Ný COVID stefna?

Sæl -

Ég er ný hérna, svo ef ég er að gera eitthvað vitlaus með því að stinga upp á þetta þá endilega látið mig vita. :slight_smile: En COVID er mál málanna í fréttunum nýlega og fólk hefur mjög sterkar skoðanir um hvernig á að bregðast við. Enda vill fólk vita hvort maður sé að kjósa til að fá vörn og mögulega endurbólusetningu ef þarf er, eða hvort maður sé að kjósa að smitast af COVID og láta eins og það væri bara flensan.

Eiga Píratarnir ekki að hafa stefnu um þetta mál?

Það sem ég skrifaði fyrir neðan er bara dæmi; ég vil bara hefja umræðu um þetta mál og sjá hvernig fólki líður og hvað öðrum finnst eigi að vera stefnan.

(Ég vil líka biðja afsökunar fyrirfram því íslenska er ekki móðurmálið mitt! :slight_smile: )


 1. Við fögnum áranginn að hafa bólusett 3 af hverjum 4 landsmönnum

 2. Þótt áhættan hafi minnkað hjá mörgum eru ennþá margir sem eru illa verndaðir, með ójafnaðri eða engri vörn af bóluefnum; langvarandi sjúkdómar út af COVID séu ennþá áhygggjuefni; og það sé ennþá áhætta á að setja of mikið álag á heilbrigðiskerfið.

 3. Við styðjum að vernda viðkvæma hópa, heilbrigðiskerfið, og heilsu fólks almennt heldur en að láta smitið geisa og gera Ísland að afbrigðaverksmiðju.

 4. Við treystum á ráð sérfræðinga í þessum efnum, þeas. Landlækni og sóttvarnarlækni

 5. Sóttvarnaraðgerður eru ekki langtíma lausn og eiga að hanna til að trufla frelsi sem minnst á meðan, en það skal nota eftir ráð sérfræðingum ef þarf er til að hæga á smitdreifingu og fá tíma til að stofna langtíma lausnir (t.d. bólusetningu / endurbólusetingu eftir þörfum)

 6. Besti leiðin til að halda skaðlega áhrifinu á ferðamannaiðnaðinn að lágmarki er til að stofna og viðhalda langvarandi hjarðónæmi og forðast að lenda á rauðum listum erlendis.

 7. Heimsfaraldurinn hefur verið mjög erfitt hjá sumum í atvinnumarkaðanum og við styðjum áframhaldandi aðstoð til þeirra sem þurfa það.

 8. Við styðjum að nota ný tæki og góða hönnun til að byggja heilbrigðara samfélag - t.d. uppfærðir staðlar fyrir loftræsingu og síun í byggingum sem taka tilliti til þess sem hefur komið í ljós í heimsfaraldrinu.

 9. Við horfum á heildarmyndina í heimi og styðjum alþjóðaátök til að auka bóluefnaframleiðslu og tryggja aðgang að bóluefnum í illa-bólusettum löndum.


9 er það sem mér finnst líklegast að vera umdeilt. Sumir fullyrða að land eigi ábyrgð að hugsa fyrst og fremst um íbúana sína, og benda á hvað að láta smit dreifast í samfélag sem hefur verið bólusett en ekki nægilega vel er eins og að taka hálfskamt af syklalyf - það hvetur til stökkbreytinga til að forðast ónæmi. Aðrir fullyrða að í heimsfaraldri þarf maður fyrst og fremst að hugsa um að hindra smit allsstaðar í heimi til að forðast stökkbreytingum og bjarga eins mörgum og hægt er, og flest öll bóluefni eiga að fara til illa-bólusettra landa. Heldur en að fara ítarlega í svona deilu hélt ég að best væri að leggja áherslu á það sem (ég held) flestir væru sammála um - að það þarf að horfa á heildarmyndina í heimi og styðja alþjóðaátök, ssl. með tilliti til að auka bóluefnaframleiðslu til að tryggja aðgang að bóluefnum allsstaðar, ekki bara í ríkum löndum.

