Ný COVID stefna?

@bofs - Hmm. Ég sé kosti og galla. Hvað með tilliti til, t.d fólks að vinna á spítalum, eða hjúkrunarheimilum? En ég er líka á móti að þvinga fólk í læknismeðferð sem þeir vilja ekki; maður á rétt að stjórna líkamanum sínum, og þvingun í dúlbúningi er samt þvingun. En á móti því kemur raunverulegar áhættar, og það á ekki að láta eins og þær séu ekki til.

Væri jafnvægið ekki stefna eins og:


  • Það verður enginn þvinguð í bólusetningu, hvorki beint eða óbeint; maður á rétt að stjórna líkamanum sínum, og það á ekki að mismuna á milli fólks út af því.
    ** Hins vegar, þar sem óbólusettur maður veldur aukinni áhættu, ssl. nálægt viðkvæmum hópum, getur verið skiljanlegt að setja auknar reglur, t.d. um grímunotkun, reglulega skimun, eða slíkt
    ** Slíkar reglur þurfa hins að vera í samræmi við alvarleika áhætunnar á mati sérfræðinga heldur en refsingar-/þvingunaraðferð.

Hvað finnst þér?

1 Like

Þarna komum við einmitt að kjarna málsins.

Óbólusett eru ekki “hættulegt fólk” og verðskulda því alls ekki að komið sé fram við þau þannig! Þessi óhugnanlega aðskilnaðarstefna sem er í uppsiglingu víðar um heim en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni, byggist einmitt á slíkum ranghugmyndum og fordómum.

Öll smit í þessari fjórðu bylgju má rekja til bólusettra sem fengu í sumar að flytja veirur óhindrað inn um landamærin. Stjórnvöld voru búin að lofa þeim að þegar markmiðum bólusetningaráætlunar yrði náð, fengju þau aftur að lifa “eðlilegu lífi”. Sem þau gerðu, hópuðust saman í mannþröngum öskurfrussandi á hvort annað og fóru í skemmtistaðasleiki og hvaðeina sem þau telja vera “eðlilegt líf”. Þannig hófst þessi smitbylgja, því eins og einn smitsjúkdómalæknirinn orðaði það kannski óvart en hitti samt naglann á höfuðið, þá misheppnaðist “væntingastjórnunin”. Samkvæmt þessum fyrirliggjandi staðreyndum eru það því hin bólusettu sem mesta hættan stafar frá, en ekki hin óbólusettu sem kjósa að verja sig fyrir smiti með skynsamlegri og ábyrgri hegðun á almannafæri og treysta á sitt eigið ónæmiskerfi ef svo fer að á það reyni, eins og við gerðum langflest áður en hugtakið COVID var búið til.

Svo að stefna sé marktæk verður hún að byggjast á staðreyndum. Segjum nei við aðskilnaðarstefnu!

1 Like

Ég vildi, í besta falli, sjá skýr orð um að allir er koma til landsins, hvort sem þeir búa hér eða ekki, skyldu dvelja í sóttkvíarhúsi á eigin kostnaði, svo lengi sem það þætti sérfræðingum (sóttvarnarlækni og öðrum) skynsamlegt/nauðsynlegt. Mér skilst að það hafi verið svona á Nýja-Sjálandi.

@htg Ég styð það. Hvað finnst þér um texta eins og:

“Svo framarlega sem það er mat sérfræðinga að sumir eða allir sem koma til landsins eiga að gista í ákveðinn tíma í sóttkvíarhúsi skal það vera á eigin kostnaði.”

? Ég myndi líka bæta við eitthvað eins og:

“Ef sóttkvíarhús sé tekið í notkun eftir ráð sérfræðingum er mikilvægt að tryggja bæði öryggi og vellíða gestanna; loft skal hreinsa og tryggja að það fer ekki á milli herbergja ósíað; herbergin skulu vera hrein og þægileg; flutning til hússins skal gera í öruggum aðstæðum; og það skal tryggja ferskt loft og hreyfingu fyrir gestanna í öruggum aðstæðum.”

Eða eitthvað slíkt. Hvað finnst þér?

@bofs Það er svolítið flokkið mál, og á einhvern hátt getum við verið sammála. :slight_smile:

Það er engin spurning að bóluefni veita vörn; það hafa verið margar rannsóknir, og sérfræðingar væru sammála þessu. En á móti því kemur - og ég held að þú værir að benda á þetta - hvað margir sem eru bólusettir taka fleiri áhættur.

