Aðlögun að loftslagsbreytingum í 21. öld (Ályktun?)

Sæl öll! Ég er ekki alveg viss um hvernig kerfið sé ætlað að virka; er bara nýlega kominn að geta skilið íslenskuna notaða í stjórnmálum (sæmilega og hægt). Ég hugsa nú um hvort ég ætti að setja mál í kosnigakerfið líkt því sem fer eftir:

Álykta Píratar eftirfarandi:

Stjórnvöld eiga að skapa plön aðgengileg almenningi til þess að öryggi og tilvera ríkis og þjóðar sé varðveitt þrátt fyrir að jörðin hlýni mögulega að takmörkum þriggja gráða um árið 2055 og fimm gráða um árið 2090, miðaðra við hitastigið loftslagsins um árin 1850-1900 og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum (IPCC).

Greinargerð:

Loftslagið árið 2019 er einni gráðu hlýrra en um 1850-1900. Það er alveg mögulegt að loftslagið hlýni að 3C um 2055 og 5C um 2090.

Sameinuðu þjóðirnar létu spá í fjórar atburðarásir í fimmtu skýrslunni um loftslagsbreytingar árið 2014 (IPCC Fifth Assessment Report (IPCC AR5 WG1)), atburðarásir sem heita á ensku “Representative Concentration Pathways (RCP)”. Tölurnar eru gefnar hér miðaðar við hitastigið loftslagsins um árin 1850-1900 (“preindustrial”), RCP8,5 er stundum kallað “business as usual” og “líkleg” þýðir að það sé 66% líklegt að veruleikinn yrði í þessari spönn (svo að það sé 17% líklegt að veruleikinn yrði yfir spönninni):

 Hlýnun miðuð við árabilið 1850-1900, Celsius gráður
Árabil:		2046–2065 (um 2055)		  2081–2100 (um 2090)			kolefnislosun félli
Atburðarás:	Meðaltal og "líkleg" spönn	Meðaltal og "líkleg" spönn	eftir árabilið:
RCP2,6:		1,6 (1,0 til 2,2)		  1,6 (0,9 til 2,3)			2010-2020
RCP4,5:		2,0 (1,5 til 2,6)		  2,4 (1,7 til 3,2)			um 2040
RCP6,0:		1,9 (1,4 til 2,4)		  2,8 (2,0 til 3,7)			um 2080
RCP8,5:		2,6 (2,0 til 3,2)		  4,3 (3,2 til 5,4)			(félli ekki)

Samkvæmt vefsíðunni “Climate Action Tracker” desember 2018 stefna með lögum (“Current Policies”) þjóðir jarðar að kolefnislosun sem ylli hlýnun um 3,3C fyrir 2100, en lofa öðrum hverjum því að stefna með lögum (“Pledges and Targets”) að kolefnislosun sem ylli hlýnun um 3,0C. Báðar þessar tölur sitja milli RCP6,0 og RCP8,5; með því að brúa (eða innreikna – “interpolate”) fær maður slíkar spannir:

 		Hlýnun miðuð við árabilið 1850-1900, Celsius gráður
 Árabil:		2046–2065 (um 2055)		  2081–2100 (um 2090)
 Atburðarás:	Meðaltal og "líkleg" spönn	Meðaltal og "líkleg" spönn
 Lofað:		  2,0 (1,5 til 2,5)		  3,0 (2,2 til 3,9)
 Stefnd:		2,1 (1,6 til 2,7)		  3,3 (2,4 til 4,3)

Við þurfum að skipuleggja við því nokkuð líklegu að gerast. Væri 17% líkindi að kvika yrði, kysi maður aldrei að vera farþegi í flugvél sem myndi falla úr loftinu er hún færi í kviku. Við mættum vera að lífi árið 2055 og líklega börnin, og barnabörnin árið 2090; biðin er ekki löng.

https://en.wikipedia.org/wiki/Representative_Concentration_Pathway
http://www.climatechange2013.org/images/report/WG1AR5_SPM_FINAL.pdf
https://climateactiontracker.org/global/cat-thermometer/
https://climateactiontracker.org/media/images/CAT-Thermometer-2018.12-3Bars.original.png

Með tilvísun í Grunnstefnu Pírata:

 1. um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu, heila.
  4.3 Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.

Hvað segið þið? Passar það í kosnigakerfinu? Getur það verið bætt?

1 Like

Hæ, velkominn.

Það myndi amk. þurfa að boða félagsfund til að geta sett í gang kosningu. Ég held það mætti alveg fikta aðeins í orðalaginu og svona.

Má ekki bjóða þér að boða fundinn? Mér finnst það allavega skemmtileg leið til að virkja sig í félaginu og finna að þetta er kerfi sem býður upp á að félagsfólk geti haft frumkvæði.

