Hringrásarsamfélag - grunnur að stefnum

Einhverjar umræður hafa farið hér fram um hringrásarhagkerfið, en þar sem hringrásir er gangur í náttúrunni og bæði hagkerfin og samfélög (með okkur innanborðs) “fara fram” í náttúrunni - og hagkerfi aðeins hluti samfélaga - er það skýrara og nær þá yfir alla þætti samfélaganna. Náttúrulögmálin eru góður grunnur til að byggja á. Í grein sem ég skrifaði um þessi grundvallarlögmál og gildismat okkar o.fl. segir m.a.:

Í kjölfar áfallsins sem þjóðir heims urðu fyrir við að uppgötva ósongatið voru sett viðmið um að náttúran skyldi njóta vafans við nýtingu náttúruauðlinda. Þessi viðmið eru sáralítið notuð af ráðandi öflum – en vitiði hvað, í þeim felst þó einn af fyrstu vísum nýrrar hugmyndafræði. Þar sem við getum oft ekki sannað hvaða áhrif við höfum á náttúruna er miklu skynsamlegra að byggja upp kerfi sem passa við náttúruleg kerfi. Já, aðlaga kerfi okkar mannanna að kerfum náttúrunnar.

Sigurborg Ósk ræddi djúpmenningu nýlega á borgarstjórnarfundi. Stjórnmálafólk eru mótendur menningar. Læt ofannefnda grein fylgja, þarna er dæmi um djúpmenningarþátt - hvernig við metum mat og úrgang í dag og áður fyrr. Góður upphafspunktur í viðkynningu hringrásarsamfélags

Vilja Píratar móta stefnu á þessum grunni? https://kvennabladid.is/2015/06/04/af-moldu-ertu-kominn/

2 Likes