Það gæti orðið mjög erfitt þar sem það er oft frekar takmarkaður hópur sem getur gefið tíma í þetta starf. Eru í góðu samstarfi við sína félaga og koma þeirra sjónarmiðum á framfæri þó þeir/þau tilheyri ekki sömu hópum.
Ég hugsa þetta frá fleiri sjónarmiðum en bara mælanlegum skamms tíma gæðum starfsins. Starfsánægja, góð innri félagsleg tengsl og að finna fyrir trausti með vel unnin verk myndi ég telja til þátta sem efla framleiðni ásamt fjölmörgum öðrum þáttum þegar fyrirbærið er skoðað heildrænt. Hugmyndir mínar með greidda fundarsetur eru margskonar, vonir mínar eru að félagsmenn fari að pæla í þessu.
En fyrst þetta kom fram þá langar mig að benda á eitt.
Með því að greiða fyrir fundarsetu eru við sem Píratar meðal annars að staðfesta í gjörðum að framlag einstaklinga í ráðum og nefndum sé vel metið vert til að efla. Á sama tíma sé ég sjónarmið þeirra sem eru ekki sammála mér og get sagt að þau sé mörg hver góð en öll sem ég hef heyrt eða lesið lyktandi af ranghugmyndum með hvað ég sé að fara.
Hér kemur líka mannlegi þátturinn inn og að framlag aðila í formlegum ráðum er ekki bara mælanlegt gildi á Excel skjali, né sé hægt að dæma það algerlega út frá hugtakinu valdi.
Margir gera lítið úr framkvæmdaráði en á sama tíma eru væntingar flokksmanna miklar og birtingarmynd þess gegnum tíðina meðal annars komið fram í vantrausti, tortryggni og stundum alvarlegu ofbeldi og mannorðsmorði.
Nú hafa komið fram nokkur sjónarmið ekki bara hér heldur líka í einkasamtölum en ekkert þeirra sem ég hef fengið og farið ýtarlega yfir er þannig uppbyggt né heimildað til þess að ég sjái bersýnilega að þetta myndi ekki ganga með vel sömdu regluverki. Útfærslan á þessu mun skipta máli en hér þurfa Píratar að fara pæla í hvernig við viljum hafa innra skipulagið okkar. Ef heildin telur núverandi fyrirkomu lag í lagi og réttlætanlegt þarf ég ef til vill að íhuga mína pólitísku afstöðu því það er verið að brjóta á tilverurétti fólks með þessu leikriti og við öll sem horfum á og gerum ekkert meðsek hvað þá hegðun varðar.
Hvað er sanngjarnt og hvað er hið rétta? Hver veit það?
Ég er afskaplega þakklátur fyrir öll þau sjónarmið sem fram hafa komið og takk @Gormur fyrir að deila þínum. Kann að meta það. Ég myndi vilja sjá ýtarleg þau sem eru harðlega mótfallin mér þar sem þau greina vel af hverju þetta væri ekki góð hugmynd.
Sammála. Ég held það líka. Það væri erfitt að móta og standsetja nýtt fyrirkomulag nema með algerri uppstokkun og verulegum vilja sem ég hef enn ekki upplifað að sé inn í myndinni. Byggum á því sem við höfum, bætum það og þróum.
Greiðslur fyrir fundarsetu eru líka ein leið til þess að kalla fólk til ábyrgðar. Þeas að fólk gefi ekki kost á sér nema að það hafi í raun tíma, getu og vilja - til þess að vinna verkin. Þannig það eru margir vinklar á þessu eins og þú nefnir. @jonasil
Takk fyrir þessar góðu pælingar Jónas!
Ég held í öllu falli að við þurfum að fara í einhverjar aðgerðir til að auka starfsánægju meðlima í framkvæmdaráði og öðrum nefndum fyrir Pírata og þetta gæti verið leið til þess.
