Greidd fundarseta og tól til að reka fólk úr flokknum

Mig langar að koma þessu að aftur. Að lagtæknlega séð - sé það mjög hæpið að hægt sé að búa til formlega brotrestra- ferla á félagsmönnum sem þykja ósæskilegir. Píratar þyggja rekstrarfé frá almenningi. Það er líklegast ástæðan fyrir því að svona er aldrei uppi á borðum heldur fólk hrakið (rekið) burt með öðrum hætti. @odin

Ég ætla að taka undir með þeim sem hafa sagt að greiningin á vandanum er algjörlega rétt. Það er rosalegur tortryggnikúltúr í flokknum sem hefur fengið að grassera allt of lengi.

Fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum innan flokksins gerir sig strax að skotskífum, það þykir bara eðlilegt og liður í hinum háheilaga ‘flata strúktúr’ að tortryggja þetta fólk og gera allt til að grafa undan því og heilindum þess. Það er stöðug valdabarátta í gangi utan formlegra ferla sem byggist á klíkumyndun, gróusögum og liðaskiptingu. Mörk milli þeirra sem eru skipaðir til að gegna ákveðnum embættum eða ráðnir í störf eru stöðugt afmáð, það er einfaldlega vaðið yfir þau og enginn fyrirsjáanleiki í því hvaða áreiti fólkið sem vinnur vinnuna þarf að takast á við frá degi til dags.

Um leið og sett er út á þetta og farið fram á lágmarks vinnufrið er farið í það að láta mann skammast sín fyrir að vera ópíratalegur, vinnufriður er nefnilega skammaryrði hjá Pírötum af því það á allt að vera uppi á borðum alltaf og hver og einn á að geta verið með nefið í því sem aðrir eru að gera hvenær og hvernig sem viðkomandi dettur það í hug. Einföld krafa mín í ljósi þeirrar reynslu sem leiddi til þess að ég hreinlega hrökklaðist frá því að starfa fyrir framkvæmdaráð, að það væri einhvers konar lágmarks strúktúr á fundum þannig að fólk gæti ekki bara mætt óumbeðið á fundi ráðsins (eða í boði einhvers hluta framkvæmdaráðsins samkvæmt einhverju makki bakvið tjöldin) fannst mér hreinlega vera hundsuð af flokknum. Nú veit ég svo sem ekki hvernig þetta hefur verið unnið áfram en bara þetta atriði væri mjög til bóta og er í samræmi við það sem þykja eðlileg vinnubrögð alls staðar annars staðar, að fólk sem er að mæta á fundi geti haft smá fyrirsjáanleika á því hvað er að fara að gerast á fundinum og að þar hafi allir sem sitja í framkvæmdaráði aðgang að sömu upplýsingum. Tími fólks er dýrmætur, ekki síst fólks sem er að vinna í sjálfboðavinnu, og það er einfaldlega vanvirðing gagnvart þessum tíma að geta ekki haft lágmarks aga í vinnubrögðum. Það er líka ekkert lýðræðislegt eða gagnsætt við það að fólkið sem hefur til þess tíma og orku geti mætt á hvern þann fund framkvæmdaráðs sem því dettur í hug óumbeðið í því skyni að hafa áhrif á hann. Þetta fyrirkomulag er einfaldlega nánast hannað til að ýta undir óformlega og ógagnsæja klíkumyndun.

Einnig held ég að það væri í alvörunni líka til bóta að lengja þann tíma sem fólk getur setið í framkvæmdaráði. Ég held að hluti vanda ráðsins séu örar útskiptingar og óstöðugleiki sem þær skapa. Ég auglýsi eftir góðum rökum fyrir núverandi fyrirkomulagi, en það sýnist mér vera byggt á og ýta undir vantraustsmenninguna - að það sé einhvern veginn gefið að fólk muni ‘spillast’ á of langri setu í þessari ólaunuðu stöðu og þess vegna þurfi að skipta því strax út. Mér finnst sérstaklega klikkað að það eru þarna gerðar meiri kröfur til meðlima framkvæmdaráðs en til kjörinna fulltrúa.

Þetta eru sumsé tvær hugmyndir frá mér, agaðri fundir og lengri tími sem fólk má sitja í ráðinu. Að taka upp greiðslur fyrir setu í framkvæmdaráði finnst mér alls ekki slæm hugmynd en ég er ekki viss um að það leysi grunnvandamálið. Eins er með þá pælingu að leyfa brottrekstur úr flokknum, henni er ætlað að leysa þann vanda að fólk er að skapa slæman móral innan flokksins en ég held að þar þurfi mun fleira að koma til. En þessi umræða sem hér er í gangi er klárlega fyrsta skrefið, að viðurkenna að kúltúrinn er rotinn og sýna vilja til að breyta honum með því að standa í hárinu á þeim sem eru að grafa undan honum og koma upp breyttum ferlum sem eru síður til þess fallnir að stuðla að slæmum kúltúr.

4 Likes

Er með svipaðar pælingar með stjórnir aðildafélaga. Þar er kosið til 1 árs. 1 ár er skammtíma skuldbinding, 2 til 4 ár mundi ég telja að væri flottur tími. En er ekki búinn að fullmóta mínar hugmyndir með aðildafélöginn.

En að framkvæmdaráðinu, þá þarf að skapa stöðuleika og heilbrigt vinnuumhverfi. Væri þess virði að skoða lengingu á kosningu.

2 Likes