Mér finnst reyndar ekki verra að benda á að við höfum nú þegar ágæta loftslagsstefnu, en það getur vel verið ástæða til að taka hana til endurskoðunar eða taka upp sérstaka aðgerðahvatningu til viðbótar.

1 Like

Við erum soldið svona:

það vantar allan Elon Musk í okkur. Að koma hlutunum í verk.

1 Like

Já, ætla að boða fund tiltölulega brátt. :slight_smile: Ég er viss um að orðalagið breytist; það er lengsta skjal samið nokkurn tíma af mér á íslensku.

En skjalið varðar ekki beint því sem loftslagsstefnan snertir; fín aldeilis sem hún er, snertir hún ekki aðlögun, sýnist mér. Hún varðar helst viðnám. Þrátt fyrir að við gerum allt sem við getum, mannkynið breitt gæti valið að gera lítið; og þrátt fyrir að mannkynið geri allt mögulegt, gætum við verið óheppnir og farið að 3C, sem væri mjög hættulegt.

1 Like

Hlýnun jarðar er talin um ein gráða síðan um iðnbyltinguna. Á þessarri einni gráðu eru veðurofsar orðnir ógnvekjandi oft á tíðum og stór landsvæði við norður heimskautabaug farin að brenna það mikið að myndist neyðarástand (Noregur og Svíþjóð sérstkalega fyrir ekkert svo löngu síðan.
Ég vil ekki verða vitni af tveimur gráðum í viðbót, en það mun ég gera því við, sem og aðrir, erum ekki að gera nærri því nóg til að minnka losun. Forgangsröðunin er fáránleg og skemmandi því aðal áherslan, virðist vera, er að almenningur eigi að redda þessu.
Málið er að það á alls ekki að leggja neina áherslu á almenning. Áherslan á að vera eingöngu á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki sérstaklega. Almenningur kaupir bara og notar það sem honum er leyft með lögum og þær afurðir sem koma frá fyrirtækjum sem yfirleitt eru gróðafíknar, náttúruskemmandi fyrirtæki.

Svo að ég stórlega efast um að nein plön til að

Sé eitthvað að fara gera neitt sem skiptir einhverju máli.

Fimm gráður… Fokk…

Mér finnst t.d. að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eigi að blæða fjárhagslega fyrir þá losun sem myndast af því að flestir borgarar sitji fastir í umferð á hverjum degi og menga þar með án þess að hreyfast einu sinni. Þá væri meiri og raunveruleg pressa á að tækla umferðarvandann, vandann sem er meiri loftslagsvandi en umferðar. Gatnakerfið og skipulagið er jú á ábyrgð þeirra sem hafa skipulagsvaldið, ekki almennings.

En allavega, þá er ég með hugmynd:
Ég geri mér grein fyrir að við erum ekki að fara að redda neinu í þessum málum, beint.
En við gætum lagt okkar að mörkum óbeint.
Núna er áhugi annarra stórþjóða að aukast á Íslandi, bæði almennt og í gegnum batterý eins og málefni norðurslóða.
Svo við erum í kjör aðstæðum til að vera með yfirlýsingar svo eftir sé tekið og mark tekið á.

Til er aðferð sem verið er að nota, sem gæti slegið tvær flugur í einu. Þ.e. að græða upp land og auka fæðuöryggi í heiminum. Það er maður úti í heimi, sem með frekar einföldum og ekkert svo dýrum aðferðum hefur grætt upp dautt land sem er margfallt stærra en Ísland (40 milljón ekrur). Þá á ég við land sem er allt að því að vera eiðimörk. Þessi maður fullyrðir að ef hans aðferð yrði notuð á hluta þess lands sem er nú orðið að eiðimörk í heiminum, að þá myndi það binda það mikið kolefni að styrkur þess í andrúmsloftinu yrði á par við hvað það var fyrir iðnbyltingu. Við þetta notar hann búfénað til að ganga um eftir sérstöku kerfi sem veldur því að gróður myndist.
Þetta hljómar kannski fáránlega og er ég ekki sá besti í að útskýra þetta. En maðurinn fékk mikið lof fyrir sína ræðu er hann sagði frá þessu hjá TED ed á sínum tíma:

Það sem ég vil sjá er að Allan Savory eða einhver á hans vegum, því hann er að nálgast nírætt, verði fengin hingað að halda fyrirlestur fyrir sem flestum eyrum. Eyrum þeirra sem hafa eitthvað vald til að gera eitthvað með þetta á einhverri af þeim ráðstefnum sem haldnar eru hér. Þú @XandraBriem ert varaborgarfulltrúi, gætir þú ekki komið þessu í kring? Látið okkur litla Ísland beina kastljósinu af þessarri góðu lausn, þú veist líka öruglega betur hvaða tímasetning væri áhrifamest og líklega betra ef slík beiðni kæmi frá “yfirvaldinu” sem þú ert jú partur af.
Jafnvel að @helgihg geri eitthvað með þetta líka, af sömu ástæðum?