Sem dæmi: mér fannst frekar furðulegt hvað voru 60-80% að smitast á hverjum degi fullbólusett þegar við erum, sem land, 74% fullbólusett. Og 53% smita voru Janssen, þrátt fyrir hvað <1/5 hafa fengið það. Svo fór ég að reikna út “raun-vörn” af bóluefnunum hérlendis - þ.e.a.s. að taka tilliti til hegðunarbreytinga líka. Ég notaði gögnin frá covid.is og það sem hefur verið tilkynnt í fréttunum og bjó svo til fylki af samjöfnunum til að leysa. Og þótt það séu margar mögulegar “leynibreytur” sem getur haft áhrif (t.d. ekki sama vörn í öllum aldurshópum, hvaða bóluefni fæ maður af aðstæðum fyrir utan eftir aldurshópi, o.fl) sem ég tók ekki til, reiknaði ég gróflega út:

Pfizer: 62%
Moderna: 69%
AstraZeneca: 22%
Janssen: -89% (já, þetta er mínus 89 - nánast tvöfalt líklegra að smitast).

Það er ekki að segja að Janssen sjálft gerir maður líklegra að smitast - alls ekki. Það bara virðist veita mjög lítla vernd gegn Delta (Janssen hefur verið mjög illa rannsakað gegn Delta almennt, bara nokkrar “neutralization” rannsóknir, og síðasta kom mjög illa út). En fólk sem var bólusett með Janssen fór svo að taka fleiri áhættur (eins og þú nefnir) miðað við óbólusett fólk. Það lítur út eins og það hefði verið öruggara að bólusetja þetta fólk ekki, ekki síst að bólusetja með betra efni.

Með tilliti til þess, mér finnst það væri alveg rétt hjá þér að segja að, “heyrðu, það er margt bólusett fólk sem eru hættulegra en ég”. En í textanum fyrir ofan:


  • Slíkar reglur þurfa hins að vera í samræmi við alvarleika áhætunnar á mati sérfræðinga heldur en refsingar-/þvingunaraðferð.

Myndi það ekki útiloka aðgerðum sem eiga við um óbólusett fólk svo framarlega sem þetta fólk sé ekki áhættumeira?

Markmið var - og verður - til að bólusetja til að auka öryggi fólks, sama þótt fólk sé ekki lengur að passa sig. Því það vill enginn að þjóðin þurfi að passa sig áratugum saman. En markmið hefur misheppnast, bæði út af Delta, og út af að treysta of mikið á Janssen; við erum bara of illa bólusett fyrir það núna. En markmiðinu verður náð í framtíðinni, og einhverntíma (þótt ekki í dag) verða eiginlega allt bólusett fólk áhættuminna en óbólusett fólk, þrátt fyrir hvað það hætti að passa sig.

Svo hvað þá? Eigum við, sem samfélag, þykjast að þessi ákvorðun sem maður hafi tekið til að láta ekki bólusetja sig gerir hann ekki hættulegri? Hann má gjarnan tekið þessa ákvörðun - hans líkami, hans val, ég styð það alveg. En það er val með afleiðingum fyrir aðra. Maður má kjósa að drekka en hann má ekki svo keyra strætó. Maður með flogaveiki ma ekki heldur keyra bíl nema ef hann getur sannað að hann lendi ekki í flog þegar hann sé að keyra. Ég þekkti konu með flogaveiki sem mætti ekki keyra bíl, og það hafði skaðlegt áhrif á lífið hjá henni, jafnvel sjálfsímyndina. En við, sem samfélag, hafa alltaf sett takmörk á frelsi þar sem það hefur merkilegt og skaðlegt áhrif á aðra.

EN - það er alveg rétt hjá þér að benda á að, eins og staðan er í dag, það lítur út eins og óbólusett fólk er ekki áhættumesti hópurinn á Íslandi með tilliti til COVIDs; þetta væri Janssen-bólusett fólk. Og takk fyrir það! Og ég er sammála að allar reglugerðir eigi að vera í samræmi við merkilegar raunverulegar áhættur , ekki bara refsing eða þrýsting í dulbúningi, og ekki bara smá auknar áhættur (t.d. ef fullur maður eða maður með flogaveiki væri aðeins 20% líklegra að lenda í bílslysi en meðalmanneskjan myndum við örugglega ekki banna það; áhættan þarf að vera merkileg).