Allavega vildi ég aðeins hefja umræðuna og sjá hvað fólki finnst :slight_smile:

 • kv, Karen
8 Likes

Mér finnst þetta bara nokkuð flottar tillögur. Sérstaklega númer 9, reyndar.

1 Like

Þetta er flott. Lýst vel á!

1 Like

Mjög góðar grunn tillögur hjá þér @Karen_Robertsdottir! Spurning um að bæta inn aðeins meira um mikilvægi þess að þau gögn og upplýsingar sem nýttar eru af stjórnvöldum séu opin og aðgengileg þannig að auðveldara sé fyrir fólk að skilja þær ákvarðanir sem stjórnvöld gera.

Ég styð algjörlega #9 og tel það alls ekkert umdeilt - við erum einn heimur að takast á við þetta. Þess vegna fór ég til Vestur-Afríku 2014-2015 til að berjast við Ebólu, svo að við þyrftum ekki að berjast við hana hér heima.

5 Likes

Flott framtak, okkur vantar sannarlega sértæka Covid stefnu. Mér sýnist þetta allt vera atriði sem ég er efnislega sammála líka. Finnst mikilvægt að leggja áherslu á að treysta sérfræðingum á sviði sóttvarna og vísindamönnum umfram aðra, sérstaklega aðila sem eru að verja sértæka (eða jafnvel frekar almenna) hagsmuni. Oftast er það nefnilega svo að þeir hagsmunir verði til lengri tíma betur varðir með því að ná böndum á drepsóttinni en að taka sénsa.

3 Likes

Frábær hugmynd! :slight_smile: Stingdu endilega uppá texta. :slight_smile:

1 Like

Ég myndi vilja bæta við tvennu:

 • Stofna þarf skýran samræmdan vettvang um ákvarðanatöku um sóttvarnir og fá alla flokka með að borðinu þar. Þetta tengist punktinum hans Gísla um aðgengilegar upplýsingar - eitt af meginverkefnum þessa vettvangs yrði að taka þær saman, fara yfir þær og birta. Eitt af vandamálunum hefur verið að upplýsingagjöf um aðgerðir og forsendur þeirra hefur verið brotakennd og ómarkviss og það er hægt að bæta með því að hafa það skýrt hvaðan upplýsingarnar eiga að koma, hver ber ábyrgð á að miðla þeim.

 • Leggjum fyrst áherslu á að verja landamærin en lítum á varnir innanlands sem örþrifaráð sem gripið er til þegar landamæravarnir klikka. Lexían af því að þurfa að grípa til aðgerða innanlands ætti alltaf að vera sú að landamæraaðgerðir klikkuðu. Á meðan faraldurinn er enn í gangi á heimsvísu og mörg lönd glíma enn við að bólusetja er skynsamlegast að fara mjög varlega í að slaka á við landamærin. Við getum vel boðið fólk velkomið hingað en þá með skilyrðum um að gangast undir sóttvarnir á landamærunum sem draga úr líkum á því að fólk beri með sér veiruna. Það eru mikil verðmæti fólgin í því og það eru örugglega margir tilbúnir að koma hingað og færa einhverjar smá sóttvarnafórnir í eitt sinn við landamærin í skiptum fyrir að geta verið í vel bólusettu og frjálsu landi.

4 Likes

Styð #2 alveg. Útrýmum smitið innanlands og svo gæta landamærin - ég held að langflestir Íslendingar myndu styðja þetta. Það þarf samt að gera ráð fyrir því að smitið leynist stundum inn, sama hvað við gerum. Svo framarlega sem við séum ekki viss um hvort við séum hjarðónæm gegn öllum afbrigðum sem eru að dreifa sér erlendis verður nauðsynlegt að geta gripið strax inn með innanlandsaðgerðum. Mikilvægt verður að skoða reynsluna í öðrum vel-bólusettum löndum áður en að slaka á við landamærin (sem var ekki gert með Delta, reynslan í öðrum löndum var að þau væru alls ekki tilbúin, Janssen (sem >50% ungs fólks fékk) var ekki einu sinni rannsakað gegn Delta, o.fl., en við hunsuðum þessu)

