þá myndi það binda það mikið kolefni að styrkur þess í andrúmsloftinu yrði á par við hvað það var fyrir iðnbyltingu. Við þetta notar hann búfénað til að ganga um eftir sérstöku kerfi sem veldur því að gróður myndist.
Þetta hljómar kannski fáránlega og er ég ekki sá besti í að útskýra þetta. En maðurinn fékk mikið lof fyrir sína ræðu er hann sagði frá þessu hjá TED ed á sínum tíma:

Það sem ég vil sjá er að Allan Savory eða einhver á hans vegum, því hann er að nálgast nírætt, verði fengin hingað að halda fyrirlestur fyrir sem flestum eyrum. Eyrum þeirra sem hafa eitthvað vald til að gera eitthvað með þetta á einhverri af þeim ráðstefnum sem haldnar eru hér. Þú @XandraBriem ert varaborgarfulltrúi, gætir þú ekki komið þessu í kring? Látið okkur litla Ísland beina kastljósinu af þessarri góðu lausn, þú veist líka öruglega betur hvaða tímasetning væri áhrifamest og líklega betra ef slík beiðni kæmi frá “yfirvaldinu” sem þú ert jú partur af.
Jafnvel að @helgihg geri eitthvað með þetta líka, af sömu ástæðum?

Jafnvel notað þessa aðferð hér á landi til að græða upp þessar auðnir sem við höfum og komið landinu í það horf sem sögur segja af að hafa verið hér við landnám þar sem landið var skógi vaxið, auðvitað þyrfti að planta trjám líka í viðbót við þessa aðferð. Breytt ÍSlandi í GRÆNland. Það myndi óneitanlega vekja mikla athygli.

Ég ætlaði að vera búinn að senda erindi hvað þetta varðar á Guðmund Inga umhverfisráðherra en hef bara ekki komist í það enþá.

Góðar hugmyndir að lausnum við svona gríðarstórum vanda ættu allir að hlusta á, finnst mér

…fimm gráður er allt of, allt of mikið

1 Like

Gott framtak. Ég hlakka til að fara á fundinn og setjast yfir tillöguna og setja svo í kosningakerfið ef við erum í stuði :slight_smile:

Það væri hægt að tvinna ræktunarpælinguna saman við vindmyllupælinguna:

Og hafa bæði vindmyllugarð og gróður á sama landinu. Tvínýta eyðimörkina.

Notum þá betri gerðina af vindmyllum.

Annars virðist nákvæmlega enginn áhugi vera fyrir raunverulegum lausnum. Erum að reyna að láta jarðefnaeldsneytisbílana fjara út og er það bara fínt og kallað “ágætis loftslagsstefna”
Sem það er engann veginn ágætt. Ef markmiðið væri og unnið hart að því að ísland yrði kolefnislaust strax í næstu viku þá væri kannski hægt að kalla það ágætis stefnu.

Að því sé ekki sýndur neinn einasti áhugi þegar maður bendir á mögulega lausn, og frekar eimfalda í framkvæmd, segir mjög margt og sýnir fram á almennt áhugaleysi gagnvart þessu málefni.

Núna fyrir nokkrum árum þá tóku vísimdamenn sig saman og vöruðu við ósóneyðandi efnum, að það væri komið gat á ósonlagið. Allir tóku sig til og hættu notkun þeirra (þótt örfáir svartir sauðir voru í því eins og öllu öðru) og núna sjáum við fram á að ósonlagið er að verða eins og það á að vera.

Núna eru vísindamenn búnir að tala um loftslagsvandann í marga áratugi, ég rakst á viðtal við Carl Sagan frá því 1970 og eitthvað þar sem hann talar um að afleyðingar jarðefnaeldsneytisbruna muni gera loftslaginu einmitt það sem það hefur gert.
Vísindamenn hafa oft hrúgað sig saman og kallað á aðgerðir og eru beinlínis farnir að öskra á aðgerðir í lotslahsvandanum, ítrekað.

Hvað gerum við, eða þeir sem ráða? Bönnum mengunarbíla fyrir 2020 eða hvenær sem það er. Okei flott, þá er komin ágætis loftslagsstefna.

