@htg Ég styð það. Hvað finnst þér um texta eins og:
“Svo framarlega sem það er mat sérfræðinga að sumir eða allir sem koma til landsins eiga að gista í ákveðinn tíma í sóttkvíarhúsi skal það vera á eigin kostnaði.”
? Ég myndi líka bæta við eitthvað eins og:
“Ef sóttkvíarhús sé tekið í notkun eftir ráð sérfræðingum er mikilvægt að tryggja bæði öryggi og vellíða gestanna; loft skal hreinsa og tryggja að það fer ekki á milli herbergja ósíað; herbergin skulu vera hrein og þægileg; flutning til hússins skal gera í öruggum aðstæðum; og það skal tryggja ferskt loft og hreyfingu fyrir gestanna í öruggum aðstæðum.”
Eða eitthvað slíkt. Hvað finnst þér?
@bofs Það er svolítið flokkið mál, og á einhvern hátt getum við verið sammála.
Það er engin spurning að bóluefni veita vörn; það hafa verið margar rannsóknir, og sérfræðingar væru sammála þessu. En á móti því kemur - og ég held að þú værir að benda á þetta - hvað margir sem eru bólusettir taka fleiri áhættur.
Sem dæmi: mér fannst frekar furðulegt hvað voru 60-80% að smitast á hverjum degi fullbólusett þegar við erum, sem land, 74% fullbólusett. Og 53% smita voru Janssen, þrátt fyrir hvað <1/5 hafa fengið það. Svo fór ég að reikna út “raun-vörn” af bóluefnunum hérlendis - þ.e.a.s. að taka tilliti til hegðunarbreytinga líka. Ég notaði gögnin frá covid.is og það sem hefur verið tilkynnt í fréttunum og bjó svo til fylki af samjöfnunum til að leysa. Og þótt það séu margar mögulegar “leynibreytur” sem getur haft áhrif (t.d. ekki sama vörn í öllum aldurshópum, hvaða bóluefni fæ maður af aðstæðum fyrir utan eftir aldurshópi, o.fl) sem ég tók ekki til, reiknaði ég gróflega út:
Pfizer: 62%
Moderna: 69%
AstraZeneca: 22%
Janssen: -89% (já, þetta er mínus 89 - nánast tvöfalt líklegra að smitast).
Það er ekki að segja að Janssen sjálft gerir maður líklegra að smitast - alls ekki. Það bara virðist veita mjög lítla vernd gegn Delta (Janssen hefur verið mjög illa rannsakað gegn Delta almennt, bara nokkrar “neutralization” rannsóknir, og síðasta kom mjög illa út). En fólk sem var bólusett með Janssen fór svo að taka fleiri áhættur (eins og þú nefnir) miðað við óbólusett fólk. Það lítur út eins og það hefði verið öruggara að bólusetja þetta fólk ekki, ekki síst að bólusetja með betra efni.
Með tilliti til þess, mér finnst það væri alveg rétt hjá þér að segja að, “heyrðu, það er margt bólusett fólk sem eru hættulegra en ég”. En í textanum fyrir ofan:
- Slíkar reglur þurfa hins að vera í samræmi við alvarleika áhætunnar á mati sérfræðinga heldur en refsingar-/þvingunaraðferð.
Myndi það ekki útiloka aðgerðum sem eiga við um óbólusett fólk svo framarlega sem þetta fólk sé ekki áhættumeira?
Markmið var - og verður - til að bólusetja til að auka öryggi fólks, sama þótt fólk sé ekki lengur að passa sig. Því það vill enginn að þjóðin þurfi að passa sig áratugum saman. En markmið hefur misheppnast, bæði út af Delta, og út af að treysta of mikið á Janssen; við erum bara of illa bólusett fyrir það núna. En markmiðinu verður náð í framtíðinni, og einhverntíma (þótt ekki í dag) verða eiginlega allt bólusett fólk áhættuminna en óbólusett fólk, þrátt fyrir hvað það hætti að passa sig.
Svo hvað þá? Eigum við, sem samfélag, þykjast að þessi ákvorðun sem maður hafi tekið til að láta ekki bólusetja sig gerir hann ekki hættulegri? Hann má gjarnan tekið þessa ákvörðun - hans líkami, hans val, ég styð það alveg. En það er val með afleiðingum fyrir aðra. Maður má kjósa að drekka en hann má ekki svo keyra strætó. Maður með flogaveiki ma ekki heldur keyra bíl nema ef hann getur sannað að hann lendi ekki í flog þegar hann sé að keyra. Ég þekkti konu með flogaveiki sem mætti ekki keyra bíl, og það hafði skaðlegt áhrif á lífið hjá henni, jafnvel sjálfsímyndina. En við, sem samfélag, hafa alltaf sett takmörk á frelsi þar sem það hefur merkilegt og skaðlegt áhrif á aðra.
EN - það er alveg rétt hjá þér að benda á að, eins og staðan er í dag, það lítur út eins og óbólusett fólk er ekki áhættumesti hópurinn á Íslandi með tilliti til COVIDs; þetta væri Janssen-bólusett fólk. Og takk fyrir það! Og ég er sammála að allar reglugerðir eigi að vera í samræmi við merkilegar raunverulegar áhættur , ekki bara refsing eða þrýsting í dulbúningi, og ekki bara smá auknar áhættur (t.d. ef fullur maður eða maður með flogaveiki væri aðeins 20% líklegra að lenda í bílslysi en meðalmanneskjan myndum við örugglega ekki banna það; áhættan þarf að vera merkileg).
Er hægt að vinna saman í texta sem við getum bæði (og aðrir!) verið sátt við?