Varðandi #1, mér finnst það vera góð hugmynd, en við viljum samt styðja vísinda og ráð sérfræðinga líka. Ef markmiðið væri að fá R0/Rt < 1 (helst 0,8-0,9) þá kannski væri hægt að gera það með þvi að láta sérfræðinga reikna út hvaða áhrif mögulegar aðgerðir myndu hafa, og svo væri umræðan “Hvaða af þessum skulum við taka í notkun sem leggja saman í R0/Rt < ~0,9?” Og svo gætu allir tekið þátt í þessari umræðu.

Mér finnst líka mikilvægt að leyfa t.d. atvinnurekendur, o.fl. að stinga upp á öðrum mögulegum aðgerðum og láta sérfræðinga meta þessar hugmyndir. T.d., ef um að ræða væri að banna ökukennslu en ökukennarar stungu upp á að keyra með opnum gluggum eða með meira loftræsingu frá miðstöðinni, hvaða Rt áhrif væri þetta? Atvinnurekendur vita best um hvað myndi trufla starfsemi þeirra minnst, og faraldsfræðingar vita best um hvaða áhrif þessar hugmyndir myndu hafa. Og svo verður - eins og þú nefnir - starfið samræmds vettvangs að ákveða hvernig að jafna álagið á meðan að fá Rt < ~0,9.

Ég myndi bæta við að í hvert skipti sem nauðsynlegt er að grípa til innanlandsaðgerða er mikilvægt samtímis að geta sagt almenningi hvað er ætlað að gera til að stofna hjarðónæmi betur til þess að ekki verður nauðsynlegt að grípa inn í framtíðinni. Endurbólusetning í ákveðnum hópum? Að bjóða fleiri hópa í bólusetningu? Að bæta loftræsingu í skemmtistöðum, börum og veitingahúsum? O.fl. - mér finnst mikilvægt að fólk viti að markmiðið sé alltaf að finna bestu leiðina úr þessu ástandi, ekki bara að bregðast við.

1 Like

Þetta er frábært innlegg, takk Karen.

Þau atriði sem mér þætti vert að horfa til, styrkja og efla eru:

 1. Það er enn verið að tækla þetta sem tímabundið ástand. Það þarf að valdefla og auka jafnvel sjálfstæði þeirra stofnana sem eiga að axla ábyrgð á þessum málaflokki, þá sérstaklega sóttvarnalækni, landlækni, heilsugæslunnar, Isavia, lögreglu o.s.frv.

 2. Það verður einhver einn að bera ábyrgð á upplýsingagjöf. Þessi óreiða með úreltum upplýsingum út um allt er skelfileg. Covid.is og travel.covid.is eru til fyrirmyndar en samt algjörlega takmörkuð hvað varðar upplýsingar um stöðu og kröfur erlendis.

 3. Óháð þessu en samt relivant. Það ætti að greiða almennum borgurum 10þ. kr. fyrir hverja síðu á vegum opinbers aðila sem birtir rangar eða villandi upplýsingar. Það mundi skapa pressu á að vefum væri viðhaldið.

 4. Með aukinni ábyrgð þá verður að fylgja fjármagn. Heilsugæslan, LSH, Sóttvarnalæknir ofl. verða að fá $$$ því þetat er enn hugsað sem “tímabundið” og “aukavinna” á mörgum stöðum og stjórnendur virðast ekki vera búnir að átta sig á alvarleikanum.