Í hvaða veruleika lifir þetta fólk, þykist það hafa meira vit á loftslagsvandanum heldur en yfirgnæfandi meirihluti loftslagsvísindamanna? Eða er það svona veruleikafirrt að það gerir sér engann veginn grein fyrir vandanum?
Vandanum sem margir vísindamenn segja að við séum á barmi óafturkræfanlegra áhrifa hnattrænnar hlínurnar þar sem engu máli skiptir hvað við gerum því ástandið mun keðjuverkandi gera sjálft sig verra og verra þangað til jörðin verður óbyggileg fólki. Þ.e. ef við ands*****st ekki til að gera eitthvað mikið og róttækt ekki seinna en strax!
Og hvað er gert? Sökinni náttúrulega fyrst skellt á almenning þótt að allir hugsandi menn sjái það að þetta er að mestu tilkomið vegna risa stórra kapítalískra gróðafíknar framleiðslufyrirtækja. Fyrirtækja sem spila bara eftir reglum sem stjórnmálamennirnir setja. Og hvað meir? Bönnum bílana og köllum þetta bara ágætt. Jú mokum ofaní nokkra skurði og rífumst aðeins líka um hvaða skurði má moka ofaní og hverja ekki, skulum helst ekkert einu sinni sleppa utanlandsferðonum sem alveg vel hægt er að sleppa.

Ég t.a.m. neitað frírri utanlandsferð um daginn út af mengun þótt mér hafi mikið langað. Að gera það á varla að vera til umhugsunar, en allt of fáir myndu neita slíku boði. Þeir kannski kaupa rafmagnsbíl næst.

Að við Íslendingar getum ekki hysjað upp um okkur buxurnar, tekið róttækt á málinu þótt það þýðir hnignun í landsframleiðslu og verið fyrirmynd annarra í þessum efnum. Gefur mér enga von um að aðrar þjóðir geri nærri því nóg heldur.

Elon Musk er óðfluga að verða eina von mannkyns um áframhaldandi líf fólks næstu áratugina.

Það er virkilega, virkilega sorglegt.

Ekkert annað en þetta á að skipta máli því það verður ekkert eftir ef þetta er ekki látið skipta öllu máli.

Hvað helduru að það myndi vekja mikla athygli og ýta undir aðra ef við myndum gera heilt land grænt? Heilt land, lítið land svo það er fljótar að gerast, en heilt land engu að síður. Allir myndu horfa upp til okkar og vilja vera með.
Fólk á vegum mannsins í póstinum mínum að ofan hefur nú þegar grætt upp landssvæði sem er margfallt stærra en ísland.

Af hverju er ekki áhugi fyrir þessu? Af því að hann er ekki að nota einhverjar risastórar vélar sem draga smá kolefni úr andrúmsloftinu? Vélar sem þarf fullt af málmum í, sem eitthvað kapítalískt svín getur selt, vélar sem nota fullt af orku sem mikið er búin til með kolefni.

Hann er bókstaflega að láta búfénað labba um eftir einhverju ákveðnu kerfi, míga og skíta útum allt og dautt landssvæði verður aftur grænt.
Loftslagið með þessu gæti orðið á par við hvernig það var FYRIR IÐNBILTINGU!
á sama tíma hjálp til lausna gegn fæðuskorti í heiminum með öllum dýrunum sem hann þarf.

Ég veit að búfénaður mengar mikið en það er minnimáttar hjá þeim dýrum sem notuð eru í þetta ef kolefnisbindingin sem þau valda er reiknuð líka með, sem að sjálfsögðu á að gera.

Nei skulum bara gleyma þessu bönnum bara bíla, er svo óþægilegt að fara að gera eitthvað meira.

Er framtíðarsýn fólks engin? Eða einskorðast hún kannski við blinda von um að vísindamenn þrói skaðlaust efni sem endurkastar sólarljósi úr lothjúpnum sem er spreyjað yfir okkur öll, eða að þeir geri sólarsegl til að skýla jörðinni? Aldrei skal stóla á tækni sem ekki er til í nútíma því engin leið er að vita hvenær hún verður tilbúin til notkunar, eða hvort.

Það verður ekkert meira eftir ekkert svo langann tíma.
Ekki með þessu áframhaldi a.m.k, ekki væri ég til í að eignast barn í dag, barn sem á enga raunverulega framtíð. Ekki nema það hoppi uppí hjá Musk

1 Like

Þetta er mjög góð umræða og nánast það fyrsta hér sem ég sé í þessa átt, sem sé að plana og ræða hvað ætti að gera núna til að takast á við þær afleiðingar sem hlýnun jarðar orsakar. Ég álít að það séu meira en 17 % líkur á að þetta hellist yfir mannkynið.

