Pírataspjallið - Úrbætur, breyttar reglur og almennar vangaveltur

Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.00-21.30 boðar Framkvæmdastjórn til opins félagsfundar um Pírataspjallið. Markmiðið með fundinum er að ræða úrbætur á Spjallinu, koma með hugmyndir að breyttum reglum og öðru sem kann að vera til bóta.
Hér má endilega ræða hvað við viljum gera og til hvaða ráða við viljum taka varðandi Spjallið. Endilega komið með ykkar sjónarmið og hugmyndir hér.

Persónulega gafst ég upp á að vera á pírataspjallinu eftir dálítinn tíma. Gæði umræðunnar þar var einfaldlega á of lágu stigi. Á móti kemur að mér finnst þessi vefur hér hafa allt of litla þátttöku til þess að hægt sé að halda úti málefnalegu spjalli. Skil vel að það sé erfitt að finna einhvern gullinn meðalveg.

1 Like

Pírataspjallið, eins og það er í dag, er ekki í lagi að neinu leiti.

Þar inni grassera mannfjandsamleg viðhorf og árásargirni sem að er yfirþyrmandi fráhrindandi, sérstaklega fyrir skotmörk þeirra sem mest fá að ganga fram óhindrað.

Vissulega eru þessi viðhorf ekki alltaf grímulaus, heldur fá þau endalausa meðvirkni sem svar við örþunnri yfirborðs (gerfi) kurteisi.

Þetta er óheilbrigður vettvangur til skoðanaskipta í “besta” lagi.

Ef við viljum geta nýtt samt sem áður þennann gríðarlega stóra vettvang þá þurfum við að hlusta á það fólk sem að hefur hrakist frá PS fyrst og fremst.
Það gengur ekki að láta meðvirknina ráða för lengur.

Reglurnar sem að standa nú þegar eru mjög líklega ekki nægilega skýrar eða strangar, en þær myndu duga samt sem áður til þess að frysta fjöldann allann af þráðum og fjarlægja verstu gerendurnar í dag, ef vilji væri fyrir hendi, en þá þarf að viðurkenna vandann.

Það er ekki hægt að gera nokkurn skapaðann hlut með þessa grúppu fyrr en fólk viðurkennir vandann.

3 Likes

Að koma flokknum á framfæri væri mun auðveldara en að halda úti spjallsvæði sem fælir fólk frá. Einu sinni var ég á þeirri skoðun að spjallið væri flottur kostur fyrir okkur að hafa upp á að nálgast kjósendur. Hinsvegar þá er almennur skortur á góðrir ritstýringu og stefnu mjög truflandi þegar að samsæriskenningar og rugl fær að vera á sínum stað til lengri tíma.

Það væri spurning um að leggja það niður og beina athyglinni að spjall.piratar.is í staðinn. :slight_smile:

7 Likes

Ég hef alltaf verið mjög á móti því að við lokuðum Pírataspjallinu. En ég hef hægt og bítandi verið að sveigjast í hina áttina. The Social Dilemma átti útslagið í að móta núverandi afstöðu mína:

Rétta spurningin sem mér finnst að við ættum að vera að spyrja í þessu samhengi, er hvort við sem flokkur ættum frekar að fara í útblástur á þessum business sem við erum í með Pírataspjallinu, og bjóða fólki upp á heróín líka. Facebook er ekkert annað en fíkniefni. Það var hannað og optimize-að til þess að vera líkamlega ávanabindandi, og það er það 100% m.v. mína reynslu, og rannsóknir styðja það hversu rosalega skaðlegt það er fyrir geðheilsuna. Og eftir minni eigin reynslu þá kristallast þetta og kemur sérstaklega vel fram í pólítískri umræðu á Facebook. Pólítísk umræða er og hefur alltaf verið á lágu plani og óvægin. Facebook magnar það upp í veldishlutfalli. Svo ofan á það, þá situr fjölmiðlafólk um þennan hóp, og hikar ekki við að koma með krassandi fréttir um hvað þessi eða hinn var að segja. Þetta magnar bara upp fíkni áhrif þessa miðils og þessa hóps. Ég er að vissu leyti enn að reyna að eltast við drekann síðan sumarið 2017 þegar DV var nokkuð oft að skrifa fréttir um mig. Sem dæmi, viðbrögð fólks sem hefur verið bannað á Pírataspjallinu vegna síendurtekinna brota á reglum hópsins minna ótrúlega mikið á viðbrögð sem maður myndi búast við frá langt leiddum alkahólista þegar þú tekur af honum flöskuna.

