COVID-app, persónuvernd, öryggi og opinn kóði

Ég held að þarna sé í raun þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Appið snýst fúndamendalt um að gera kleift að gera hluti sem, ef við tökum mark á ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda, á að vera óþarfi. Þú átt ekkert að vera í vandræðum með að muna hvert þú hefur farið undanfarið: Heima, vinna, verslun þegar nauðsyn krefur. Af hverju kynna til sögunnar hausverkinn í kringum persónuvernd sem þessu fylgir? Af hverju mæla með því að nota appið?

Er búið að birta kóðann?

2 Likes

Ég tel mig góðan ef ég man hvað ég borðaði í hádegismat í gær, hvað þá hvar ég hafi verið seinustu 14 daga. Vel má vera að ég eigi að muna betur, en tilfellið er að landlæknir sjálfur telur þetta vera raunverulegt vandamál, sem einhver eins og ég á mjög auðvelt með að trúa.

Ekki ennþá, að mér vitandi. Þau ætluðu að reyna að halda mér upplýstum eftir tuðið í mér. Ég fylgist með og læt vita á þessum þræði um leið og ég veit meira.

Punkturinn er að settið “staðir sem ég hef verið á síðustu 14 daga” á að vera mjög smátt þessa dagana. Ef slæmt minni er vandamál, er þá ekki líka vandamál við að muna eftir að kveikja á staðsetningarbúnaði símans? Eða eigum við öll að hafa hann alltaf í gangi?

Sem raunar ýtir á annan punkt sem þarf að hafa í huga: Þetta krefst þess að kveikt sé á staðsetningarbúnaðinum, sem gerir að verkum að öll forrit sem hafa fengið heimild til að skrá staðsetningu geta gert það - þar á meðal kerfishugbúnaðurinn, sem t.d. í tilviki Google er vitað að hefur í einhverjum tilvikum skrásett ferðir fólks og geymt án nokkurra þeirra varna sem persónuvernd krefst. Appið er ekki allt kerfið.

Það er bara ekki þannig. Raunveruleikinn er sá að flest fólk man ekki dick og fer út um allar trissur á 14 daga tímabili ef það er ekki þegar í sóttkví.

En ég meina, fólk sem bara man þetta og er bara heima hjá sér getur þá einfaldlega sleppt því að nota appið. Flóknara er það ekki. Þetta hangir ekki bara á samþykki notandans, heldur frumkvæði hans.

Þetta er áhugaverður punktur. En vel á minnst líka, því að ég held ekki að ég sé með neitt app á símanum mínum sem upplýsir mig jafn vel um hvernig staðsetningarögn eru notuð. Flest öpp, þ.á.m. appið til að stjórnar freakin’ heyrnartólunum mínum, heimtar aðgang að staðsetningu af ástæðum sem mér eru hulin ráðgáta.

En jú, það er rétt, að það þarf að vera kveikt á GPS a.m.k. á meðan fólk er á ferðinni.

Sem undirstrikar bara að þetta er allt saman alfarið í höndum notandans. Það er ekkert í þessu sem ekki krefst bæði frumkvæðis og samþykkis hans. Það er ekkert við þetta sem hann hefur neitt annað en fullkomna stjórn yfir.

Við eigum auðvitað að standa okkur í tortryggninni og passa að þetta standist kröfur um persónuvernd og öryggi notandans, þ.á.m. gagnvart yfirvöldum. En á sama tíma ættum við ekki að láta eins og notandinn skorti bæði hug og vilja. Þetta snýst allt um sjálfsákvörðunarrétt hans. Að hans ákvarðanir séu upplýstar að fullu, og virtar.

(Þ.e.a.s. ef kóðinn sannar að þetta virki þannig… sem ég er orðinn frekar óþolinmóður af því að bíða eftir.)

Er þá ekki raunveruleikinn líka að flest fólk man ekkert eftir að setja upp app, af því að það tekur þessu ekki alvarlega?

Forrit sem þurfa náinn aðgang að Bluetooth og/eða WiFi þurfa að biðja um leyfi til staðsetningar, af því að hægt er að nota upplýsingar um nálæga aðgangspunkta og viss tæki til að draga ályktanir um staðsetningu. Basically, þeir eru að gera rétt út frá einu sjónarmiði, en með því venja þeir fólk á að leyfa staðsetningarupplýsingar mun víðar en nokkur raunveruleg þörf er á.

Eru samt engin open source öpp sem tracka ferðir símans sem eru ekki í umsjá valdstjórnarinnar? Af hverju erum við ekki að hvetja til að fólk sýsli sjálft með upplýsingar sínar en taki þó varúðarráðstafanir og velji eigin skráningaraðila svo þetta sè ekki mögulega allt í höndum ríkisins? Þjónar sama tilgangi og er ekki nærri því jafn mikil hætta á ferð.

Nú eru nafntogaðir Píratar þegar farnir að mæla með forritinu. Er eitthvað að frétta með birtingu kóðans?

Nei, og ég skrifaði grein í Kjarnann um þetta.

2 Likes

Þetta er frábær grein @helgihg, takk fyrir!

1 Like

Ég var að tala við manneskju. Samstarfsmaður var greindur með covid og allir starfsmenn skildaðir til að hlaða niður appið. Þetta er ekki gott.

3 Likes

Nei, og er á engan hátt í samræmi við upplýst samþykki. Hvar var þetta? Það þarf að setja Persónuvernd í það mál. Það er ekki hægt að neyða fólk til að gefa samþykki fyrir dreifingu persónugagna, það er mótsögn.

3 Likes

Það er ömurlegt að heyra. :cold_sweat:

Hmm… er þetta rétt?

“Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt.”

Ég vil vera jákvæður og lít þannig á að verið sé að skoða það út frá persónuverndarsjónarmiðum. Þetta er vitanlega ekki hægt nema með því að rekja ferðir allra og skrá niður sem er ekki það sem við viljum.

Það er samt mikið af grósku í þessum fræðum. Það er fullt af fólki að nálgast þetta út frá persónuvernd fyrst.

„There is a growing consensus that we must use a combined strategy of medical and technological tools to provide us with response at a scale that can outpace the speed and proliferation of the SARS-CoV-2 virus. A process of identifying exposed individuals who have come into contact with diagnosed individuals, called “contact tracing,” has been shown to effectively enable suppression of new cases of SARS-CoV-2 (COVID-19). Important concerns around protecting patient’s confidentiality and civil liberties, and lack of familiarity with available privacy-protecting technologies, have both led to suboptimal privacy implementations and hindered adoption. This paper reviews the trade-offs of these methods, their techniques, the necessary rate of adoption, and critical security and privacy controls and concerns for an information system that can accelerate medical response. Proactive use of intentionally designed technology can support voluntary participation from the public toward the goals of smart testing, effective resource allocation, and relaxing some of physical distancing measures, but only when it guarantees and assures an individual’s complete control over disclosure, and use of data in the way that protects individual rights.“

1 Like

Computerphile video sem útskýrir aðferðina sem google og apple mæla með og er ekki byggð á miðlægum gagnagrunni.

þau vildi ekki að ég deildi stað, því þau eru hrædd við að fá það tilbaka til sín. Ég er þó að hugsa hvort útfærslan á fluðstöðinni verði að sumu leiti sambærileg við þetta. og Eiginlega hverning þau ætla að flygja því eftir