Að ræða um hvernig við tökum á þessu er tímabært og mjög gott framtak. Margt mun þurfa að rannsaka og skoða og það sem er mikilvægast er að ná að skapa samhug, frið og samvinnu. Fátt eitt má nefna sem þarf að huga að og vinna með og verður áhugavert að halda þeirri vinnu áfram:

Áskoranir:

  • Fólksfjölgun, núverandi vandi.
  • Breytingar á gróður-,fisk-, fugla-, skordýra- og öðru lífríki, byrjað.
  • Tilfærsla á fólki frá verri bú-/ræktar svæðum, byrjað.
  • Flótti frá svæðum sem eru ekki lengur byggileg, byrjað.
  • Fjárhaglegur óstöðugleiki sem hætta er á að muni knýja átök og baráttu um gæði.
  • Síðan margt, margt fleira

Þarf að m. a. að vinna að:

  • Samvinnu rannsókna- og vísindasamfélags til að vinna gegn vandanum, koma með lausnir.
  • Samvinnu stjórnvalda/fólks í stað átaka og stríðs milli svæða, landa, heimsálfa.
  • Koma á og skapa í heiminum friðarhugsun í stað átakahugsunar.
  • Almennar lausnir í stað sérhagsmuna
  • Skoða og skapa lífvænleg svæði og aðstæður og annað tengt búsvæðum á nýjum svæðum
  • Tryggja matvælaframleiðslu og umhverfi eins og hægt er,
  • og svo má lengi áfram telja.

Það er löngu kominn tími á aðgerðir vegna þessa stóra, líklega, allsherjar útrýmandi vanda. Engar aðgerðir sem eru meira en bara dropi í hafið hafa verið framkvæmdar en umtalið hefur verið mikið, ekki nógu uppbyggilegt og engann veginn sem kallað er eftir að alþjóðasamfélaginu.

Þú telur að það séu 17% líkur á að þetta hellist yfir okkur og án þess að vita nákvæmlega hvað þú átt við með „það“ þá ætla ég að gera ráð fyrir að það sé allsherjar útrýming lífvera á þessarri plánetu (sem nú þegar er byrjuð og í fyrsta skiptið ekki vegna náttúruhamfara). Einhverjar líkur eru miklu meiri líkur en ætti að vera. Gefum okkur það, þessi 17%. Þá mun aðgerðarleysi og seinagangur í aðgerðum gegn þessum vanda auka þær líkur og á meðan það eru einhverjar líkur þá eigum við, öll sem eitt, að gera allt sem við getum til að sporna gegn vandanum eins mikið og mögulega er hægt. Ekki hvað er þægilega mikið heldur raunverulegur möguleiki er á. Þeir sem ekki taka þátt í því eru að auka líkurnar á því að ættmenni, börn og allir aðrir eigi sér enga framtíð. Ef þeir svartsýnu hafa rétt fyrir sér þá getum við enþá snúið þróuninni við og gert jörð, haf og loft hreint. Og auðvitað bjargað lífi alls vitsmunalífs sem og fleira lífs á þessarri plánetu. Ef þeir bjartsýnu hafa rétt fyrir sér og við gerum samt allt sem við getum þá sitjum við bara uppi með hreyna jörð, svo það getur ekkert slæmt komið útúr því.

Tíminn sem við höfum til rökræðna við efasemdafólk í loftslagsvandanum er einfaldlega löngu búinn ef við ætlum að ná tilætluðum árangri. Á sama tíma og vísindamenn öskra á aðgerðir og menn eins og Sir David Attenborough segja að við séum nú þegar orðin of sein þá erum við að hleypa hálfvitum eins og Ernu Ýr að til að tjá sig og þar með skemma fyrir að fá fólk til að sjá vandann eins og hann er, eins hratt og þarf. Vandann sem getur valdi allsherjar útrýmingu hér á jörð þá ætti helst að lögfesta kínverska ristjórnarstefnu sem einskorðast einungis við þennann vanda. Svoleiðis stefna almennt er mjög vond stefna en það þarf að stoppa þessa heimsku strax, þetta fólk hefur haft nægann tíma til að tjá sig og núna þarf að loka á það. Persónufrelsi er sífellt á undanhaldi vegna meint öryggis og hvað er meira öryggi heldur en það að afstýra aldauða?