Er ég að segja að við ættum að banna Facebook? er ég að segja að við eigum öll að hætta á Facebook? er ég að segja að Píratar eigi að löka öllum Pírata facebook síðunum? Er ég að segja að við eigum að fara í samfélagslegt átak gegn Facebooknotkun fólks? Svarið við þessum spurningum er Nei, nei, nei og nei. Er ég að segja að við eigum að loka Pírataspjallinu? Ekkert endilega.

Ég vil bara að við höfum þetta til hliðsjónar í þessari umræðu. Flestir eru sammála um að það þurfi að rítstýra þessum vettvangi betur. En reynslan hefur sýnt að það er gígantískt mikil vinna að gera það, og það hefur yfirleitt fallið á aðeins eina manneskju hverju sinni. Þetta er bara einfaldlega alltof mikil vinna fyrir bara eina manneskju, það þyrfti að lágmarki 10 manns, og þetta er ekki hlutverk sem fólk í venjulegri vinnu á gott með að taka að sér, því þetta krefst viðveru einhvers þarna inni 24/7. Þessi eina manneskja brennur svo út á því, og er síðan jafnvel fleygt fyrir úlfana af kjörnum fulltrúum flokksins, án þess að flokkssystkini þeirra komi þeim til varnar. Mér finnst alls ekki í lagi að við förum svoleiðis með flokksmeðlimi. Og hvernig í haldiði að það líti út á við, gagnvart kjósendum, þegar við leyfum fólki að koma svona fram við okkar eigið flokksfólk? Haldiði að það sé traustvekjandi um að við séum þess í stakk búin til þess að fara með lýðræðislegt umboð kjósenda? Nei alls ekki.

4 Likes

Tek heilshugar undir tillögur félaga um að loka Pírataspjallinu.
Það 100% mín skoðun, við erum að leggja bilað á kjörnufulltrúa okkar með því að þau eru til viðræðu eða umræðu 24/7
Og það er líka mjög slítandi að taka þátt í síendurteknu efni, “Afhverju fer hán þá ekki bara…?” Svarið flokkshollusta.
Þetta er vetvangur sem er að letja fólk til þátttöku í pólitík, og hvað þá með Pírötum.
Pírataspjallið hefur og mun halda áfram að skaða flokkin og fæla fólk frá.

Efæn EF ekki þá:
-Post approval á ALLT
-Umræðum fygt eftir og meðlimir minntir á reglurnar ef þráður er á leið í holræsið(jafnvel áður en reglur sèu brottnar)
-Announcement væru engöngu um spjallið sjálft EÐA kannski um sérstakar Píratatilkynningar, þ.e. að admins og moddar meigi ekki setja eigin efni inn þar. Á auðvitsð jafnt við um kjörnafulltrúa, strafsfólk flokksins og aðra sem væru með aðgang að því “tæki”
-Umræðum væri fylgt eftir og stjórnendur grípa inní, það ætti ekki að þurfa tilkynningu til.

Sjórnendur, adminar og moddar verða það mörg að hægt væri að setja upp vaktaskema, en offduty stjórnandi mætti þó grípa inní þegar þörf er á.

Sem fyrrum moddi þá get ég sagt að það er ekki auðvelt verk að halda yfirsýn og fylgjast með. Jafnvel erfitt fyrir 10 fullfrískar manneskjur í fullu starfi við að ná að halda góðu eftitliti.
Hvað þá 2-3 misvirkar og misgeðbilaðar sjálfboðaliðar sem enda stundum hakkaðir í geðrofi.

Plís lokum helvítinu.

5 Likes

Ég er sammála því að loka Pírataspjallinu á Facebook. Meirihlutinn þarna eru ekki félagsmenn Pírata né mættur til þess að fræðast um stefnur Pírata né ræða við Pírata. Ég er búinn að vera stjórnandi þarna í nokkur ár og séð þetta breytast frá því að vera umræðuvettvangur Pírata yfir í að vera rifrildavettvangur Miðflokksmanna og Sjálfstæðismanna annars vegar og skynsamlegs fólks hins vegar.

5 Likes

Er vandamálið á Pírataspjallinu lítil gæði í umræðunni ? Hvernig eru gæðin mæld?

Ég er á því að gæði umræðu fari mjög eftir þeim upplýsingum sem hún byggir á.

Það er eins með umræðu og hús að hvorugt verður vel byggt á sandi.

Ef við viljum auka gæði umræðu almennt þá verður það ekki gert með boðum og bönnum.

Með því að koma gæðaupplýsingum á framfæri næst góð upplýst umræða.

