Kosningastjórn Pírata 2021

Hæ, nú er kosningastjórn að komast í gang og hefur fengið umboð frá aðildafélögunum:

Samkomulag vegna framboðs Pírata til Alþingis 2021 Aðildarfélög á kjörsvæðum, sem bera ábyrgð á framboði Pírata til Alþingis skv. lögum Pírata og um þátttöku í kosningum, koma sér saman um eftirfarandi tilhögun vegna kosninga til Alþingis árið 2021: Fimm efstu frambjóðendur hvers framboðslista, svæðisbundna aðildarfélagið Píratar í Reykjavík, kjördæmafélög Pírata í Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi ásamt stefnu- og málefnanefnd, framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra skulu hver um sig skipa einn aðila með fullt umboð í svonefnda kosningastjórn, samtals 14 manns. Kosningastjórn hefur umsjón með undirbúningi kosninga ásamt kosningabaráttu Pírata og tekur ákvarðanir um tilhögun hennar, sem ekki eru á framfæri kjördæmisfélaga eða stefnu- og málefnanefndar. Öllum meðlimum stjórnarinnar verður gert kleift að sitja með á fjarfundi. Þingflokkur Pírata á kost á að hafa einn fulltrúa í kosningastjórn þangað til prófkjörum lýkur og listar frambjóðenda liggja fyrir. Annað starfsfólk skrifstofu og þingflokks má sitja fundi eftir þörfum. Öll mætt hafa málfrelsi og tillögurétt.

Í samræmi við þetta sitja í kosningastjórn Elsa framkvæmdastjóri, Guðjón fyrir PÍR, Elín Ýr fyrir Suðvesturkjördæmi, Arnór Freyr fyrir PÍNK, Hans fyrir PÍNA, Albert Svan fyrir PÍSK, ásamt því sem Gamithra situr inni fyrir framkvæmdastjórn, Mörður fyrir stefnu- og málefnanefnd og Halldóra fyrir þingflokkinn. Eftir prófkjör fá svo oddvitar úr kjördæmunum sex að taka fullan þátt í kosningastjórn í samræmi við ákvörðunina hér ofar.

Á fyrstu fundum kom í ljós að starfsfólkið okkar og þingflokks voru búin að vinna mikla heimavinnu og eru tilbúin með ýmsar hugmyndir og leiðbeiningar fyrir kosningastjórn að vinna eftir, auk þess að sjá um fundina og skráningu þeirra.

Hér á spjallborðinu verða settar fréttir af kosningavinnunni fyrir grasrót að fylgjast með og koma með innlegg eins og þörf er á. Einnig verður eitthvað almennara efni birt á vefsíðu flokksins, piratar.is eftir því sem þurfa þykir.

6 Likes

Fundur kosningastjórnar 22. mars 2021

Kosningastjórn fundaði í dag, í fyrsta sinn eftir að prófkjörum er lokið í 5 af 6 kjördæmum. Oddvitar listanna, bættust við hópinn sem er nú uþb. fullskipaður.

Rætt var um verkefnið að “fylla listana”.
Einnig undirskriftir meðmælenda sem er lagaskylda og hvernig standa þarf að því.

Rætt um ráðningu 3ja verkefnisstjóra / kosningastjóra fyrir kosningabaráttuna í NV, NA og S-kjördæmunum sem sett var í ferli.

Rætt um fyrirætlanir og aðferðir við þýðingu texta s.s. heimasíðu og útgefins efnis á ensku og pólsku.

Rætt um hverning þarf að undirbúa frambjóðendur fyrir hina persónulega kosningabaráttu þegar nær dregur kosnigar.

Einnig um stöðu málefnalegs undirbúnings kosninganna, tölvu-/hugbnúnaðar-/tækni málin og fleira.

Þetta eru aðeins nokkrir punktar af því sem fram fór af fundinum.
Fundargerð liggur fyrir.

Fundurinn var vel sóttur og umræður markvissar sem lofar góðu fyrir kosningabaráttuna.

4 Likes

Gangi ykkur sem allra best! Ég fylgist með frá Stokkhólmi. Kom með tillögu:

Fundur kosningastjórnar 29. mars 2021

  • Kynnt voru drög að verkáætlun sem Eiríkur hefur unnið með starfsfólki.
  • Rætt var um kaup á málefnapakka fyrir efstu frambjóðendur.
  • Rætt var um fjármagn til aðildarfélaga og kjördæmisfélaga.
  • Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 12. apríl.