Kosningakerfið - Notendaupplifun og umbætur

Mig langar að heyra frá fólki hugmyndir um hvað er hægt að laga í kosningakerfinu https://x.piratar.is/.

Þetta má vera hvað sem er eins og til dæmis “stærri takka” eða “breyta um lit á XX”.
Allt sem fer í taugarnar á ykkur og þið haldið að sé hægt að gera betra og einfaldara fyrir notendur.

(Við höfum venjulega safnað öllu svona saman í issues á Github, en þar notum við ensku því að ýmsir Píratar í Evrópu og fleiri eru að fylgjast með og prófa hugbúnaðinn.)

EDIT: Ég er að biðja um hugmyndirnar hér á Spjallinu, ekki á Github (nema þið viljið það frekar).

Kosningakerfið er að mestu gert í sjálfboðavinnu og hægt að sjá hér hverjir hafa hjálpað við gerð þess.

Endilega komið með hugmyndir eða dæmi, og reynið að útskýra vel hvað þið meinið.
Skjáskot (e. screenshot) með kroti til að útskýra eru mjög gagnleg!

5 Likes

Væri ekki sniðugt að útbúa stutt FAQ á íslensku fyrir þá sem vilja taka þátt en hafa aldrei notað github? Hvað hugtökin þýða, í hvaða flokk á að setja athugasemdir og á hvaða formi oþh. ?

@bjarkih Markmiðið var að bjóða fólki að nota Spjallið, en ekki Github. Ég uppfæri innleggið svo það sé skýrara. Ég mun svo sjálfur mögulega færa einhverjar hugmyndir yfir á Github eftir umræðuna.

2 Likes

ég var einmitt á fundi sem að hluta til fjallaði um þetta. Til að byrja með væri mjög gott að kerfið í heild sinni væri á ensku og að það til dæmis væri tekin hitting sem einungis varðandi User experience (UX) og user interface (UI). Á þeim hittingi væri gott að fá fólk sem er til dæmis ekki að nota kerfið eins or er, eða fólk sem út af hömlun ekki sér sér fært að nota það.

1 Like

Það eina sem ég man eftir að hafi böggað mig er að það er ekki alltaf alveg skýrt innan hvaða aðildarfélags maður er að skoða, og ég hef líka séð fólk lenda í veseni með að komast inn í móðurfélagið aftur eftir að það hefur valið undirfélag.

3 Likes

hér eru ummæli frá @eva sem ekki getur skráð sig til að gera ummæli hér: " Ég nota það og finnst það alveg þokkalegt. Þó ég ruglist nú stundum á flipanum tillaga og finnst eitthvað að því stuffi eiga að vera undir flokknum ályktanir .

En svo er alveg hægt að þarfgreina X betur og notendaviðmótið.

En miklu ánægðari með X en heimasíðuna. En búin að fá upplýsingar um að það sé verið að laga hana og að gamla stuffið eins og allt bókhald sem ég setti inn sé bara einhverstaðar í geymslu og verði sett inn aftur."

1 Like

Ég nota það og finnst það alveg þokkalegt. Þó ég ruglist nú stundum á flipanum tillaga og finnst eitthvað að því stuffi eiga að vera undir flokknum ályktanir .

En svo er alveg hægt að þarfgreina X betur og notendaviðmótið.

En miklu ánægðari með X en heimasíðuna. En búin að fá upplýsingar um að það sé verið að laga hana og að gamla stuffið eins og allt bókhald sem ég setti inn sé bara einhverstaðar í geymslu og verði sett inn aftur.

1 Like

Við erum núna í miklu basli með kosningakerfið, því við höfum safnað upp mikilli tækniskuld.

Kerfið er skrifað í Python 2.7 sem er núna úrelt. Það að uppfæra í Python 3+ mun kosta okkur talsverða vinnu. Ef við uppfærum ekki fáum við ekki öryggisuppfærslur.

Einnig erum við í vandræðum þar sem við höfum notað viðbætur “plugins” frá öðrum forriturum sem skrifuðu sínar viðbætur í Python 2.7 og eru hættir að sjá um viðhald á sínum viðbótum.

Við gætum því þurft að endurskrifa einnig þessar viðbætur. Þessar viðbætur eru til dæmis talningaraðferðir ofl.

Öll þessi vinna mun ekki skila okkur nýjum möguleikum, einungis öryggisuppfærslum.

Það er því ný pæling hjá okkur að finna okkur annað kerfi sem er í stöðugri þróun af fólki á launum.
Ekki bara 3 Pírötum á Íslandi sem gera þetta í hjáverkum.

Nýja kerfið verður auðvitað frjáls og opinn hugbúnaður en við þurfum hjálp við að velja nýja arftakann, ef við ákveðum að fara þá leið.

Ég hef gert stutta leit og fundið tvö kerfi sem mér leist ágætlega á.
Ég bjó til nýjan þráð þar sem við getum rætt þau kerfi nánar:
Frjáls hugbúnaður fyrir þátttöku borgara

@helgihg hefur einnig útlistað kröfurnar sem nýju kerfin þurfa að uppfylla (á ensku)

1 Like

Ég styð það að við skoðum að nota annan kost, a.m.k. fyrir kosningar um fólk.

Ég er búinn að uppfæra næstum því allan kóðann á kosningakerfinu í Python 3.x, en er í vandræðum með talningaraðferðirnar, af þeim ástæðum sem þú nefnir, að við notum ytra skipanasafn (e. library) fyrir það og viðhaldið á því er í stuttu máli ekki til staðar.

Þannig að líklega uppfæri kosningakerfið upp í Python 3 á næstu dögum (er að drukkna í verkefnum í einkalífinu og vinnunni, eins og oft áður), en hreinlega tek út þær talningaraðferðir sem stóla á ytra skipanasafnið. Í stuttu máli þýðir það að við verðum einungis með Schulze, og reyndar ættum við ekki að nota það heldur fyrr en við erum búin að prófa það mjög dyggilega. @bjornlevi og @smari geta vonandi hjálpað til við það.

En á sama tíma held ég að það væri skynsamlegt að stefna að því að fá kosningar um fólk í hendur einhverra sérfræðinga sem eru með uppfærðan hugbúnað í stöðugri þróun, eins og @viktorsmari leggur til.

1 Like

Ég stefni á að virkja uppfært kosningakerfi og félagatal, hvort tveggja komið í Python 3 og Django 2.2, einhvern tíma í dag, eða í kvöld, eða í nótt.

Sbr.:

1 Like