Þótt að allir eigi rétt á sinni skoðun þá finnst mér það alls ekki eiga að vera raunin í þessu máli, því efasemdaraddir tefja fyrir aðgerðum og hækka þannig þessar 17% líkur. Afleiðingarnar geta orðið svo rosalega miklar og við höfum ekki tíma í að vera endalaust að gefa efasemdaröddum færi á að tjá sig. Loka þarf fyrir þessar skoðanir.

Neysla verður að minnka, sérstaklega okkar hér á vesturlöndum, burt séð frá loftslagsvandanum. Neysla okkar er eins og við höfum meira en tvær plánetur til afnota, sem við höfum ekki. Svo við verðum hvort eð er að taka okkur mikið á. Verg landsframleiðsla er hættulegur mælikvarði því hann tekur mið á þessarri ofnotkun auðlinda jarðarinnar. Raunveruleg lífsgæði skapast ekki af því hversu mikið drasl maður á, þótt margir haldi það.

Breytingarnar sem þurfa að vera eru svo gríðarlegar að engin ein þjóð getur stuðlað ein og sér að þeim. Landamæri eru t.d. eitthvað sem þarf að hætta að nota og leyfa öllum jarðarbúum að búa hvar sem þeir vilja á þessarri jörð, við erum jú öll af sömu tegund, Homo Sapiens. Landamærin munu drepa fólk í milljónatali þegar stór landssvæði fara undir sjó með bráðnun jökla, stór landssvæði munu þurrkast upp vegna þurrka og gróðurlendirseyðing verður af þeim völdum. Landamæri stoppa fólk í að koma sjálfu sér til bjargar að þessu leyti. Við þurfum öll að standa saman, virkilega en ekki öll hver í sínu afmarkaða horni sem ímyndaðar línur á kortum búa til. Við þurfum að hugsa um okkur eins og sömu tegundina en ekki eftir sitthvoru þjóðerninu. Vestrænar menntaðar þjóðir eru líka farnar að upplifa fólksfækkun og þurfa í rauninni að fá „útlendinga“ til að viðhalda samfélögum þeirra. Við verðum að koma fólki fyrir á svæðum sem teljast öruggari en önnur og gefast upp á hinum þangað til þau svæði jafna sig sjálf eftir langann tíma þ.e. ef við bregðumst nógu fljótt við vandanum. Búferlaflutningar í massavís eru nauðsynlegir.

Ríki heims þurfa að setja drastísk lög sem banna fyrirtækjum og stofnunum að menga í sínum verksmiðjum og framleiða mun endingarbetri vörur, tæknin til þess er að mestu leyti til en við viljum bara ekki nota hana, kostar of mikið og bara þægilegra að gera það ekki. Að vona að fyritæki lagi þessa hluti upp á sitt eindæmi er virkilega heimskulegt að gera, það verður að þvinga þau til þess. Banna þyrfti tilgangslausa mengun eins og t.d. fólk sem fer í sumarfrí til útlanda. Það þarf ekki að fara þangað heldur vill það bara. Hugarfarsbreytingu þarf svo að fólki finnist það ekki þurfa þess lengur, enda er ekkert þarna úti sem veitir lífshamingju sem ekki er hægt að finna hér á landi en fólk áttar sig bara ekki á því. Við þurfum að framleiða sem mest hérna heima fyrir okkur sjálf og gera við allt sem hægt er að gera við í staðinn fyrir að henda og kaupa nýtt. Fyrirtækin þurfa þá líka að framleiða betri vörur, eins og mörg hver gerðu í gamla daga þar til þau föttuðu að það er arðbærara að framleiða dót sem bilar um leið og ábygðin rennur út en þá kemur fólk og kaupir meira. Sóar auðlindum sem enda síðan á ruslahaugonum í flestum tilfellum. Hvað ætli það sé t.d. stórt hlutfall farsíma sem endar á haugonum bara vegna þess að rafhlaðan er orðin léleg, eitthvað sem framleðendur hafa gert venjulegu fólki ómögulegt að skipta um sjálft eins og allir símar voru fyrir ekkert svo mörgum árum. Fullt er af allskonar verðmætum, sjalfgæfum málmum sem hægt væri að endurnýja. Þótt mikið fari í endurvinnslu þá er það oft ekki endurunnið og alls ekki allt fer slíka leið.