Gæði umræðu eru ekki bara fólgin í góðum upplýsingunum heldur einnig í þeirri list að geta rætt um þær, þ. e. um kjarna máls, en ekki eitthvað óskylt.

Ég held að með réttum aðferðum gæti spjallið þróast í alvöruvettvang fyrir þjóðfélagsumræðu

Skortur á “gæðum” er ekki beint vandamálið.

Þetta er aggressívt fjandsamlegt umhverfi.
Það kemur fyrir að eitthvað fer til umræðu án vandamála, en svo hverfur það undir haug af þráðum um sömu 2-3 umræðuefni sem að innihalda ekkert nema viðbjóð.

2 Likes

Minni á fundinn í kvöld.
Við munum viðra þær pælingar sem hafa verið í gangi, hlusta á félaga og stofna vinnuhóp sem getur vonandi skilað tillögum sem verða samþykktar í kosningu á næsta fundi ef vel gengur.

2 Likes

Það vantar aðgerðir. Post approval fyrir alla er ágætis byrjun. Það eru of margir sem eru að pósta neikvæða efni og byrja uppá shitstorm sem er að skaða ímyndina heilu flokkana.

1 Like

Ég styð að Pírataspjallinu sé lokað, það gæti verið að þetta verkfæri virkaði vel fyrir Pírata og gæti virkað vel í framtíðinni. Eins og staðan er núna tel ég spjallið hafa “nettó” neikvæð áhrif á Pírata á sama tíma og það tekur upp tíma sjálfboðaliða sem sjá um að ritstýra.

Þannig þetta er verkfæri sem hefur “nettó” neikvæð áhrif á flokkinn og tekur upp mannafl flokksins.

3 Likes

Ég sendi inn erindi á piratar@piratar.is rétt í þessu þar sem ég fór fram á rökstuðning fyrir því hvers vegna nokkrum þráðum var lokað á Pírataspjallinu í dag og öðrum eytt, og langar að taka málið upp hér að auki.

  1. grein reglna Pírataspjallsins segir: “Stjórnendur skulu á spjallsvæði Pírata birta rökstuðning fyrir ákvörðunum sínum samkvæmt þessum reglum með vísan í þá grein reglnanna sem við á eða samþykktrar stefnu Pírata um Pírataspjallið.” https://x.piratar.is/polity/1/issue/398/

Ég hef ekki séð neinn slíkan rökstuðning fyrir þessum ákvörðunum birtan á Pírataspjallinu enn þá. Í einhverjum athugasemdum sá ég vísað til 3. greinar reglna um spjallið en að engu leyti skýrt hvaða færslur áttu að hafa brotið í bága við hana eða hvernig. Síðan var því svarað til í einum þessara þráða að umræðurnar hefðu ekki þótt málefnalegar og að Píratar réðu því hvað væri rætt á Pírataspjallinu og hvað ekki. Hvorugt sýnist mér eiga nokkra stoð í samþykktri stefnu Pírata um Pírataspjallið og þeim reglum sem við höfum sett því vefsvæði. Ef mér hefur yfirsést eitthvað að þessu leyti þá þætti mér vænt um að það væri skýrt, m.a. á Pírataspjallinu skv. fyrirmælum 6. greinar.

Það getur vel verið rétt sem Pétur Óli segir að það sé skynsamlegast úr þessu að Pírataspjallinu verði lokað. Það virkaði vel í upphafi, síðan varð of mikil óreiða, stjórnleysi og “spam” af alls kyns rusli og svo virkaði um tíma ágætlega að setja lágmarksritstjórn yfir spjallið með ofangreindum reglum. Það getur hins vegar vel verið að sú ritstjórn sé gengin of langt, og undanfarið tel ég að hún hafi orðið til þess að skaða ímynd Pírata, ekki bara meðal áskriftarkvartara eins og Einars Steingrímssonar heldur meðal annarra mun vinveittari aðila sem t.d. urðu forviða við þessa nýjustu tilburði.

2 Likes

Já, ég hefði viljað sjá rökstuðning á þessari kúvendingu í ritstjórnarstefnu pírataspjallsins. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á er það kanarífugl í kolanámu, og þó það sé botnvarpa á öll möguleg málefni þá er enginn álíka vettvangur í boði.

1 Like

Það er víst ekki í samræmi við annað að birta opinberlega rökstuðning.
Þ.a.l. er það í boði að óska eftir honum via tölfupóst.