Er hægt að vinna saman í texta sem við getum bæði (og aðrir!) verið sátt við? :slight_smile:

1 Like

Aðalatriðið hlýtur að vera að leggjast gegn þessari aðskilnaðarstefnu sem er í uppsiglingu víðar um heim en nokkurntíma áður í mannkynssögunni. Því miður er í mörgum löndum sem hafa ljóta og blóði drifna sögu í þeim efnum (t.d. Þýskalandi og Bandaríkjunum) verið að setja reglur sem beinlínis útiloka ákveðinn þjóðfélagshóp frá fullri þátttöku í samfélaginu, með því að setja bólusetningu sem skilyrði fyrir því að mega t.d. fara á tónleika, í kvikmyndahús eða leikhús o.s.frv. Þetta eru beinlínis viðbrögð við því hvað margir hafa kosið að afþakka bólusetningu og ætlunin er að beita þá slíkum þvingunaraðgerðum til að auka hlutfall bólusettra. Upplýstu samþykki fyrir þátttöku í þessari læknisfræðilegu tilraun hefur þannig verið hent út um gluggann og í staðinn er öll áherslan á að allir verði að bólusetjast. Ef það verður að veruleika er búið að eyða “stýrihópnum” (control group) í tilrauninni og aldrei mun verða hægt að leggja raunverulegt mat á það hvort tilraunin hafi heppnast eða hversu vel því þá er ekkert til samanburðar.

Að hafna bólusetningu og kjósa í staðinn að verjast smiti með skynsamlegri og ábyrgri hegðun á meðan veiran er enn á sveimi gerir viðkomandi ekki á nokkurn hátt “hættulegan”, því sá sem nær að forðast það að smitast sjálfur mun eðli máls samkvæmt ekki smita neinn annan. Það hefur mér tekist í að ganga 18 mánuði sem hlýtur að sanna að samfélaginu stafar engin hætta af mér. Ég fór ekki í hópsleik um leið og markmiðum bólusetningaráætlunar stjórnvalda var náð og kom svo í ljós að virkaði ekki. Eftir að hafa lagt mikið á mig til að forðast smit í allan þennan tíma á ég núna réttmæta kröfu á samfélagið um að halda öllum borgaralegum réttindum mínum óskertum. Ef eitthvað er þá ætti ég frekar að njóta verndar frá þeim sem öll hættan stafar frá sem eru hin bólusettu og það eru þau sem ættu að búa við takmarkanir á meðan þau hegða sér eins og raun ber vitni lifandi því sem þau kalla “eðlilegt líf”.

Ef endanlegur texti inniheldur bann við aðskilnaðarstefnu get ég vel við unað og geri ekki kröfu um meira. Látum ekki blekkja okkur til að samþykkja með þögninni að innleiða mismunun á grundvelli heilsufarslegrar stöðu sem einhverskonar meginreglu í samfélaginu. Erum við ekki “öll í þessu saman”?

1 Like

Ég hef ýmislegt út á þessa tillögu að setja. 1. og 2. gr. eru yfirlýsingar ekki stefna. 3 er þegar til í heilbrigðisstefnu Pírata, nema hvað hugtakið “afbrigðaverksmiðja” er gildishlaðið. 4 og 5 geta auðveldlega verið í andstöðu við hvor aðra og mætti sameina/umorða. 6 og 7 eru sama stefnumiðið og óþarfi er að nefna ferðaþjónustuna sérstaklega. 8. gr. er flott. 9. gr mætti fjalla um að Íslensk stjórnvöld taki ævinlega afstöðu með vel rökstuddum sóttvörnum um allan heim og standi með öllum alþjóðlegum aðgerðum sem bæta lýðheilsu og bæta öryggi heimsbyggðarinnar.

Ég hef aðallega áhyggjur af því að þessi stefna sé þröngsniðin einum faraldri. Hvað ef einhverjum snillingum tekst að breyta nafninu á faraldrinum á næstunni, þá erum við með covid stefnu sem ekki talar beint til nýs afbrigðis eða whatever.

Ég mundi vilja útvíkka þessa stefnuhugmynd svo að hún sýni viðbúnað við öllum alvarlegum smitsjúkdómum. Hví ekki að umbreyta henni í “sóttvarnastefnu” sem tekur á því hvernig við skulum vera undirbúin alvarlegum smitsjúkdómum og hamförum, þar sem sjúkrahús geta með litlum fyrirvara tekið á móti hunduðum eða þúsundum sjúklinga í misgóðu ástandi, þar sem til eru skýr ferli í ákvarðanatöku bæði í sóttvörnum, bólusetningum og einnig í fjármálum í nafni sóttvarna og fjárhagsaðgerða í kjölfarið.