Ég get ekki verið sammála þér um að fólksfjölgun sé vandamál, allavega ekki að því leytinu til eins og flestir tala um það tilbúna vandamál. Fæðuskortur og þessháttar. Við höfum tæknina og alla burði til að framleiða meira en nóg af fæðu fyrir alla. Vertical farming lofar svo rosalega góðu en sú tækni er ekki notuð neitt að ráði. Grænmetisræktun sem notar minna en 90% af vatni en hefðbundin ræktun, framleiðsla sem ræktar afurðir í hillum ofan á hverri annarri undir LED ljósum og þar með miklu minna landssvæði sem fer í ræktunina. Kjötræktun á tilraunarstofum þar sem ekki þarf að slátra einu einasta dýri er einnig alltaf að þróast betur og betur og verða ódýrari og ódýrari. Ef hugmynd mín um að nota aðferðir Allan Savory hér að ofan færi í framkvæmd myndi það einnig auka fæðu til muna og fá til baka fullt af því landssvæði sem nú er orðið að eyðimörk.

Svo fólksfjölgun er ekki vandamál að þessu leyti, nema bara sem tilbúið vandamál sem við viljum ekki takast á við. Hægt er að telja fólksfjölgun sem vandamál því það er jú fólkið sem er að rústa lífríkinu, fleira fólk = hraðari niðurferð lífríkisins. Menntun spornar líka gegn óhóflegri fólksfjölgun (efasemdamönnum einnig) sem og aðgengi að getnaðarvörnum, þetta þarf að innleiða allsstaðar og strax.

Ekki eru bara breytingar á lífríkinu á landi heldur einnig í hafi. Aðferðir Savory geta bjargað miklu á landi en hafið mun verða lengur að jafna sig. Við gætum farið að framleiða fisk í tönkum í landi í stað þess að vera að senda mengunarverksmiðjur út á haf til að skófla upp fiskum og eyðileggja viðkvæm lífríki á botnum þess, sem óneytanlega hefur áhrif á fæðuöryggi okkar og annarra lífvera. Súrefnisþurrð í því svæði hafsins sem mesta lífríkið er verður verst úti svo ef við viljum enþá getað fengið fisk þá þarf að rækta hann sérstaklega.

Hnignun frumskóga eykur einnig vandann. Með allsherjar innleiðingu á vertical farming væri hægt að sporna auðveldara við slíkri hnignun. Einnig væri hægt að nota hamp til að framleiða pappír og næstum því allt á milli himins og jarðar. T.d. plast sem eyðist 100% í náttúrunni en verður ekki að örplasti í mörg hundruð ár. Hampuppskeru er hægt að fá frekar reglulega, mjög reglulega miðað við tré fyrir pappír. Steypu er hægt að framleiða úr hampi en steypa er talin menga mikið en hampurinn myndi spara meira en það, brunavarnir, einangrun og viðhald t.d.

Að takast á við þennann vanda krefst þess að hugsa vel út fyrir kassann og finna skynsamlegustu lausninar. En lausnirnar, sama hverjar þær eru kosta fullt af peningum en þá komum við að megin orsökum þessa vanda, sem ég tel vera kapítalísk hagkerfi á heimsvísu þar sem gríðar stór öfl bera mikla hagsmuni á að breytingar eigi sér helst ekki stað. Við þurfum að neyðast til að breytast mikið og neyða aðra til þess líka. Gróðarfíknin í heiminum er bókstaflega að drepa okkur öll. The Venus project væri eitthvað sem ætti að grandskoða mjög alvarlega.

En hvað þarf til svo að heimurinn fjari út frá kapítalisma? Svoleiðis breyting er ekki að fara að gerast á sjálfu sér og sé ég ekki annan möguleika á því en einmitt það að eitthvað stórkoslega alvarlegt gerist á þessarri plánetu þar sem flestir lifa það ekki af og þeir fáu sem eftir verða gætu komið sér saman um að breyta um stjórnkerfi. En aftur á móti þá eru það einmitt þessi peningagráðugu svín sem eru líklegust til að koma sér fyrir í allskonar neðanjarðarbyrgjum til að lifa af slíkar hörmungar.

