Næsta ár 2021 verða alþingiskosningar og tímabært að fara yfir reglur er varðand prófkjör, enda hefur framkvæmdastjóri Pírata sett í gang fundaröð fulltrúa allra kjördæma til að fjalla um verkefnin framundan og undirbúa umfjöllun fyrir aðalfundi í haust 2020.
Við í stjórn PÍR höfum hafið umræður um prófkjörsreglur fyrir Reykjavíkurkjördæmin og stefnum að því að hafa tilbúin drög fyrir haustið. Mér sýnist stefna í að flest varðandi prófkjörsreglurnar verði svipað og áður en höfum áhuga á almennri umfjöllun innan flokksins um Schulze aðferðina við talningu og það sem gerist ef fólk till ekki taka sæti eða vill láta færa sig niður um sæti.
Lög Pírata, gr. 12.5 ( í sumum gögnum á vefnum er númerið gr. 13.5)
Sjá https://x.piratar.is/polity/1/document/1/
“Raða skal á framboðslista samkvæmt úrslitum forgangskosningar með Schulze-aðferð.
Þó skal frambjóðendum heimilt að víkja sæti og taka lægra sæti á lista en kjör … segir til um, og færast þá aðrir frambjóðendur ofar á lista …”
Úrskurðarnefnd fjallaði um röðunina árið 2017 sjá https://piratar.is/urskurdarnefnd/mal-12017/
og segir m.a.: "Eftir að hafa skoðað lög Pírata um kosningar telur nefndin einnig að greinar 13.1, 13.2 og 13.6 gefi aðildarfélögum rými til að ákveða hvorri leiðinni þau fylgi. … "
Úrskurður nefndar
Úrskurður nefndar er að Framkvæmdarráð setji lagabreytingaferli í gang við fyrsta tækifæri og breyti 13.5 þannig að hún gefi ekki misvísandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Nefndin leggur einnig til að ábyrgaraðilar kosninga nýti sér greinar 13.1, 13.2 og 13.6 og setji sér sínar eigin reglur um hvora leiðina þau ætli að nýta.
Hef ekki fundið merki um að þetta hafi verið gert. Ef svo er væri gott að vita af því.
Það eru tvö álitamál í þessu sambandi sem okkur í stjórn PÍR þætti gott að fengju umfjöllun innan Pírata á næstu vikum og sem eftir atvikum færu í lagabreytingaferli innan Pírata og þau eru þessi:
-
Schulze-aðferð við talningar
Eigum við að halda okkur við hana eða taka upp hefðbundna aðferð? -
Tilfærslur á listum.
Ef fólk tekur ekki sæti á lista sem raðað hefur verið eftir Schulze, færir sig niður eða hættir alfarið við að vera á lista, var áður endurtalið skv. Schulze en (held ég) eftir úrskurðinn sbr. hér að ofan var fólk fyrir neðan þann sem færði sig eða féll út, einfaldlega fært upp um sæti þó Schulze hefði etv. gefið aðra niðurstöðu.
Ef við höldum Schulze eigum við þá ekki að hafa síðari aðferðina, einfaldlega færa fólk upp?
Hvað finnst fólki um þessi mál?