Í raun væri þetta útfærslustefna sem tengja má við loftslagsaðlögunarstefnu, þ.e. fyrirfram ákveðnir ferlar til að bregðast við hinu óþekkta.

En sem sértæk covid stefna er þetta auðvitað gott PR, en mér finnst að Píratar eigi að sýna fordæmi og horfa lengra en til næstu kosninga.

1 Like

Í raun mundi ég vilja sjá stefnu án tilfinningalegs orðalags í upphrópanastíl, sem væri í þessa átt:

Lýðheilsu og sóttvarnastefna

  1. Íslendingar skulu taka virkan þátt í alþjóðlegum lýðheilsu- og sóttvarnaraðgerðum með vel rökstuddum aðgerðum innanlands sem eru í fullu samræmi við vísindalegar ályktanir og ráðleggingar alþjóðaheilbrigðisyfirvalda.
  2. Ákvarðanir um almennar sóttvarnir innanlands skulu byggja á samræmdum aðgerðum almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis, sem aftur byggja á vísindlegum grunni og hafa ráðfært sig við sérfræðinga og fulltrúa viðeigandi stofnana.
  3. Tryggja skal að stofnanir sem tengjast lýðheilsu og sóttvörnum hafi fjármagn og mannafla til að takast á við hópinnlagnir eða stóraukið álag á skömmum tíma.
  4. Leitast skal við að veita viðkvæmum hópum hámarksvernd gegn farsóttum án þess að skerða lífsgæði eða þjónustu.
  5. Allar ákvarðanir um veitingu opinbers fjármagns tengt bótum vegna sóttvarnastefnu skulu vera gagnsæjar og rekjanlegar, og gerð krafa um gagnsæi allra fyrirtækja og lögaðila sem þyggja fjármagn í slíkum aðgerðum.
  6. Ítarlega tölfræði um aðgerðir og styrki hins opinbera til fyrirtækja skal birta ársfjórðungslega hjá Hagstofu Íslands.
  7. Leggja skal línur að samræmdri heilbrigðistölfræði og upplýsingagjöf um sóttvarnaraðgerðir til að landsbúar séu vel upplýstir á hverjum tíma.
  8. Sjá skal til þess að vottorð bólusettra og smitaðra sé séu til þess fallin að réttur hvers og eins sé sá sami.

Þetta er frekar óljóst, hvað þýðir t.d. að vottorð séu “til þess fallin” að réttur hvers og eins sé sá sami? Vandamálið er ekki vottorðin sjálf, heldur sú tilhneiging sem er rísandi víða um lönd að leggja þau til grundvallar bólusetninga-aðskilnaðarstefnu. Slíkar (ó)reglur eru ekki skrifaðar á vottorðin sjálf, heldur byggjast þær á því hvort einstaklingar geti framvísað slíku vottorði eða ekki.

Hér er tillaga að skýrara orðalagi:

“Aldrei má leiða í lög eða reglur neitt sem felur í sér mismunun á grundvelli bólusetningarvottorða. Tryggja skal að aðgangur að þjónustu og viðburðum sem almenningi standa til boða verði aldrei bundinn skilyrðum um framvísun persónulegra heilsufarsupplýsinga einstaklinga.”

2 Likes

Ég er kannski útum allt hérna, en það er þessi faraldur svo sem líka (og ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa yfir allt hér á þræðinum, en vil koma með mín 2 sent)…

Það sem ég tel að sé lykilatriði í ljósi aðstæðna er að hafa einfalda stefnu, láta hana snúast um friðhelgi einkalífsins og persónufrelsi, þó þarf auðvitað að standa vörð um lýðheilsu borgara.
En fyrst og fremst að samfélagið verði ekki fyrir efnahagslegum og samfélagslegum skerðingum.

Ég tel að skynsamlegt væri að forðast of miklar alhæfingar og tengingar við vísinda niðurstöður og rannsóknir þar sem slíkt er eftir allt saman mjög breytilegt í þessu umhverfi, svo ég vitni nú bara í sóttvarnarlækni beint “…menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna”.

