Hringrásarsamfélag - grunnur að stefnum

Einhverjar umræður hafa farið hér fram um hringrásarhagkerfið, en þar sem hringrásir er gangur í náttúrunni og bæði hagkerfin og samfélög (með okkur innanborðs) “fara fram” í náttúrunni - og hagkerfi aðeins hluti samfélaga - er það skýrara og nær þá yfir alla þætti samfélaganna. Náttúrulögmálin eru góður grunnur til að byggja á. Í grein sem ég skrifaði um þessi grundvallarlögmál og gildismat okkar o.fl. segir m.a.:

Í kjölfar áfallsins sem þjóðir heims urðu fyrir við að uppgötva ósongatið voru sett viðmið um að náttúran skyldi njóta vafans við nýtingu náttúruauðlinda. Þessi viðmið eru sáralítið notuð af ráðandi öflum – en vitiði hvað, í þeim felst þó einn af fyrstu vísum nýrrar hugmyndafræði. Þar sem við getum oft ekki sannað hvaða áhrif við höfum á náttúruna er miklu skynsamlegra að byggja upp kerfi sem passa við náttúruleg kerfi. Já, aðlaga kerfi okkar mannanna að kerfum náttúrunnar.

Sigurborg Ósk ræddi djúpmenningu nýlega á borgarstjórnarfundi. Stjórnmálafólk eru mótendur menningar. Læt ofannefnda grein fylgja, þarna er dæmi um djúpmenningarþátt - hvernig við metum mat og úrgang í dag og áður fyrr. Góður upphafspunktur í viðkynningu hringrásarsamfélags

Vilja Píratar móta stefnu á þessum grunni? https://kvennabladid.is/2015/06/04/af-moldu-ertu-kominn/

4 Likes

Hæ, það var smá umræða um þetta hér árið 2019. Hringrásarhagkerfi

Um að gera að koma þessu áfram og vinna að stefnu um hringrásarsamfélag.

Langar að benda ykkur á baráttu sem er farin í gang í Bandaríkjunum varðandi réttinn til viðgerða (right to repair) Þetta er bæði umhverfismál og efnahagsmál. Snertir allann almening, meira að segja bændur. Þetta video er ágætis kynning.

1 Like

Í ljósi þess hversu sjaldgæft virðist að Píratar kynni sér fyrri stefnur flokksins vil ég benda á gamla stefnu sem (a.m.k. eftir því sem ég sé) hefur enn ekki verið felld úr gildi til að koma að stórum bálki með vísun í ekkert nema grunnstefnu:

Ég vil sérstaklega vekja athygli á fyrstu grein stefnunnar:

Endurskipuleggja þarf hagkerfið til að tryggja stöðugleika þess þegar áframhaldandi vöxtur er útilokaður.

Það er m.ö.o. nú þegar stefna Pírata að taka eigi upp hagkerfi sem byggist á hringrásum, en þetta stefnumið er útilokað að uppfylla með öðrum hætti. Ég tek því fagnandi ef einhver vill útfæra þetta stefnumið nánar.

Ég tek að vísu eftir því núna að í einhverri breytingunni á wasa2il hafa komið inn millifyrirsagnir á ensku, og tilvísanakaflinn að engu orðið. Þá útgáfu tillögunnar sem var samþykkt má finna á GitHub.

2 Likes

Eftir ágætt umhverfisþing Pírata síðustu helgi þar sem m.a. var rætt um hringrásarhagkerfi er hægt að dusta rykið af þessum hringrásarpælingum. Í raun má finna margar góðar kynningar á Youtube um hringrásarhagkerfi

“Hringrásarhagkerfið er það hagkerfi þar sem við leitumst við að lágmarka notkun á auðlindum og hámarka líftíma þeirra innan hagkerfisins, þannig að þær verði síður að úrgangi. Helstu leiðirnar til að innleiða hringrásarhagkerfið er enduvinnsla, endurframleiðsla, endurnotkun, viðgerðir og deiling, þ.e.a.s. deilihagkerfið.”
–Birgitta Stefánsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun (2021)
https://www.youtube.com/watch?v=u94Q1oJqXXY

Fyrir Pírata gæti stefna varðandi hringrásarhagkerfis verið einföld og markviss:

  1. Minnkum vistspor Íslensks samfélags með því að koma í veg fyrir förgun, mengun og sóun.
  2. Stuðlum að hringrsásarhagkerfi með endurnotkun og endurnýtingu hráefnis og orku í nærsamfélögum til að halda vistporinu sem lægstu.
  3. Myndum hvata sem sporna gegn ofneyslu fólks, sívaxandi innflutningi og efnissóun fyrirtækja og opinberra aðila.
  4. Eflum deilihagkerfi þar sem margir samnýta hluti eða vinnu á vistvænan máta.
  5. Aukum á umhverfislæsi með fræðslu hvernig mögulegt er að hafa jákvæð áhrif á vistvæna hegðun fyrirtækja og opinberra aðila.

1 Like