 5. Fjarvinnustefna hjá opinberum aðilum ætti að vera samræmd og helst skrifuð inn í kjarasamninga.

 6. Það mætti skoða að dreifa traffík, s.s. draga úr samgangi fólks til að minnka hættuna á smitum. Ráð til þess, sem væri atvinnuskapandi væri t.d. að hafa lengri opnunartíma hjá opinberum aðilum, ekki loka öllu kl.16 og stefna vinnandi fólki á að koma í dagslok eða í hádeginu. Að hafa opinbera þjónustu opna til 19:00 “by default” mun bæði skapa atvinnu, auka fjölbreytni og stuðla að bættri þjónustu. Það er kjánalegt að hugsa til þess að 10-11, Hagkaup og Nettó hafa fattað að fjárfesting í húsnæði nýtist best með 24/7 opnunartíma en opinberir aðilar borga fyrir húsnæði 24 klst. á sólarhring en nota það bara í 8 (1/3 af tímanum).

7 Fræðsla. Það sárvantar fræðslu og umræður. Það er eitthvað rangt við að samfélagsmiðlar ráði því
mest hvað almenningur lærir um covid. Það þarf að vera vettvangur og frumkvæði fyrir dagsrkárgerð hjá öðrum en RÚV sem samt er fjármagnað af ríkinu. Góð heimildamynd um Covid á alveg kosta svipað eða meira en áramótaskaupið. Fleiri mundu hafa gagn af afurðinni.

3 Likes

Mikið er ég sammála öllum nema #3 :slight_smile:

Varðandi #3: ég sé fyrir mér nokkra galla:

 • Tjáningarfrelsi: Nú, eins og við vitum er tjáningarfrelsi ekki ótakmarkað. Það má ekki t.d. ranglega öskra “ELDUR!” í tróðfullu leikhúsi. En það þarf alltaf að labba varlega þegar það er tjáningarfrelsi um að ræða.

Dæmi: Í langan tíma voru samfélagsmiðlar að merkja sem rangupplýsingar fullyrðingar um að COVID væri búið til í rannsóknarstofu. En í dag er það talið að vera mögulegur (þótt ekki líklegasti) uppruni. Fólk sem var hindrað um að tala um það eru örugglega (og réttilega) pirrað yfir því.

 • “Blowback” - Ef maður líður eins og “yfirvaldið sé að reyna að fela upplýsingar!” þá trúi fólk meira á það, ekki minna.

 • Tilgangslaust í flestum aðstæðum - Það mun aldrei sannfæra samsærissinna. Það sem er mikilvægt að tryggja finnst mér er að almenningurinn viti af sannleikanum. Því sem samsærissinnar deila í lokuðum hópum hefur ekkert áhrif.

Því sem ég myndi mæla með í staðinn væri því sem þú værir að tala í #7 - fræðslu, og #2 - um upplýsingarfulltrúa. En ég myndi bæta við að upplýsingarfulltrúi ber ábyrgð að skoða hvaða rangupplýsingar er það nýlega byrjað að dreifast í samfélagsmiðlum og svo svarar um leið og hægt er í fjölmiðlunum. Ef daglega upplýsingargjöf um COVID fjallaði líka um nýjar rangupplýsingar (ekki bara smittölur og aðgerðir og þannig) og fjölmiðlan birtu greinar um það, þá myndi “meðalmanneskjan” sjá sannleikann. Og það getur ekki samsærissinni gert sjalfan sig að “hetju” með því að öskra, “þeir eru að ritskoða sannleikann!” .

(En kannski ef maður / fyrirtæki / o.fl. borgar að dreifa rangupplýsingar (í auglýsingum, o.fl) á það að vera sektað? Ég er ekki viss um það)

Allavega, hvað finnst ykkur?

Svo koma nokkrar spurningar:

 1. Á ég (eða vill einhver annar) taka saman allar þessar frábærar hugmyndir og búa til stefnu?

 2. Hvað á stefnan að vera löng / ítarleg?

 3. Hver væri ferillinn að fá hana samþykkt?

(Rosalega hefur þetta verið gagnleg umræða, finnst mér! :slight_smile: )

1 Like

mínar tvær krónur

Á meðan það er ekki búið að bólusetja heimsbyggðina er hætta á nýjum bylgjum sem auka líkurnar á nýjum stökkbreytingum sem leiða af sér fleiri bylgjur og enn meiri líkur á afbrigði sem gerir núverandi bólusetningar gagnslitlar.