Einnig held ég að intrinsic hvatning sé ekki síður mikilvægari, þ.e. að fólk upplifi sig gera gagn og fólk sé almennt þakklátt fyrir þann tíma og vinnu sem þau leggja í starfið. Extrinsic hvatning (t.d. laun) gerir lítið án þess að auka einnig intrinsic hvatningu.
Það sem mér finnst mikilvægast í þessu, er:
Þetta er nefnilega hárrétt greining. Það hefur verið álitið grunsamlegt eða tortryggilegt að einhver leggi sitt af mörkum í von um að vera treyst til að fá tækifæri til að gera meira, þegar það er einmitt hárrétta leiðin til þess að afla sér stuðnings og trausts; að sýna að maður sé reiðubúinn til að gefa af sér.
Nú finnst mér alveg skoðandi að greiða fyrir fundarsetu í þessar stofnanir, en það er tvennt sem fær mig ekki aaalveg á þá skoðun.
-
Vandinn sem er lýst hér að ofan (tortryggni gagnvart þeim sem eru að vinna sér inn stuðning og umboð) getur vel orðið ennþá stærri ef greitt er fyrir fundarsetu, nema það sé fyrst tekist á við þann vanda. Það er geigvænlegur misskilningur að það sé á nokkurn hátt ámælisvert, tortryggilegt eða grunsamlegt að einstaklingur reyni að ná árangri. Við þurfum fólk sem vill verða þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar. Það má ekki vera það eina sem það vill, en það þarf að vera fólk sem er til í það. Auðvitað er langeðlilegast að það byrji með því að starfa í flokknum. Það er mér hulin ráðgáta hvað eigi að vera ámælisvert við það annað en ofvirk tortryggnismenning. - En þetta sumsé tel ég forsendu þess að launuð fundarseta geri meira gagn en ógagn.
-
Mér finnst mikilvægt að við komum ekki upp ferli sem aðrir flokkar hafa hafnað af ótta við spillingu. Einhvern tíma heyrði ég, innan úr öðrum flokki, að fólk fengi annaðhvort borgað fyrir störf sín, eða fengi að taka ákvarðanir, en aldrei hvort tveggja á sama tíma. Í fljótu bragði finnst mér það alveg meika sens fyrir t.d. framkvæmdaráð, því að valda/launa-skiptingin þar er í rauninni á milli framkvæmdaráðs og framkvæmdastjóra. Hinsvegar þætti mér alveg eðlilegt, út frá þessu sama prinsippi, að t.d. úrskurðarnefnd fengi greitt fyrir sína vinnu, því hún tekur ekki ákvarðanir sem varða fjárhag eða ákvarðanir félagsins á neinn hátt, heldur sker úr um einstaka álitamál.
Hitt er síðan að það virðist almennt vera mikil eftirspurn eftir gjörbreyttu skipulagi sem gefur okkur þá kannski færi á einhverjum útfærslum á þessu sem meika sens.
Í öllu falli finnst mér þetta klárlega vera eitthvað sem við eigum að ræða með opnum huga þegar við ræðum skipulagsbreytingar á næstunni.
Orðin að “reka fólk úr flokknum” staldraði ég strax við. Lengi.
Vinsamlegast útskýrið hvernig slík ætlun stenst píratakóðann og yfir höfuð landslög.
Er þetta kannski nútímaútgáfa þess að láta viðkomandi “ganga plankann”?
Þegar ég set það sem @jonasil talar um hér að neðan í samhengi við það sem hann segi um tól til brottrekstur (hvort sem yrði um ávítunar tæki að ræða eða annað) þá skil ég svo vel hvað hann er að fara. Það er fúlt fyrir fólk sem hefur jafnvel tekið sér frí frá öðrum launuðum störfum og/eða t.d námi. Til þess að sinna hlutverkum innan Pírata launalaust á meðan aðrir fá borgað fyrir sín störf - að fá að launum baktal, niðurrif og tortryggni. Sem endar með því að engin fæst kannski lengur í þau.
Ég kom strax með þá tillögu haustið 2013 og aftur 2014. Að það væri fullkomlega eðlilegt að einstaklingar sem sem taka að sér þessa mikilvægu vinnu fengju greitt fyrir hana og taka skildi tilit til launastefnu Pírata varðandi önnur starfsmanna mál í samræmi við það.