Svo lausnir eru til við flestum eða mörgum þeirra þátta sem verður að laga eru til. En við eigum það svo mikið til að safnast saman í fylkingar og vinna gegn hvoru öðru, það sem hefur virkað mjög vel í gegnum söguna er hræðsluáróður. Upp á að fá fólk sem hraðast á einhverja ákveðna skoðun svo það er spurning hvort við eigum að gefa allt í slíkann áróður með það að leyðarljósi að bjarga því sem bjarga verður. Eða reyna að finna upp hjólið með annarri aðferð sem fær alla til að koma sér af stað til verka, aðferð sem mun kannski ekki virka en ekki höfum við mikinn tíma í slíka tilraunarstarfsemi. Engann í rauninni.

Það er kannski óraunhæft að fara í vegferð til að knésetja kapítalismann en minna að reyna að þurrka út landamæri, minnka neyslu gríðarlega, setja lög á fyrirtæki, banna tilgangslausar flugferðir, koma upp vertical farming verksmiðjum, mennta fólk, gefa því getnaðarvarnir, fara í mikla ræktun á hampi, fá fólk til að breyta hugsunarhætti sínum og gera það nægusamara.

Hætta að einbýna á einhverja eina tækni umfram aðra á ákveðnum sviðum eins og með rafmagnbílavæðinguna. Af hverju er ekkert talað um og settar upp metangasstöðvar? Við getum framleitt talsvert magn af metan og mikið af því bara eytt. Eyðum þeim sem orkugjafa alls kyns vélar. Og vetni, af hverju eru vetnisvélar ekki talsvert algengar hér á landi, ekki er flókið að búa það til og nóg eigum við af vatni. Í rauninni þurfum við ekki einu sinni að byggja innviði fyrir vetnisvélar því það er alveg gerlegt að útbúa slíkar vélar sem búa til vetni sjálfar á rauntíma úr vatni. Við höfum innviði útum allt hvað vatnsnotkun varðar.

Vonandi eru til auðveldari leiðir en þær sem ég nefni en ég hef ekki rekist á þær og hef ég mikið pælt í þessum málum eins og sést á þessu bréfi mínu. Fólk er bara of skammsýnt en við verðum að hugsa lengra fram í tímann.

Samfélaginu verður að breyta og það strax, við verðum að skerða lífsgæði okkar mikið og það strax. Ef fólk almennt er ekki tilbúið í það þá er baráttan nú þegar töpuð og allt umtal gagnslaust. Við erum í bráðri neyð og þurfum því að bregðast við sem hæfir því. Réttindi fólks þarf að hunsa til skamms tíma með langtímasjónarmið að leiðarljósi, réttindi sem tengjast þessum vanda. Löggjafinn þarf að neyða fyrirtæki til róttækra aðgerða og m.a. neyða þau til að setja upp góðann mengunarvarnarbúnað ellegar þeim verksmiðjum verði einfaldlega lokað með valdi. Þótt vega og meta þurfi eftir atvikum hvort það búi til meiri vanda en ella.

Einfaldasta aðferðin væri einræði einhvers sem brennur fyrir þessum málum og er vel upplýstur, en það er aldrei að fara að gerast svo að við verðum öll sem eitt að standa saman og gera allt sem við getum, löggjafinn sérstaklega.

Við höfum tæknina nú þegar til að gera flest allt betra, við þurfum bara að drattast til að nota hana, sama hvað það kostar. Peningar skipta engu máli þegar allt fer á versta veg.
Að halda í þetta einkennandi hugarfar okkar: “Þetta reddast” er stór hættulegt í þessu máli. Þetta reddast ekki neitt nema allir láti það gerast, allir.

og myndi sístækkandi vindmyllugarður uppá hálendi íslands ekki vera okkar besta mögulega framlag?

Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við því að þú færð það út af þessarri langloku minni, vindmyllugarð. Nema að segja bara: nei

Vindmyllugarður er verkefni sem myndi leggja á vogarskálarnar í baráttunni við hnattræna hlýnun sem þú varst að tala um þarna efst.

Það vantar að það sé einhver tillaga þarna. Eitthvað konkret sem þú ieggur til að við gerum til að bæta ástandið. Það er alveg sniðugt að pæla í hlutunum og svoleiðis en einhverntíman þarf að koma fram eitthvað sem við getum gert sem bætir hlutina eitthvað.