Það þýðir að þangað til heimurinn er orðinn nægilega bólusettur verður að hafa takmarkanir á landamærum. Það er hægt að stilla það með kóðun þannig að landamæri er mismikið opin á milli landa sem eru með lítil sem engin smit. En um leið og þú ert að koma frá landi sem er með mikið af smitum þá þýðir það sóttkví.

Leiðir til þess að flýta fyrir ferlinu - knýja á að bóluefnin verði gerð að open source þannig að hægt sé að framleiða þau alls staðar sem geta er til þess. Það væri mjög pírataleg lausn á dreifingarvandanum.

Hinn valmöguleikinn er að taka bara við bylgju eftir bylgju og vonast til þess að það komi ekki upp ný afbrigði sem eru ónæm fyrir núverandi bóluefnum. Við höfum ekki tíma til þess að bíða í 9 mánuði í viðbót eftir nýjum umgangi af bóluefnum.

Grunnurinn er semsagt, takmarkanir á landamærum til þess að forðast takmarkanir innanlands. Þær takmarkanir þurfa að vera í einhverju magni alveg þangað til heimurinn er almennt séð bólusettur.

4 Likes

Mér skillst að framleiðutakmörkin séu ekki í bóluefnaframleiðslu, heldur í hráefnum; það eru mörg hundruð efni í framleiðsluferlinu sem eru erfitt að finna (t.d. (4-hydroxybutyl)azanediyl)bis(hexane-6,1-diyl)bis(2-hexyldecanoate) og þannig), og það þarf að vera mjög hreint efni. Svo veit ég ekki hvaða gagn gerir að open source’a framleiðsluferilinn, nema ef það væri hráefnisframleiðsla um að ræða? Meira að segja ef nýjar framleiðendur byrja að nota núverandi hráefnið, en nýtni er verri hjá þeim, þá myndi það í rauninni lækka bóluefnaframleiðslu heldur en að hækka það. Mér skillst að staðan sé orðið svo slæm að sumir bóluefnaframleiðendur séu byrjaðir að byggja sín eigin hráefnisframleiðslukerfi.

Samt styð ég alveg “open source vísinda” almennt og er alltaf opin fyrir hugmyndir um hvernig á að efla það :slight_smile: Og mér finnst hotunin á að detta niður einkaleyfi á bóluefni væri góð kylfa til að fá framleiðendur að taka þátt. :wink: T.d. segjast þeir vilja ekki þurfa að gera hráefnisframleiðsla sjálft… svo á það ekki að vera open source? Á það ekki að vera alþjóðaátak með öllum að taka þátt? Ég vil líka ekki sjá “ósanngjarn” hagnað hjá bóluefnaframleiðendum, aðeins “sanngjarn” hagnað, og enn og aftur er þessi kylfa góð þeið til að tryggja það, finnst mér. En þessi eru bara mínar skoðanir. :slight_smile:

Og einmitt, aðaláhersluefnið á að vera landamærin. Útrýmum innanlands, gera landamærin örugg, og vera viðbúin að bregðast strax við ef eitthvað leynist í gegn.

1 Like

Aldeilis frábært framtak Karen.

Ég er eiginlega algerlega sammála öllu því sem hefur komið fram í spjallinu og tillögunum þínum. Það er nauðsynlegt að eyða veirunni innanlands með góðri gæslu á landamærum. Halldór er einnig með góðan punkt varðandi samræmdan vettvang um ákvörðunartöku, Gísli um mikilvægi alþjóðasamvinnu, Björn um open source bóluefni eða samheita bóluefni. Það væri frábært ef þú kæmir með tillögu að stefnu sem við gætum rætt.
Svo er næsta skref að halda félagsfund þar sem hún þarf að samþykkjast til að fara inn i kosningakerfið. Voila

4 Likes

Góðar upplýsingar, takk fyrir þetta. Það eru svona upplýsingar sem ættu að koma frá stjórnvöldum ásamt tillögum að aðgerðum miðað við það … en nei.