@bofs Er einhvern tímann réttlætanlegt að reka fólk sem endurtekið er staðið að því að skapa óeiningu og efna til leiðinda innan Pírata - úr Pírötum. Kannski ekki eða mér finnst það hæpin leið (ávítanir, mun frekar leið sem er geranlegt)- en Píratar verða að horfast í augu við þann vanda sem Jónas tekur saman hér að neðan. Því hann er raunverulegur. Sérílagi verða fulltrúar Pírata sem fá greitt fyrir sín störf að taka þetta alvarlega og setja sig í spor hinna.
Nú er svolítið síðan ég las píratakóðann en myndi það standast hann að hafa fólk eins og klaustur liðið innan pírata?
Allavega stendur í grein 1.2 í grunnstefnunni: “Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru.”
Svo er varla útilokað að nú þegar séu einhverjir einstaklingar félagsmenn í Pírötum sem hafa einhverntímann gerst sekir um að vera fullir og tala dónalega á einhverjum bar.
Til er orð yfir það að útiloka tiltekinn einstakling frá því að vera með í einhverju vegna þess að hann er sá sem hann er. Það er: einelti.
Þessi pæling býður upp á stjórnleysi og rökstuðning/afsökun á hvaða hegðun sem er. Held að það sé ekki hugmyndafræði pírata. Auk þess eiga menn sem eru kjörnir af almenningi ekki að vera fullir á sama tíma og þingfundur stendur yfir
Það er alveg rétt en líka allt annað mál því ég var bara að meina hinn almenna félagsmann en ekki kjörna fulltrúa. Mikilvægt er að gera greinarmun þar á milli og ekki er óeðlilegt að gera ríkari kröfur til kjörinna fulltrúa um háttvísi og heiðarleika en hins almenna borgara, því það er ekki glæpur að vera fáviti og ekki heldur að finnast einhver vera fáviti, þó þú myndir kannski ekki kjósa einhvern sem þér finnst vera fáviti.
Einfalt. Píratakóðinn hefur ekkert vægi; hann er þýðing á kynningartexta sem var fenginn erlendis frá, og hefur aldrei verið ætlaður sem einhverskonar mælistika á hegðun Pírata. Landslög setja síðan enga kröfu um það að öllum verði að vera heimilt að eiga aðild að öllum félögum; félagafrelsi krefst þess aðeins að ríkið setji ekki hömlur á aðild einstaklinga. Ef lög Pírata innihalda ákvæði um að aðild einstaklinga geti verið felld niður er ekkert í landslögum sem aftrar því.
Ég er að vísu sammála því að ekki eigi að vera um neinn algjöran brottrekstur að ræða; Píratar eru í grunninn byggðir á þeirri hugmynd að við getum útkljáð stjórnmálin án þess að fara í gegnum Alþingi og aðrar fulltrúastofnanir, sem felur í sér að aðild að Pírötum á ekki að útheimta neinskonar skuldbindingu. Öðru máli gegnir um þá sem eru í ábyrgðarstöðum á vegum flokksins og/eða taka þátt í umræðuvettvöngum á vegum flokksins - en mér þykir sjálfsagt að einhverjar reglur séu til staðar til að útiloka fólk sem sýnir ítrekað óæskilega eða hættulega hegðun úr slíku. Það er hinsvegar með öllu ómögulegt að gera það á grundvelli einhverra geðþóttaákvarðana eða laumulegra ferla - en á meðan regluverkið er ekki til staðar verður gripið til slíkra aðferða bak við tjöldin.
Nei, ég segi þvert á móti að þessi tortryggni sé vandamál sem ekki verði leyst nema við tökum ákvörðun um að hún verði ekki liðin. Það þýðir meðal annars að ekki verði hlustað á hana sem rök gegn því að breyta skynsamlega.
Ég var nú eiginlega frekar með grunnstefnuna í huga en slysaðist til að nefna píratakóðann.