Við þurfum að vera svolítið lausnarmiðuð. Hvað getum við gert tli að gera hlutina betri.

Vissulega myndi það hjálpa til, þessi óbyggði vindmyllugarður. En þú spurðir hvort það væri okkar besta framlag og svarið við því er nei, með áherslu á “besta” í spurningunni. Við erum að framleiða orku sem er þokkalega græn og þar sem vindmyllur væru ekki að koma í stað mengandi framleiðslu geta þær ekki verið okkar besta framlag. Sérstaklega líka í skjóli kolefnisbindandi plana sem eru uppi hjá t.d. Orku náttúrunnar og Landsvirkjunar (og það að forstjóri Landsvirkjunar talaði mest eða bara um aðgerðir fyrirtækja en nefndi ekki almenning sem að þyrfti að fara í aðgerðir gefur honum mikið og gott lof frá mér, í nýlegum fréttatímum)
Besta framlagið væri eitthvað sem við gerðum sem væri lítið, helst ekkert mengandi og kæmi í stað þess sem mengar mikið.

Þessi vandi krefst þess að við hugsum út fyrir kassann og þótt ég tali um óraunhæfa hluti eins og að knésetja kapítalisma, kínverska ritskoðunarstefnu og að galopna landamæri þá nefni ég nú samt einnig raunhæfar leiðir svo ég vísa því að

algjörlega á bug.

Eða teljast kannski eftirfarandi hugmyndir ekki sem “konkret” tillögur sem hægt er að framkvæma strax?:

Ég tel svo vera

Edit: ég ætla að breyta fyrstu tilvitnuni minni úr því að segja að það eigi ekki að setja neina áherslu á almenning yfir í það eigi að setja minnstu áhersluna á almenning.

nú veit ég ekki alveg hver þessi kolefnisbindandi plön landsvirkjunar eru.
En með vindmyllurnar þá er það þannig að við Íslendingar föttum oft ekki að heimurinn fyrir utan ísland er að mestu leyti keyrður á kolum.

Það er t.a.m. eflaust einhverjar ofurtölvur úti í heimi sem eru keyrðar á mengandi orkugjöfum sem hægt væri að færa hingað. Svo ekki sé nú talað um sæstrengi.

Já ég skil ég hefði kannski getað orðað þetta öðruvísi.
Þetta er eitthvað svo langt og mikið og þá minnka líkurnar á því að einstaka atriði verði rædd. Það verður einhvernvegin erfiðara þar sem þetta er allt innan um hvort annað í sama þræðinum. Væri sennilega betra að koma þessu á framfæri í mörgum þráðum.

Landsvirkjun:
https://www.landsvirkjun.is/sjalfbaerni/kolefnishlutlaus

Það er rétt, en ég svo sannarlega er meðvitaður um það. En ég tel einnig sæstrengur til Íslands vera bull sem ekki á að skoða. Háloftavindtúrbínur sem framleiða talsvert meiri orku en þessar venjulegu, er hægt að setja upp á fjölda staða útum allan heim mikið nær notendum orkunnar heldur en hér frá norðurhjara veraldar og tel ég það vera mun skynsamlegri lausn að hafa framleiðsluna sem næst notendanum. Það sparar líka mikla innviðauppbyggingu. Skárra væri að fara í þróunarsamvinnu til að setja upp slíkann búnað á staðnum annars staðar frekar en að útbúa slíkt hér til útflutnings.

Kjarnorka búin til í molten salt reactor orkuverum sem notast við thorium er eitthvað sem verður að nota, sem er reyndar ekki tilbúið til útfærslu eins og er en það er á góðri leið. Um leið og það gerist þá verður sæstrengur sjálfkrafa óþarfur með öllu. Tala nú ekki um fusion power en það er einnig í framtíðinni og ætti helst ekkert að vera að ræða þetta eins og er vegna þess.

En vandinn er svo miklu miklu meiri heldur en orkuframleiðsla og stór hluti vandans er sá að við erum ekki að nota bestu mögulegu tækni sem hægt er.