Við verðum líka að taka á aðskilnaðarstefnunni sem hér er nefnd, það er hættuleg þróun og að taka virkan þátt í slíkri þróun ýtir enn frekar undir hana.
Nú er t.d. mjög eðlilegt að fólk sé uggandi yfir bólusetningunum (sérstaklega fyrst þær veita okkur síðan ekki hjarðónæmi) ef við skoðum t.d. bara reynslu hundruði kvenna af meintum aukaverkunum eftir bólusetningu á æxlunarfærin þeirra - sjálf kem ég ekki til með að láta bólusetja dóttur mína við covid á meðan það kemur ekki fram mjög skýr skýring á því hvað gerðist og af hverju!

Ég minni líka á að þótt sóttvarnarlæknir sjálfur vilji auðvitað sjá flesta þiggja bólusetningu að þá hefur hann aldrei verið hlyntur skyldubólusetningum og er það tekið fram á covid.is að enginn sé skyldugur í bólusetningu - enda erum við að opna Pandórubox að skylda fólk í læknisfræðileg inngrip, næst gætum við horft upp á að skylda alla karlmenn í ófrjósemisaðgerð í þeim tilgangi að sporna gegn fólksfjölgun (og fólksfjölgunin er jú stærsta umhverfisógnin…).

Þá tel ég líka að hér sé kjörið tækifæri til að þrýsta á og hvetja til þess að grunninnkoma fyrir alla (GIFA/borgaralaun) verði skoðuð af alvöru í þeim tilgangi að mæta efnahagslegum hremmingum samfélagsins.
GIFA virkar fyrir bæði heimilin sem og fyrirtæki á meðan að fyrirtækjastyrkir virka bara fyrir einmitt fyrirtækin - og ekki einu sinni öll fyrirtæki hafa getað nýtt sér þau úrræði.

Þessi heimur sem við þekkjum virðist vera að breytast verulega og breytingarferlið er erfitt - mikið af því sem við erum að reyna klóra okkur fram úr verður ekki skýrt fyrr en eftir á.

Reynum að stilla stefnumótun í þessum málaflokki í hóf, hér þarf væntingastjórnun og stuðning fyrst og fremst.

Hæ Albert,

Það lítur út eins og þú ert að svara fyrsta kommentið. En þetta var uppfært eftir umræðunni:

Nennirðu að svara þessu í staðinn? Og endilega stingdu upp hvernig á að umorða textann - t.d. heldur en “gera Ísland að afbrigðaverksmiðju” -> “að þróa ný afbrigði”?

Einnig: Þótt ég væri ekki á móti að “faraldrastefnu” almennt vilja kjósendur vita hvernig Píratar ætla að bregðast við þessum faraldri sérstaklega. En kannski er hægt að móta því til að eiga við um þennan faraldur og framtíðarfaraldra, án þess að gera óskýrt hvað nákvæmlega við ætlum að gera núna?

1 Like

Í þessa umræðu vantar að taka á sveltistefnu gagnvart Landspítalanum. Þar hefur verið skorið niður áratugum saman og nú er staðan sú að 15 innlagnir leggja spítalann á hliðina. Það þarf að fjármagna rekstur hans þannig að þar sé borð fyrir báru. Annars er þetta ekki þjóðarsjúkrahús heldur bráðaspítali í eilífum slökkvistöfum, án þess að sinna grunnþjónustu við borgarana.

1 Like

Í raun mundi ég vilja sjá stefnu án tilfinningalegs orðalags og upphrópana, sem væri einhvernvegin svona:

Takk, Bofsi. Ég var einmitt orðinn rökþrota, ráðþrota og orðvana þarna í restina :slight_smile:

Mér sýnist að ef við ætlum að treysta almannavörnum, landlækni og sóttvarnalækni fyrir hlutum möglunarlaust, þá sé það undir þeim komið hvernig tekið er á sóttvarnamálum bæði við landamærin og innanlands. Þannig þurfum við sem Píratar ekki að hafa áhyggjur af afbrigðu, fjölda sýna, fjölda bólusetninga, fjölda daga í sóttkví. Við treystum sérfræðingunum, en viljum samt vera upplýst að fullu um hvað er í gangi á hverjum tíma.

En já, ég las fleiri athugasemdir og sá að þú hafðir endurbætt tillöguna. Samt ákvað ég að koma með aðra almennari tillögu að lýðheilsu og sóttvarnastefnu sem gengur út á að treysta sérfræðingunum án þess að vera með eigin tillögur um hvað ætti að gera.