Það er ekkert verið að fara eftir þeim formlegu reglum sem gilda um Pírataspjallið og svo hefur ekki verið lengi. Gildandi reglur gengu út frá því að það mætti aldrei eyða póstum nema í algjörum undantekningatilfellum og að það ætti að logga allar ákvarðanir, upp á gagnsæi. Misræmi milli birtra reglna og þess sem er gert er ekki til þess að auka traust á þessum vettvangi eða láta fólki líða betur á honum.

Ég er hins vegar farinn að sveigjast meira að því að réttast sé að loka þessu bara, með tilkynningu um að þetta spjallsvæði hér sé tekið við í staðinn - það mætti hæglega rökstyðja út frá því sem Ásmundur rekur hér ofar um hvað Facebook er almennt vondur vettvangur fyrir skoðanaskipti og ef við leggjum til eitthvað annað í staðinn þá er erfitt að kvarta yfir því að það sé verið að taka eitthvað frá fólki. Mér finnst sú staðreynd að það virðist alveg vonlaust að fara eftir reglunum sem eru í gildi þarna bara vera enn frekari rök fyrir því að loka þessu. Annað hvort það eða þá að finna einhverja leið til að láta reglur og framkvæmd ríma saman.

2 Likes

Við hvað er það ekki í samræmi að birta opinberlega rökstuðning?

Já, ef það er löngu hætt að miða við reglurnar sem voru samþykktar fyrir spjallið í framkvæmd ritstjórnar þá er það auðvitað til þess fallið að rýra traust, sérstaklega þegar formleg tenging við Pírata er enn þá fyrir hendi. Ótrúlega óþægileg kaldhæðni fyrir flokkinn, ef við getum ekki fylgt reglum og haldið meðalhófi í ritstjórn okkar eigin spjallsvæða. Og þá er kannski best að loka þessu, ef ritstjórnendur spjallsins eru ekki tilbúin til þess. En þá getur náttúrulega hver sem er stofnað nýjan Facebook hóp af svipuðum meiði ef þeim svo sýnist.

Þetta hefur nota bene ekkert með Facebook sem vettvang að gera. Ef sama fólk mundi nota þetta spjallsvæði jafnmikið þá kæmu sömu vandamál upp.

Skilst að opinberar birtingar á ákvörðunum um að loka þráðum og blocka meðlimi sem og að halda skrá yfir ávítur o.s.frv. sé á gráu svæði (eða verra) varðandi persónuvernd.

Gildandi reglur er hægt að túlka mjög þröngt eða víðar.
Hin afar þrönga túlkun gildandi reglna hefur skapað vettvang sem að einkennist af meðvirkni með dónaskap (í besta falli) og er þessi vettvangur gríðarlega óhollur sem og skaðlegur fyrir pírata enda eru kjörnir fulltrúar okkar stöðugt látnir svara fyrir random komment frá random drullusokkum á pírataspjallinu.

1 Like

Og þetta er það eina sem má vera alger vissa um að verði ávallt aðalatriðið á Pírataspjallinu. Þetta spjall snýst bara um hvers vegna einhverju var eytt eða einhver þráður var frystur. Frá stofnun Pírataspjallsins hefur nákvæmlega þetta erindi verið viðstöðulaust uppi og það er búið að prófa allt milli himins og jarðar í þeim efnum, allskonar tegundir af ritstjórn með allskonar fólki, en með nákvæmlega engum árangri. Það er ennþá stanslaus óánægja með ritstjórnina. Þetta er dæmi um hvernig Pírataspjallið kostar miklu meiri orku en það gefur fólki, og heldur því uppteknu við eitthvað svona þegar það gæti verið að nota hæfileika sína, orku og tíma í aktúal pólitík.

Þetta er mun auðveldara á spjallinu eins og hérna, vegna þess að hér eru einungis meðlimir, og ekki allur hafsjórinn af fólki að segja allt milli himins og jarðar um hluti sem varða Pírata ekki að öðru leyti nema að það hækkar hjá þeim blóðþrýstinginn. Ritstjórn á litlu, hnitmiðuðu vefspjalli eins og þessu er allt annar heimur en að ritstýra meira en TÓLF ÞÚSUND manna opnu spjalli um allt sem getur farið í taugarnar á fólki á Facebook, hvar og hvenær sem það er statt hverju sinni.

5 Likes

Þetta hefur nota bene ekkert með Facebook sem vettvang að gera. Ef sama fólk mundi nota þetta spjallsvæði jafnmikið þá kæmu sömu vandamál upp.

Er það samt? Jájá, vissulega myndi sama fólk eflaust sýna sama dónaskap, en ertu ósammála því að facebook magni það upp með því að halda þeim umræðum sífellt í sviðsljósinu?

1 Like