Jafnvel notað þessa aðferð hér á landi til að græða upp þessar auðnir sem við höfum og komið landinu í það horf sem sögur segja af að hafa verið hér við landnám þar sem landið var skógi vaxið, auðvitað þyrfti að planta trjám líka í viðbót við þessa aðferð. Breytt ÍSlandi í GRÆNland. Það myndi óneitanlega vekja mikla athygli.

Ég ætlaði að vera búinn að senda erindi hvað þetta varðar á Guðmund Inga umhverfisráðherra en hef bara ekki komist í það enþá.

Góðar hugmyndir að lausnum við svona gríðarstórum vanda ættu allir að hlusta á, finnst mér

…fimm gráður er allt of, allt of mikið

1 Like

Gott framtak. Ég hlakka til að fara á fundinn og setjast yfir tillöguna og setja svo í kosningakerfið ef við erum í stuði :slight_smile:

Það væri hægt að tvinna ræktunarpælinguna saman við vindmyllupælinguna:

Og hafa bæði vindmyllugarð og gróður á sama landinu. Tvínýta eyðimörkina.

Notum þá betri gerðina af vindmyllum.

Annars virðist nákvæmlega enginn áhugi vera fyrir raunverulegum lausnum. Erum að reyna að láta jarðefnaeldsneytisbílana fjara út og er það bara fínt og kallað “ágætis loftslagsstefna”
Sem það er engann veginn ágætt. Ef markmiðið væri og unnið hart að því að ísland yrði kolefnislaust strax í næstu viku þá væri kannski hægt að kalla það ágætis stefnu.

Að því sé ekki sýndur neinn einasti áhugi þegar maður bendir á mögulega lausn, og frekar eimfalda í framkvæmd, segir mjög margt og sýnir fram á almennt áhugaleysi gagnvart þessu málefni.

Núna fyrir nokkrum árum þá tóku vísimdamenn sig saman og vöruðu við ósóneyðandi efnum, að það væri komið gat á ósonlagið. Allir tóku sig til og hættu notkun þeirra (þótt örfáir svartir sauðir voru í því eins og öllu öðru) og núna sjáum við fram á að ósonlagið er að verða eins og það á að vera.

Núna eru vísindamenn búnir að tala um loftslagsvandann í marga áratugi, ég rakst á viðtal við Carl Sagan frá því 1970 og eitthvað þar sem hann talar um að afleyðingar jarðefnaeldsneytisbruna muni gera loftslaginu einmitt það sem það hefur gert.
Vísindamenn hafa oft hrúgað sig saman og kallað á aðgerðir og eru beinlínis farnir að öskra á aðgerðir í lotslahsvandanum, ítrekað.

Hvað gerum við, eða þeir sem ráða? Bönnum mengunarbíla fyrir 2020 eða hvenær sem það er. Okei flott, þá er komin ágætis loftslagsstefna.

Í hvaða veruleika lifir þetta fólk, þykist það hafa meira vit á loftslagsvandanum heldur en yfirgnæfandi meirihluti loftslagsvísindamanna? Eða er það svona veruleikafirrt að það gerir sér engann veginn grein fyrir vandanum?
Vandanum sem margir vísindamenn segja að við séum á barmi óafturkræfanlegra áhrifa hnattrænnar hlínurnar þar sem engu máli skiptir hvað við gerum því ástandið mun keðjuverkandi gera sjálft sig verra og verra þangað til jörðin verður óbyggileg fólki. Þ.e. ef við ands*****st ekki til að gera eitthvað mikið og róttækt ekki seinna en strax!
Og hvað er gert? Sökinni náttúrulega fyrst skellt á almenning þótt að allir hugsandi menn sjái það að þetta er að mestu tilkomið vegna risa stórra kapítalískra gróðafíknar framleiðslufyrirtækja. Fyrirtækja sem spila bara eftir reglum sem stjórnmálamennirnir setja. Og hvað meir? Bönnum bílana og köllum þetta bara ágætt. Jú mokum ofaní nokkra skurði og rífumst aðeins líka um hvaða skurði má moka ofaní og hverja ekki, skulum helst ekkert einu sinni sleppa utanlandsferðonum sem alveg vel hægt er að sleppa.

Ég t.a.m. neitað frírri utanlandsferð um daginn út af mengun þótt mér hafi mikið langað. Að gera það á varla að vera til umhugsunar, en allt of fáir myndu neita slíku boði. Þeir kannski kaupa rafmagnsbíl næst.