1 Like

@bofs Takk fyrir svarið. :slight_smile:

Það er eitt sem ég þarf að leiðrétta. Það er engin “Phase-neitt rannsókn” í gangi með núverandi bóluefnunum fyrir almenninginn. T.d. lauk Phase 3 rannsóknin fyrir Pfizer þann 9 nóvember 2020 og það var svo veitt neyðarleyfi fyrir almenninginn. Það er ekki lengur til “rannsókn” fyrir almenninginn, og það er ekki til “stýrihópur” fyrir rannsókn sem er ekki til. Það er auðvitað safnað tilkynningar um aukavirkanir en þetta á við um öll lyf; myndirðu kalla öll lyf “tilraunalyf”? 2 milljarðar manns í heimi hafa fengið bólusetningu; það er sambærilega fá lyf til í heimi sem hafa verið svo víða í notkun og t.d. Pfizer, AZ, o.fl.

Endilega spyrðu Lyfjastofnun hvort núverandi samþykkt bóluefni flokkast sem “tilraunalyf” ef þú trúir mér ekki. :slight_smile: En þú átt alveg rétt á að ákveða að þú vill ekki þiggja bólusetningu, út af hvaða aðstæðum sem er, og það á enginn að beita refsingar- eða þrýstingaraðferðir, finnst mér.

En getum við verið sammála að það sé ekki “að hafa ljóta og blóði drifna sögu í þeim efnum (t.d. Þýskalandi og Bandaríkjunum)”, að það sé ekki nasísmi til að setja takmark þegar það er raunverulegar áhættur af út af einhverjum? Finnst þér að ölvunarmaður eigi rétt að keyra? Maður með flogaveiki? Á blindur maður rétt á að fara í veiðiferð? Á geðveikur maður rétt á að eiga byssu?

Finnst þér að við eigum aldrei að setja takmörk á fólk eftir raunverulegum áhættum, að það sé nasísmi að gera það? Finnst þér það í alvörunni?

(Konan sem ég þekkti með flogaveiki var í rauninni góður og varkár bílstjóri, og hjá henni tók ~5 mínútur fyrir flog til að byrja, svo var hún almennt með tíma til að stoppa. Það er til margir aðrir bílstjórar sem eru áhættumeiri almennt sama þótt þeir séu ekki með flogaveiki. En það var bann sett því það er talið að tölfræðilega sé hættulegt að leyfa fólk með flogaveiki að keyra)

Finnst þér ekki nóg að halda fram að það þarf að vera raunveruleg og merkileg tölfræðileg áhætta til staðar? Sem er - eins og þú ert rétt að benda á - er ekki staðan í dag, að það er meiri áhætta hjá Janssen-hópnum! En þegar það er ekki lengur þannig: af hverju má fullur maður ekki keyra, maður með flogaveiki ekki keyra, blindur maður ekki fara í veiðiferð, geðveikur maður ekki eiga byssu, o.fl… en hjúkrunarfræðingur á Landakoti sem er nokkrum eða mörgum sinnum líklegra að smita viðkvæman sjúkling ekki hafa nein takmörk sett? Ég sé ekki rök í þessu.

En á móti því kemur… það þarf að vera merkileg og raunveruleg áhætta. Og ef Delta er útrýmd innanlands er áhætta til staðar? Nei. Svo auðvitað eiga svona takmörk aðeins við þegar það þarf að herða aðgerðir innanlands, og auðvitað ekki þar sem það er lítil áhætta almennt.

Ég skal ekki standa á móti almennu banni á takmörk eftir bólusetningarstöðu ef það er skýr meirihluti flokksins sem vill það. En mér finnst svona bann ekki rökrétt, því við höfum alltaf sett takmörk eftir raunverulegum áhættum. Ég vil heldur tryggja að það væri aldrei notað sem þrýstingar- / refsingaraðferð, að aðrir kostar væru gefnir (t.d. skimun, grímur, o.fl.), og að ef það væri tekið í notkun að það samsvari raunverulegri áhættu.

@tenchi ef við skoðum t.d. bara reynslu hundruði kvenna af meintum aukaverkunum eftir bólusetningu á æxlunarfærin þeirra - ég vil bakka svolítið hérna. Það hefur 1 milljarðar konur í heimi verið bólusett hingað til. Af öllum tilkynningum tilkynnt til VAERS og slíks kerfis hafa engin rannsókn sýnt fram að kvennasjúkdómur gerast oftar en á handahófi.