2 Likes

Okei, ér búin að taka allt sem við höfum rætt saman. Endilega breytið / leiðréttið / umorðið hvað sem er!

 1. Þótt áhættan hafi minnkað hjá mörgum eru ennþá margir sem eru illa verndaðir, með ójafnaðri eða engri vörn af bóluefnum; langvarandi sjúkdómar út af COVID séu ennþá áhyggjuefni; og það sé ennþá áhætta á að setja of mikið álag á heilbrigðiskerfið.

 2. Við styðjum að vernda viðkvæma hópa, heilbrigðiskerfið, og heilsu fólks almennt heldur en að láta smitið geisa og gera Ísland að afbrigðaverksmiðju.

 3. Til þess að allir mega njóta bæði varnar og frelsis sem mest verður markmiðið:
  3.1. Að útrýma smitið innanlands; svo…
  3.2. Að verja landamæri; og…
  3.3. Að vera tilbúin að grípa strax inn ef smitið leynist inn.

 4. Ekki skal sláka á eftirlit við landamæri fyrr en:
  4.1. Hjarðónæmi er stofnað
  4.2. … ekki aðeins gegn gömlum afbrigðum, heldur nýjum afbrigðum líka
  4.3. … ekki á meðan eitt eða fleiri afbrigði eru að fara í veldisvexti í sambærilega-vel bólusettum löndum
  4.4. … ekki á meðan sérfræðingar telja að marktæk óvissa sé til staðar um hvort við séum hjarðónæm
  Ágiskanir og von eru ekki ásættanleg stefna

 5. Við treystum á ráð sérfræðinga í þessum efnum, þeas. Landlækni og sóttvarnarlækni

 6. Sóttvarnaraðgerðir til að útrýma smit innanlands eru ekki langtíma lausn og eiga að hanna til að trufla frelsi sem minnst á meðan.
  6.1. Stofna þarf skýran samræmdan vettvang um ákvarðanatöku um sóttvarnir og fá alla flokka með að borðinu þar
  6.2. Atvinnurekendur mega stinga upp á mögulegum sóttvarnaraðgerðum sem trufla starfsemi þeirra sem minnst á meðan að hindra smitdreifingu sem mest. Einstaklingar mega líka taka þátt.
  6.3. Sérfræðingar skulu meta hvaða áhrif hverja mögulega stefna í athugun myndi hafa á veldisvöxt smita.
  6.4. Allir skulu taka sameiginlega ákvörðun um hvaða aðgerðir til eiga taka í notkun sem leggja saman til að breyta veldisvöxt í veldissamdrátt.

 7. Almenningurinn á skilið skýra stefnu um hvernig á að ná varanlegt hjarðónæmi, byggt á vísindum og ráð sóttvarnalæknis, t.d.:
  7.1. Að bjóða fleiri hópum í bólusetningu, þar sem það hefur verið talið öruggt.
  7.2. Að bjóða fólki í endurbólusetningu, eftir þörfum
  7.3. Tæknilausnir til að byggja heilbrigðara samfélag almennt (t.d., uppfærðir staðlar fyrir loftræstingu og síun í byggingum sem taka tilliti til þess sem hefur komið í ljós í heimsfaraldrinu, samfelld sýklaskimun í loft og skolp, o.fl)
  Uppfæra skal áætlunina og upplýsa almenninginn ef aðstæður breytast (t.d. ný afbrigði, nýjar lausnir, o.fl).

 8. Besti leiðin til að halda skaðlega áhrifinu á ferðamannaiðnaðinn að lágmarki er til að stofna og viðhalda langvarandi hjarðónæmi og forðast að lenda á rauðum listum erlendis.

 9. Heimsfaraldurinn hefur verið mjög erfitt hjá sumum í atvinnumarkaðinum og við styðjum áframhaldandi aðstoð til þeirra sem þurfa það.