Að við Íslendingar getum ekki hysjað upp um okkur buxurnar, tekið róttækt á málinu þótt það þýðir hnignun í landsframleiðslu og verið fyrirmynd annarra í þessum efnum. Gefur mér enga von um að aðrar þjóðir geri nærri því nóg heldur.

Elon Musk er óðfluga að verða eina von mannkyns um áframhaldandi líf fólks næstu áratugina.

Það er virkilega, virkilega sorglegt.

Ekkert annað en þetta á að skipta máli því það verður ekkert eftir ef þetta er ekki látið skipta öllu máli.

Hvað helduru að það myndi vekja mikla athygli og ýta undir aðra ef við myndum gera heilt land grænt? Heilt land, lítið land svo það er fljótar að gerast, en heilt land engu að síður. Allir myndu horfa upp til okkar og vilja vera með.
Fólk á vegum mannsins í póstinum mínum að ofan hefur nú þegar grætt upp landssvæði sem er margfallt stærra en ísland.

Af hverju er ekki áhugi fyrir þessu? Af því að hann er ekki að nota einhverjar risastórar vélar sem draga smá kolefni úr andrúmsloftinu? Vélar sem þarf fullt af málmum í, sem eitthvað kapítalískt svín getur selt, vélar sem nota fullt af orku sem mikið er búin til með kolefni.

Hann er bókstaflega að láta búfénað labba um eftir einhverju ákveðnu kerfi, míga og skíta útum allt og dautt landssvæði verður aftur grænt.
Loftslagið með þessu gæti orðið á par við hvernig það var FYRIR IÐNBILTINGU!
á sama tíma hjálp til lausna gegn fæðuskorti í heiminum með öllum dýrunum sem hann þarf.

Ég veit að búfénaður mengar mikið en það er minnimáttar hjá þeim dýrum sem notuð eru í þetta ef kolefnisbindingin sem þau valda er reiknuð líka með, sem að sjálfsögðu á að gera.

Nei skulum bara gleyma þessu bönnum bara bíla, er svo óþægilegt að fara að gera eitthvað meira.

Er framtíðarsýn fólks engin? Eða einskorðast hún kannski við blinda von um að vísindamenn þrói skaðlaust efni sem endurkastar sólarljósi úr lothjúpnum sem er spreyjað yfir okkur öll, eða að þeir geri sólarsegl til að skýla jörðinni? Aldrei skal stóla á tækni sem ekki er til í nútíma því engin leið er að vita hvenær hún verður tilbúin til notkunar, eða hvort.

Það verður ekkert meira eftir ekkert svo langann tíma.
Ekki með þessu áframhaldi a.m.k, ekki væri ég til í að eignast barn í dag, barn sem á enga raunverulega framtíð. Ekki nema það hoppi uppí hjá Musk

1 Like

Þetta er mjög góð umræða og nánast það fyrsta hér sem ég sé í þessa átt, sem sé að plana og ræða hvað ætti að gera núna til að takast á við þær afleiðingar sem hlýnun jarðar orsakar. Ég álít að það séu meira en 17 % líkur á að þetta hellist yfir mannkynið.

Að ræða um hvernig við tökum á þessu er tímabært og mjög gott framtak. Margt mun þurfa að rannsaka og skoða og það sem er mikilvægast er að ná að skapa samhug, frið og samvinnu. Fátt eitt má nefna sem þarf að huga að og vinna með og verður áhugavert að halda þeirri vinnu áfram:

Áskoranir:

 • Fólksfjölgun, núverandi vandi.
 • Breytingar á gróður-,fisk-, fugla-, skordýra- og öðru lífríki, byrjað.
 • Tilfærsla á fólki frá verri bú-/ræktar svæðum, byrjað.
 • Flótti frá svæðum sem eru ekki lengur byggileg, byrjað.
 • Fjárhaglegur óstöðugleiki sem hætta er á að muni knýja átök og baráttu um gæði.
 • Síðan margt, margt fleira

Þarf að m. a. að vinna að:

 • Samvinnu rannsókna- og vísindasamfélags til að vinna gegn vandanum, koma með lausnir.
 • Samvinnu stjórnvalda/fólks í stað átaka og stríðs milli svæða, landa, heimsálfa.
 • Koma á og skapa í heiminum friðarhugsun í stað átakahugsunar.
 • Almennar lausnir í stað sérhagsmuna
 • Skoða og skapa lífvænleg svæði og aðstæður og annað tengt búsvæðum á nýjum svæðum
 • Tryggja matvælaframleiðslu og umhverfi eins og hægt er,
 • og svo má lengi áfram telja.