Það er samt eitthvað sem pirrar mig svolítið, sem það safnar ekki upplýsingar um kvennahliðarverkanir (ekki kvennasjúkdóma). Listarnir (t.d. https://www.cdc.gov/vaccines/covid-19/info-by-product/pfizer/reactogenicity.html ) fjalla um margar hliðarverkanir - hausverk, vöðvaverk, ógleði, þreytu, o.fl… en ekki einu sinni breytingar í blæðngu, sama þótt þær séu vel þekkt eftir öðrum bólusetningum (t.d. flensubólusetningum) og eftir sjúkdómum almennt, því ónæmiskerfið hefur áhrif á hormón. Mér líður eins og það væri karlmaður sem hannaði listann :wink:

En, að setja það í samhengi: ~0,5% bólusetra íslenskra kvenna hafa gengið í Facebook-hópnum um breytingar í blæðingum. En 53-65% kvenna almennt féngu breytingar í blæðingum í fyrra, fyrir bólusetningu (líklegast út af stressi): https://www.webmd.com/lung/news/20210328/survey-says-menstrual-cycles-changed-during-the-pandemic

Fleiri rannsóknir eru auðvitað alltaf velkomnar. En ef það var raunverueg áhætta á kvennsjúkdómum hefðu þeir fundist fyrir löngu.

1 Like

@halldorz - Sammála - viltu stinga upp á texta? Eða á þetta mál að vera í annari stefnu?

Alveg rétt. Í almennri heilbrigðisstefnu Pírata tölum við um ýmsar úrbætur, en ekki hvernig fjármagna skuli heilbrigðiskerfið. Í efnahagsstefnu Pírata er talað um að efla velferðarkerfið, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu, en ekki farið nánar út í hvernig það skuli gert.

Sjálfum finnst mér að ca 40% af tekjum hins opinbera eigi að fara til einstaklinga sem borgaralaun (sem eru fyrirbyggjandi á marga vegu), 50% á að fara í velferðarkerfin (20% í heilbrigðiskerfið, 20% í menntakerfið og 10% í samgöngur og önnur stoðkerfi). 10% afgangur á að fara í eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og utanríkissamskipti. Ef heildarkakan eru rúmir 1200 milljarðar eins og árið 2020. þá eru þetta nokkuð einfaldir reikningar.

1 Like

það þykir a.m.k. vera tilefni til að skoða það frekar hér á landi, enda líka lang eðlilegast að skoða þau gögn sem eru næst okkur, óháð því hverju við höfum heyrt af erlendis frá eða ekki - þetta eru dæmi í okkar nánasta umhverfi og við viljum auðvitað að það sé rannsakað

Einmitt. Og mér finnst það væri góður sigur, ef rannsókn sýnir tengsl á milli breytinga í blæðingum og bólusetninga (sem væri alls ekki furðulegt að finna, eftir því sem við vitum nú þegar), að fá það á hlíðarverkunarlistanum. Ég styð alltaf rannsóknir og gagnsæi :slight_smile:

já ég hefði áhuga á að vita hvort þessar konur sem um ræðir hafi þá einmitt upplifað þetta áður, nú má t.d. gera ráð fyrir að flestar þeirra fari í inflúensubólusetninguna á hverju ári, mögulega hafa þær gert sér grein fyrir að það þurfi líka að fara í booster sprautu af og til með barnabólusetningarnar?

megin pointið mitt er hins vegar þetta, við þurfum að standa vörð um persónufrelsi og réttindi einstaklinga til að taka upplýsta og sjálfstæða ákvörðun einstaklinga til að taka þátt í læknisfræðilegum inngripum og vera varkár í orðræðu og afstöðu til rannsóknanna þar sem þær virðast nú vera ansi sveigjanlegar frá einum mánuði til þess næsta og að okkar eigin sérfræðingur virðist hreinlega vera kominn á þá línu

hér birtast áhyggjur

við fáum þessa fullyrðingu í júlí
https://www.frettabladid.is/frettir/janssen-veiti-vidvarandi-vorn-gegn-delta/?utm_medium=Social&utm_source=Facebook#Echobox=1626301824

á sama tíma og verðum við að verja félagslega þátttöku einstaklinga og efnahagslífið

s.s. keep it simple