Einnig er hægt að láta kolabrenslu menga mikið minna en hún gerir með því að setja upp fullkomnasta mengunarvarnarbúnað sem völ er á hverju sinni. En löggjafinn verður að neyða fyrirtækin til þess, sem hann er ekki að gera, allavega ekki nærri því nógu mikið. Af því, er virðist, almenningur á að redda þessu og óraunhæf von um að fyrirtækin geri það af sjálfsdáðum.

Og ég veit að þetta er langt, mjög langt hjá mér en það er bara svo gríðarlega margt sem er samtvinnað í þennan vanda og mikilla og hraðra aðgerða er virkilega þörf á. Enginn er að gera nærri því nóg og enginn er með nógu góða stefnu sem er að framfylgja henni. Ekki heldur við.

Af hverju er sæstrengur bull?

Hvað eru þessar Háloftavindtúrbínur? Er búið að sýna fram á að þær virki í praksís? Maður hefur bara ekkert heyrt um þær eða neitt.

Það þyrfti náttúrulega að skoða þetta thorium og hversu líklegt það er til að slá öllu öðru við innan 40 ára. Og ef svo er, fara að leggja þróun þess lið. Hlýtur að vera arðbært í leiðinni ef sú er reyndin.

En ef thorium er ekki að fara að gerast þá megum við ekki láta þennan thorium möguleika aftra okkur frá því að takast á við vandann sem blasir við núna.

Það er flott hjá Landsvirkjun að vera með þessa kolefnisjöfnun. En vandamálið er að þetta er ekkert sem skalast upp. Það eina sem raunverulega telur eru lausnir sem skalast upp.

Svo ættum við líka að taka alþjóðapólitíkina inn í þetta. Ef/þegar BNA eða Kína (eða Rússland) vill hrifsa okkur til sín, hvernig getum við búið þannig í haginn fyrir okkur og afkomendur að við höldum velli (ef við viljum það)? Og þá að við höldum velli sem lýðræðisleg þjóð með sögu, menningu og tungumál. Eða viljum við etv frekar flýja á náðir (deyjandi) Evrópu og jafnvel flytja þangað ef kostur gefst? Það er nauðsynlegt að hafa lifandi umræðu um loftslagsstefnuna okkar en umræðan um hana og um áhrif hnattrænnar hlýnunar ætti að mínu mati líka að tengjast málefnum okkar sem fullvalda ríkis (á meðan við enn höfum þann möguleika að tala sem slíkt). Viljum við Belti og braut eða bandaríska herinn? Getum við yfirhöfuð haft einhver áhrif á það?

1 Like

Ef/þegar stórveldin vilja hrifsa okkur til sín þá getum við ekkert gert hvort eð er. Ef BNA vill það þá leyfir NATO það því NATO er mest BNA, ef NATO vildi það ekki þá myndi það allt af því flosna upp í staðinn. Rússar og Kínverjar gætu sett sig á móti því saman, enda í hernaðarbandalagi og þá yrðu allsherjar blóðsúthellingar eða alþjóðlegar fordæmingar og uppgjöf sem myndu gleymast eftir nokkur ár (eins og með Krímskaga)
Ef Rússar/Kínverjar ætluðu sér það og Nato/BNA ætluðu að setja sig á móti því þá yrðu einnig allsherjar blóðsúthellingar eða uppgjöf og fordæmingar.
Svo það skiptir engu máli hvað við viljum eða gerum ef þessi ofurveldi ákveða að taka okkur til sín.
Það mesta sem við getum gert fyrir loftslagsvána er að taka okkur saman sjálf og kynna niðurstöður okkar á alþjóðlegum vettvöngum, setja fordæmi, vera fyrirmynd, þrýsta á aðra til að gera það sama og betur og vona að aðrir hlusti á pínu litla Ísland. En við þurfum þá aldeilis mikið að taka okkur til og fara að gera eitthvað miklu, miklu meira en að banna bensín/dísel bíla og moka ofaní skurði.
Bandaríski herinn hefur ekkert með að gera að vera hérna, ekki nema bara að auka tilgangslausa spennu á Rússa en belti og braut er eitthvað sem við ættum að taka þátt í því það tengir saman allanna heiminn betur sem myndi auka skilvirkni vöruflutninga og minnka kolefnisfótsporið. Ættum ekkert að taka þátt í þessu af því að þetta er á vegum Kína, heldur vegna þess að þeir eru sá einu sem eru með svona stór plön sem komin eru á gott skrið.