En gott og vel. Ég get tekið undir að það geti verið réttlætanlegt að hafa einhverjar reglur um afleiðingar ef fólk sem hefur tekið að sér ábyrgðarstöður brýtur gegn því trausti sem því hefur verið sýnt. Aftur á móti væri óeðlilegt að setja reglur um brottrekstur almennra félagsmanna, því eins og fyrr segir er hætt við að talsvert myndi fækka í flokknum ef allir yrðu reknir úr honum sem hafa eitthvað ámælisvert á sínum ferli. Langflest venjulegt fól á líka sinn skítuga þvott sem þolir illa dagsljósið.
Ööö … ha?
Hvar sást þú stungið upp á því? Það sem hér er til umræðu er að búa til regluverk til að vísa brott fólki sem hefur í starfi sínu fyrir Pírata brotið gegn öðrum flokksmönnum. Það er ansi langt stökk frá því yfir í að meina fólki aðild fyrir óskylda hluti - eða einu sinni yfir í að ætla að enginn megi móðga annan Pírata án þess að eiga brottrekstur á hættu. (Þó það verði oft þannig, ef ekkert regluverk er til staðar, að menn eigi þá útskúfun á hættu … en það er annar handleggur.)
Takk fyrir þessar skýringar, en hvort er þá verið meina að vísa viðkomandi brott frá umræddum störfum, eða alfarið úr flokknum?
Hvort heldur sem er. Persónulega er ég ekki hrifinn af hugmyndinni um að reka fólk úr flokknum, af ástæðunni sem kom fram áður: Flokkurinn var stofnaður með þá hugmynd að leiðarljósi að flokksaðild væri ekki skuldbinding eða yfirlýsing um stjórnmálaskoðun eða neitt annað en aðgangsmiði að stefnumótunarkerfi flokksins. Ég sé hinsvegar alveg að þróunin hefur verið drastískt í þá átt að flokkurinn sé mun keimlíkari því hvernig aðrir stjórnmálaflokkar starfa, og þá ekki síst í því að tengslin milli kjörinna fulltrúa, ábyrgðarmanna flokksins, og almennra félaga hans séu í svipaða átt og gerist annars staðar. Það kæmi mér ekki á óvart þó þetta héldi áfram, þannig að á endanum verði það í reynd aðeins þeir sem hafa áhuga á að vera í einhverskonar ábyrgðarstöðu sem verði skráðir í flokkinn. Við slíkar aðstæður gæti verið æskilegt að hafa brottrekstur úr flokknum sem einskonar lokaúrræði.
En við slíkar aðstæður væri ég líka steinhættur að hafa áhuga á skipulagi flokksins…
Það minnir dálítið á fyrirkomulag Hreyfingarinnar, forvera Pírata, þar sem var engin sérstök félagaskrá heldur máttu allir vera með í starfinu sem vildu og það þurfti ekkert að setja nöfn þeirra sérstaklega blað nema þeir gengju í ábyrgðarstöður fyrir hreyfinguna.
Já. Við höfnuðum því skipulagsleysi meðvitað á sínum tíma, enda er það mjög góð uppskrift að (óformlegri) valdþjöppun innan flokksins.
Í stuttu máli sé ég stöðuna svona: Ef Píratar fara ekki að greiða fyrir ábyrgðarstörf sem unnin eru fyrir flokkinn, oft viðamikil, og halda áfram að tipla á tánum í kringum fólk sem heimtar að aðrir sjálfboðaliðar geri hinn og þennan hlutinn, þá verður enginn eftir sem hefur tíma eða nennu til að sinna neinu innan flokksins nema starfsfólk sem er ráðið inn með mjög missterkan áhuga á starfinu og kjörnir fulltrúar. Í flokki sem átti upphaflega að sýna að við getum unnið stjórnmál á hátt sem er ekki fyrst og síðast háður því hvað útvaldir fulltrúar vilja er það hreinn banabiti.
Sammála síðustu athugasemd þinni.