 10. Það verður einhver einn að bera ábyrgð á upplýsingagjöf. Úreltar upplýsingar og ranghugmyndir hafa verið mikið vandamál í heimsfaraldrinu og mikilvægt er að bregðast strax við með staðreyndum og gögnum í samræmi við nýjustu vísindum og heimildum.

 11. Mikilvægt er að valdefla og auka jafnvel sjálfstæði þeirra stofnana sem eiga að axla ábyrgð á þessum málaflokki, þá sérstaklega sóttvarnalækni, landlækni, heilsugæslunnar, Isavia, lögreglu o.s.frv.

 12. Með aukinni ábyrgð þá verður að fylgja fjármagn. Heilsugæslan, LSH, Sóttvarnalæknir ofl. verða að fá stöðuga tekju til að eiga við þessi mál heldur en að hugsa um álagið sem “tímabundið” og “aukavinna”.

 13. Fjarvinnustefna hjá opinberum aðilum ætti að vera samræmd og helst skrifuð inn í kjarasamninga.

 14. Við styðjum lengri opnunartíma hjá opinberum aðilum (t.d. ekki aðeins til kl.16) og stefna vinnandi fólki á að koma í dagslok eða í hádeginu; svona stefna er bæði almenningurinn og sóttvarnir til hags. Með því að dreifa traffík yfir lengra tíma stuðlar að bættri þjónustu, nýtir húsnæði betur, og dregur úr samgangi fólks til að minnka hættuna á smitum.

 15. Við horfum á heildarmyndina í heimi og styðjum alþjóðleg átök til að auka bóluefnaframleiðslu og tryggja aðgang að bóluefnum í illa-bólusettum löndum. Við styðjum “open source” lausnir til að leysa flöskuhálsum í framleiðslukeðjum. Ef einkaleyfi stendur fyrir styðjum við að fella það úr gildi ef eigandinn einkaleyfis neitar að taka fullan þátt í að leysa þeim.

 16. Þótt sanngjarn hagnaður í hráefnis- og bóluefnaframleiðslu sé væntanlegt stöndum við eindregið á móti arðrán og styðjum að fella úr gildi einkaleyfi þar sem það er notað til að stórhagnast á heimsfaraldri og gera hjarðónæmisátökum og almenningnum í óhag á heimvísu.

Hvað finnst ykkur? :slight_smile:

6 Likes

Þetta er hreinlega Sexý! styð þessa tillögu!
Hver vill boða til félagsfundar svo við getum farið yfir og komið þessu í kosningakerfið?

2 Likes

Ég er nú búinn að bóka félagsfund á þeim 10. ágúst, kl. 20:00. Sé þessu ekki nógu mikill fyrirvari, getum við líklega rætt um tillöguna og kosið á aðalfundi.

2 Likes

Hér vantar eitt afar mikilvægt atriði:

Bann við hverskyns mismunun á grundvelli “bólusetningar” vottorða (þ.e. aðskilnaðarstefnu).

1 Like

Spurning að einfalda þetta til muna:

 1. Þeir sem tilheyra vírusa- og vísunda sértrúarsöfnuðinum geta svo sem gert allt sem þeim sýnist á sínum eigin líkama en hafa ekkert með líf og líkama annarra að gera.

 2. Ekki er heimilt að nota sameiginlega sjóði til að framkvæma eða fylgja eftir trúarstefnu vírusa- og vísunda sértrúarsöfnuðinum og verða sú trúarbrögð að nota eigin fjármuni í slíka starfsemi.

 3. Banna alla starfsemi alþjóðlegara glæpasamtaka sem oft birtast sem einhverskonar "góð"gerðarsamtök- friðar- lækna- og/eða mannvinastarfsemi þegar öllum er ljóst með yfirlýsingum þeirra sjálfra að markmiðið er ekki annað en að stela og slátra og eyða.

Hvað finnst ykkur ? :slightly_smiling_face: