Ný COVID stefna?

  1. Aldrei má leiða í lög eða reglur neitt sem felur í sér mismunun á grundvelli bólusetningarvottorða. Tryggja skal að aðgangur að þjónustu og viðburðum sem almenningi standa til boða verði aldrei bundinn skilyrðum um framvísun persónulegra heilsufarsupplýsinga einstaklinga.
1 Like

Ég býst við því að kjósendur vilji skýr svör um afstöðu flokka að núverandi faraldri og deilumálum ársins.

Ef sóttvarnarlæknir* leggur til að varna smitum frá landamærum með því að skikka ferðafólk (búsett hér eða ekki) í sóttkvíarhús, styðja Píratar þetta? Hverjir myndu borga, ferðamenn eða allir hinir gegnum skatta? Eigum við að herma eftir fyrirmynd Nýja-Sjálands, þess lands er virðist hafa gengið best í þessum faraldri, ef sóttvarnarlæknir mælir með því?

Svörin voru afar óskýr fyrir nokkrum mánuðum og margir því ósáttir. Ég vildi sjá þau svör í stefnu okkar – í lið 13. í ykkar tillögu.

*Ég geri ráð fyrir því að hann leggi til bara það sem er skynsamlegt og sem flestir sérfræðingar á viðkomandi sviðum sættist á.

1 Like

Ég er sammála htg. Ég met vinnuna sem gislio er búinn að leggja í útgáfunni sinni, en mér finnst að kjósendur vilji sjá skýr svör við stórum spurningunum:

  • Vilja Píratar láta veiruna geisa innanlands eða útrýma hana?
  • Ef markmiðið verður “útrýming” þá hvernig ætla Píratar að velja aðgerðum?
  • Hvað er langtíma áætlunin? Hver verður leiðin út úr þessari ástandi?
  • Í hvaða aðstæðum myndum við [herða / aflétta] aðgerðir [innanlands / við landamæri]?

O.fl.

Ef við ætlum ekki að gefa skýr svör þá persónulega sé ég ekki tilgang að búa til stefnu. Kjósendur vilja ekki heyra “ákvarðanir séu teknar á upplýstan máta” og þannig - þetta er pólitískt tal sem allir flokkar myndu segja en þýðir eiginlega ekki neitt.

Enda, þótt ég sé ekki sammála bofs um hvaða stefnu er best með tilliti til óbólusetts fólks finnst mér rétt hjá honum að almenningurinn eigi skilið skýrt svar um það. Styðjum við þrýstingar-/refsingaraðferðir til að hvetja fólk til að þiggja bólusetningu? Styðjum algjört bann við reglur sem fara eftir bólusetningastöðu? Eða eitthvað á milli, bann við þrýstingaraðferðir og aðeins að leyfa reglur eftir bólusetningastöðu þar sem það eru merkilegar og sannanlega áhættur hjá viðkvæmu fólki? Almenningurinn á skilið að vita hvað Píratar ætla að gera, finnst mér.

Ég held að það sé aðallega tvö mál um að ræða:

  1. Breidd stefna með skýrum svörum við stóru spurningunum, eða mjó stefna án skýrra svara. Eða engin stefna?

  2. Hvaða stefnu eigum við að taka upp með tilliti til óbólusetts fólks, ef einhverja?

1 Like

Þetta er ekki spurning um að vera sammála eða ósammála, heldur einfaldlega að virða jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár og leggjast þess vegna gegn innleiðingu aðskilnaðarstefnu. Flokkur sem gefur sig út fyrir að vilja verja borgaraleg réttindi getur ekki verið ósammála því, eða hvað?

“heldur einfaldlega að virða jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár”

Þurfum við að ræða þetta aftur hér? Er það brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár að banna fullan mann að keyra? Er það brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár að banna mann með flogaveiki að keyra? Er það brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár að banna blindan mann að fara í skotveiði? Er það brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár að banna geðveikan mann að eiga byssu?

(Ég vil ítreka að ég sé að styðja þig í að fá atkvæðagreiðslu um þetta mál, þótt við séum ekki sammála)

1 Like

Já Karen, þangað til þú áttar þig á því að það eitt að hafa fæðst í þennan heim og vera til geri mann ekki sjálfkrafa hættulegan, en fylgispekt við aðskilnaðarstefnu geri það.

Allt sem þú nefnir (stjórn ökutækja, notkun skotvopna) eru atriði sem samfélagið hefur sammælst um að þurfi að hafa tilskilin leyfi fyrir og uppfylla skilyrði fyrir þeim, vegna innbyggðra hættueiginleika þeirra hluta sem um er að ræða notkun á. Ef þú vilt skilgreina það að hafa fæðst í þennan heim og vera til en kjósa að afþakka sprautun með efnum sem sjálf geta verið hættuleg t.d. vegna hugsanlegra aukaverkana sem eru á þessu stigi lítið þekkt til lengri tíma, þá ertu komin á einhvern allt annan stað í hugsanagangi.

Ef þú telur það vera glæpsamlegt að kjósa aðra leið í smitvörnum en sprauturnar sem hefur komið í ljós að veita ekki nema í besta falli mjög takmarkaða smitvörn, þá máttu endilega segja það hreint út og láta í leiðinni vita hvar fólk í þeim hópi getur fengið gulu stjörnuna sem það á að merkja sig með.

Í sumum tilfellum er það ekki okkar að ákveða, heldur að treysta á sérfræðingana. Við gætum t.d. haft stefnu sem segir að það eigi að vera 2 metra regla, grímur alls staðar o.s.frv. en við erum ekki sérfræðingar þegar kemur að því.

Við segjum hins vegar að við myndum fara að ráðum sérfræðinga. Við segjum líka að við viljum tryggja landamærin til þess að hafa frelsi innanlands (slíkt er pólitísk ákvörðun). Við þurfum að passa okkur að binda ekki hendur sérfræðinga með okkar skoðunum sem kannski eru ekki byggðar á vísindum.

Svörin til kjósenda er því að við myndum hlusta á sérfræðingana frekar en bara lobbyistana. Við segjum líka þarna að við viljum að allar aðgerðir fylgi meðalhófsreglu - það þýðir að það á ekki að taka þau réttindi af fólki að leyfa því að neita bólusetningu, alveg sama hvað okkur finnst þau skrýtin að skilja ekki rökin.

Allt sem þú nefnir (stjórn ökutækja, notkun skotvopna) eru atriði sem samfélagið hefur sammælst um að þurfi að hafa tilskilin leyfi fyrir og uppfylla skilyrði fyrir þeim

Ha? Heldurðu að maður getur unnið sem lækni hjá viðkæmu fólki eða þannig án leyfis? " Réttur til að kalla sig lækni og starfa sem slíkur hér á landi, er skilgreindur í reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi** og reglugerð nr. 29/2017 og nr. 411/2021. Reglugerðirnar eru settar samkvæmt lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn." “IV. KAFLI Réttindi og skyldur” settur fram margskonar skyldur til að vernda sjúklinga sem læknir þarf að uppfylla til að geta haldið áfram að kalla sér - og vinna sem - læknir.

Það er almennt reglan að ef maður geti sett öðrum í áhættu í vinnu þá eru kröfur settar á starfsmenn. Læknar. Flugumferðarstórar. Lögreglan. Það gilda reglur um eiginlega hvaða starf sem er sem felur í sér áhættur hjá öðrum.

Og jafnvel ef það væri ekki þannig: ef “samfélagið sammælst um að þurfi að hafa tilskilin leyfi fyrir að að vinna hjá viðkvæmu fólki” út af heimsfaraldrinu þá hvað þá?

“Ef þú telur það vera glæpsamlegt að kjósa aðra leið í smitvörnum en sprauturnar sem hefur komið í ljós að veita ekki nema í besta falli mjög takmarkaða smitvörn”

Þetta er ekki það sem stendur í rannsóknum, og það er enginn að ræða “glæp”.

Það er mikilvægt að muna (1) öll bóluefni eru ekki eins, og (2) raunheimurinn sé ekki double-blind rannsókn.

(2): Í double-blind rannsókn veit maður ekki hvort hann sé að fá bóluefni eða lyfleysu. Þannig haga báðir hópar sér eins, og það má bera saman áhrif bóluefnis, og það sést alltaf hvað það hjálpar mikið. En þegar það er ekki lengur rannsókn - maður ekki að skrá sig, skrifa undir samning, og svo að fá annaðhvort bóluefni eða lyfleysu - þegar maður veit að hann sé að fá bóluefni - þá koma hegðunarbreytingar auk áhrifs bóluefnis; hann hættir að passa sig. Svo nettó vörn í raunheiminum er minni en vörnin af bóluefninu.

En þetta er markmiðið. Markmiðið er að fólk þurfi ekki að passa sig áratugum saman; það vill enginn það. En til þess þarf virknið að vera ekki bara “eitthvað”, heldur “nóg”.

Svo kemur…

(1) Það eru 4 bóluefni með leyfi hérlendis. Ef maður reiknar út nettó vörn af öllum bóluefnum saman - vörn af bóluefnum mínus áhrif hegðunarbreytinga - þá er nettó vörn til, en ekki mikil (~19%). En hvert efni er alls ekki eins. 53% þeirra sem hafa smitast þrátt fyrir bólusetningu fengu Janssen, en aðeins 20% sem voru bólusett fengu Janssen. Svo augljóslega er nettó vörn af Janssen mikið í mínusi - lítil vörn af efninu en mikið skaðlegt áhrif af hegðunarbreytingum. En það þýðir líka að nettó vörn af efnum eins og Pfizer þurfa að vera mikið í plússi.

Eins og ég nefndi áður, ég setti upp fylki af samjöfnum til að reikna út nettó vörn hvers efnis, og niðurstaðan var:

Pfizer: 62%
Moderna: 69%
AZ: 24%
Janssen: -89%

Þ.e.a.s., Janssen er að vernda lítið gegn að smitast af Delta - kannski 20-45% eða þannig - en flestir eru hættir að passa sig og er þannig í mun meira nettó áhættu á að smitast (þótt samt minni áhættu á að smitast alvarlega)

En það er ekki þannig með t.d. Pfizer og Moderna. Þrátt fyrir hegðunarbreytingum er þetta fólk með ~1/3 líkur á að smitast miðað við óbólusett fólk.

En svo ætlum við að bjóða endurbólusetningu. Fyrst til þeirra sem hafa fengið Janssen. Svo ónæmisbælt fólk. Svo gamalmanna. Á endanum, einhvern tíma, öllum. Nettó vörn mun halda áfram á uppleið.

Eins og er, gögnin stendur að þú sért ekki í áhættumesti hópnum (þessi hópur væri Janssen-hópurinn), og þannig er ekki til “merkilegar ekta auknar áhættur” hjá óbólusettu fólki, og þannig væri ekki hægt að rökstyðja reglur sem eiga við aðeins hjá óbólusettu fólki - nema sem þrýstingaraðferð, sem ég er persónulega á móti. En það verður öðruvísi í framtíðinni.

2 Likes

Í sumum tilfellum er það ekki okkar að ákveða, heldur að treysta á sérfræðingana. Við gætum t.d. haft stefnu sem segir að það eigi að vera 2 metra regla, grímur alls staðar o.s.frv. en við erum ekki sérfræðingar þegar kemur að því.

Það er engin hér að segja að við eigum að segja frá ákveðnar sóttvarnarreglur í stefnunni, eins og 2m reglur, grímur, o.s.frv. En almenningurinn á skilið að vita svörin við stóru spurningunum. Ætlum við að láta veiruna geisa innanlands eða útrýma hana innanlands? Ef markmiðið verður “útrýming” þá hvernig ætla Píratar að velja aðgerðum, fyrir utan “í samstarfi við sérfræðinga”? Hver er langtíma áætlunin? Hver verður leiðin út úr þessari ástandi? Í hvaða aðstæðum myndum við [herða / aflétta] aðgerðir [innanlands / við landamæri]?

Að svara ekki stóru spurningunum og að biðja fólk að kjósa án upplýsingar um svona mál er - finnst mér - ólýðræðislegt.

1 Like

Það er líka meginreglan að maður teljist ekki vera hættulegur öðrum fyrir þær sakir einar að hafa fæðst og vera til. Almennt séð hefur manneskjan sjálf enga sérstaka meðfædda hættueiginleika.

“Það er líka meginreglan að maður teljist ekki vera hættulegur öðrum fyrir þær sakir einar að hafa fæðst og vera til. Almennt séð hefur manneskjan sjálf enga sérstaka meðfædda hættueiginleika.”

Endilega reyndu að fá starf sem blindur skurðlæknir.

Endilega taktu viljandi ákvarðanir sem gera þig hættulegri (t.d. að drekka) og svo mættu í vinnu sem skurðlæknir fullur og sjáðu hvað setur.

1 Like

Að sækjast eftir starfi sem skurðlæknir er semsagt fyllilega sambærilegt því að hafa bara fæðst og að vera til? Áttar þú þig ekki á því hversu mikil rökleysa felst í slíkum samanburði?

Það er ákvörðun að láta sprauta sig. Að gera það ekki þarfnast engrar sérstakrar ákvörðunar og getur þess vegna ekki verið “viljandi ákvörðun” sem gerir mann hættulegri en daginn sem maður fæddist.

Ef þú trúir því að spraturnar verndi þig, þá skaltu endilega þiggja þær og þá ætti þér ekki stafa nein sérstök hætta af öðrum sem ekki gera það. Ef þú trúir því hins vegar ekki að sprauturnar verndi þig, þá ertu um leið að segja að þær séu tilgangslausar og bólusetningarvottorð að sama skapi líka.

1 Like

Ég tek undir að lið nr. 17 sé bætt við í stefnuna - að öðru leyti sé ég mér ekki fært að samþykkja hana

það má ekki undir neinum kringumstæðum þvinga fólk til læknisfræðilegra inngripa gegn þeirra vilja, sama hvað öðrum finnst
það er slippery slope

ef við viljum að fólk láti bólusetja sig þá þarf að ná til þeirra “með hunangi” og að hún sé frí og aðgengileg, sem er í fullu samræmi við skoðanir og nálgun sóttvarnarlæknis

Einmitt, sóttvarnalæknir hefur aldrei tekið undir slíkar hugmyndir þó hann hafi ítrekað verið spurður út í slíkt á blaðamannafundum. Jafnvel Kári Stefánsson sem hafði áður viðrað eitt harkalegast viðhorf til óbólusettra sem komið hefur fram opinberlega (hann lagði beinlínis til að útiloka þau frá samfélaginu) dró þau ummæli til baka í viðtali á visir.is í gær og sagðist sjá eftir þeim, því það væri “ljótt að gera svoleiðis”.

1 Like

Einmitt, sóttvarnalæknir hefur aldrei tekið undir slíkar hugmyndir

Ef sérfræðingar mæla ekki með reglum um óbólusett fólk að vinna við viðkvæmt fólkt, að meta það ekki að vera eitthvað sem mikilvægt væri til að draga úr raunverulegum áhættum hjá viðkvæmu fólki í COVID-bylgju, þá væri slíkar reglur ekki teknar upp undir neinni stefnu fyrir ofan.

Jafnvel ef sérfræðingar mæli með svona reglum þá - í fyrirnefndu stefnunum - væri þessi meðmæli tekin til athugunar, auk mörg önnur meðmæli, á samræmdan vettvang um ákvarðanatöku um sóttvarnir og með öllum flokkum með að borðinu þar, þar sem sameiginleg ákvörðun væri tekin um hvaða meðmæli til að taka í notkun sem leggja saman til að lækka R0 < 1 og tryggja öryggi á meðan.

Þessar stefnur sem eru um að ræða fyrir ofan gera það ekki auðveldara fyrir þingmenn Píratana að styðja takmörk á óbólusett fólk; þær gera það erfiðara.

Það hefur enginn sem ég hef séð í þessari umræðu að segja að við eigum að taka í notkun reglur um óbólusett fólk, ekki síst án meðmæla sérfræðinga. Það er spurning um hvort á að setja bann á svona reglur eða ekki. Og ég styð - eins og ég hef alltaf - atkvæðagreiðslu um það. Og ég skal styðja það sem meirihlutinn ákveður um þetta mál.

Ég er búinn að renna yfir þennan þráð og einnig lesa yfir stefnuna sem nú er í kosningakerfinu.

Ég hef mínar efasemdir um þessa stefnu og hef ritað mína athugasemd um hana í kosningakerfinu.
Hinsvegar hef ég haft gagn að því að lesa rökræður bofs og Karenar.

Ég er sammála bofs að því leyti að ekki megi mismuna fólki á grundvelli bólusetningarvottorða. Ég er hinsvegar ekki sammála hans skoðun er snúa að gagnsemi bólusetninga eða amk Covid-19 bólusetninga. Sjálfur er ég bólusettur.

Þetta er algjörlega valid en óþægilegur punktur sem hann er að benda á.

Við getum ekki takmarkað rétt óbólusettra en við getum hinsvegar gert þeim grein fyrir því að ef þau vilji taka þátt í samfélaginu aftur á hefðbundinn máta, fara í skemmtastaða sleik, tónleika etc einsog bofs orðar það þá gera þau sér grein fyrir því að slíkt sé á eigin ábyrgð. Veirunni er sama þótt þú sért bólusettur eður ei.

Lyfin hafa ekki veitt okkur hjarðónæmi en þau hafa svo sannarlega dregið úr einkennum og alvarleika þess að veikjast af Covid-19.

Nú mætti einnig heimfæra rök mín um “eigin ábyrgð” á áhættuhópa en við erum að búa þannig um að við erum reynda vernda viðkvæmari- og áhættuhópa. Þeir sem eru á móti bólsetningum eru ekki áhættuhópur sem slíkur.

Ég verð að benda á að orðin sem hér eru höfð eftir voru ekki um óbólusetta, heldur einmitt um þá sem hafa verið bólusettir. Þau voru ekki sett fram sem rök fyrir því að aflétta takmörkunum, heldur þvert á móti er engin leið til að skilja þau önnur en sú að viðhalda hefði átt strangari takmörkunum án tillits til bólusetningarstöðu landsmanna - í bland við fullyrðingu um að hinir óbólusettu væru skynsamari en svo að hegða sér með þessum hætti.

1 Like

Núna verða þeir sem ekki taka búster flokkaðir sem óbólusettir. Þeir sem taka eitt skot eru ekki flokkaðir sem bólusettir og þeir sem taka seinna skotið flokkast óbólusettir í 14 daga.

Skv. Albert Bourla CEO hjá Pfizer þá er stefnan að fólk taki COVID bóluefnaskot 10 sinnum á ári og síðan COVID pillur 2-3svar á dag.

Núna hefur Kristalina Georgieva sjórnandi alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýst því yfir að COVID bólusetningaaðgerðir séu æðstu efnahagsaðgerðir sjóðsins. Hún segir að án þessara "heilbrigðis"aðgerða sé ekki hægt að snúa við efnahag heimsins.

Er enginn farinn að spyrja sig um hvað er raunverulega í gangi.

Seinn í partíið en, og ég meina þetta í fullri einlægni, mér finnst að markmiðið verði að vera að fólk geti farið í skemmtistaðasleiki sem mest og sem oftast eins flótt og hægt er. Eftir að hafa lesið þennan þráð og öll þau sjónarmið sem komið hafa fram í honum finnst mér gleymast það sjónarmið að lífið á að vera skemmtilegt og að aðgerðir sem hindra fólk í að njóta lífsins þurfi að sýna fram á vissann árangur til að geta talst þess virði. Fólk hefur verið selt ákveðnar sóttvarnartakmarkanir á þeim forsendum að það sé þess virði að veðra vissa afneitun til að geta notið lífsins betur er fram í sækir, en eftir því sem afneitunartíminn lengist eða endurtekur sig og óvissan eykst um endalok þess þeim mun meira bresta forsendurnar sem almenningur lagði upp með. Þá held ég að flestir, en sér í lagi ungt fólk, vilji frekar fórna einhverju jafnrétti kverúlanta frekar en sleiknum, þó að réttindi kverúlanta til að vera kverúlönt skipti alveg hellings máli. Ekki gera lítið úr sleiknum.