Rökstuðningur fyrir formannsembætti

Ef ég skil þetta rétt er það fyrst og fremst vegna (óformlegs!) hlutverks formanna stjórnmálaflokka innan Alþingis sem þetta er vandamál - og að því er virðist mun sýnilegra þingmönnum en öðrum. Þetta setur lausninni ákveðnar skorður sem mér sýnast ekki koma berort fram í tillögu @helgihg: Formaður verður að koma úr hópi þingmanna.

Persónulega sýnist mér frekar vera um að ræða vandamál við starfshætti Alþingis heldur en Pírata, en það eru litlar líkur á að við breytum þeim gegn vilja annarra stjórnmálaflokka. Höfum við eitthvað sóst eftir að kynna okkur hvernig Kvennalistinn leysti þetta?

3 Likes

Ég veit að þær voru ekki með neitt formlegt formannsembætti, leystu þær þetta ekki með því að vera með einskonar forsvarsmann? Var það nokkuð fest formlegt? Ég man allavega best eftir Guðrúnu A. í svona einskonar óformlegu formannshlutverki. Ég veit ekki meira. En er að öðru leyti sammála þér Herbert og þú lummar kannski á einhverjum svörum fyrir mig um þetta? @odin

Vandinn við að formaður sé á Alþingi er að þá er veruleg hætta á að sveitarstjórnarmál lendi utan sviga. Ef við ætlum að byggja upp fylgi utan Reykjavíkur þá verðum við að vera sýnilegri á sveitarstjórnarsviðinu, þar er grasrótarstarfið öflugast.

1 Like

Ég hugsa að almennt sé það æskilegast að formaður komi úr röðum þingmanna, þar sem Alþingi er æðsta valdastofnun landsins, og ég íhugaði að setja það í tillöguna sjálfa, en ég held að það sé óþarfi. Bæði þarf það ekki alltaf að vera þannig, þótt það sé almennt æskilegt. Í öðru lagi sé ég enga lýðræðislega ástæðu til þess að takmarka val flokksmanna á þann hátt. Ef þeir vilja velja einhvern úr þingflokknum, sem má búast við að verði oftast tilfellið, gott og vel, en ef ekki, þá líka gott og vel. Það verður þá allavega aldrei verra en þetta er núna, jafnvel þótt það hafi einhverja tímabundna ókosti.

Tengingin við þingið sérstaklega er samt ekki heili pakkinn. Formennska og Alþingi fara saman af þeirri ástæðu að Alþingi er æðsta valdastofnun landsins, þannig að iðulega er það sama fólkið sem flokkurinn vill sjá í formannsstöðu sem hann vill fá inn á þing. Það er alveg eðlilegt en þarf ekki endilega að vera ófrávíkjanlegt skilyrði.

En ég vil árétta sérstaklega að þetta snýst ekki bara um að leysa lýðræðishallann á Alþingi (sem ég bið fólk samt um að taka alvarlega - við erum eini flokkurinn þar sem samningamaður okkar er án lýðræðislegs umboðs flokksmanna í samningaviðræðum), heldur vegna þess að valdið er til staðar eins og sagan sýnir. Markmiðið er ekki að búa til meira vald, heldur þvert á móti að sníða því valdi skilgreindan ramma og tryggja að það njóti lýðræðislegs umboðs. Valdið fer ekki neitt þótt formaðurinn sé enginn. Það verður bara til valdatómarúm sem er fyllt óformlega, og þ.a.l. án lýðræðislegs umboðs og skilgreindrar ábyrgðar.

2 Likes

Góð rök @helgihg , ég þarf að hugsa þetta. Hef allavega engin mótrök í augnablikinu. En spyr mig samt um tímasetningu á innleiðingu/staðfestingu. En eitt er víst að eðli valdsins breytist ekki neitt hvort sem við erum með formannsembætti eða ekki. Þeas tilhneiging okkar allra til þess að verða íhaldssamari, stjórnlyndari og varkárari eftir því sem við berum meiri ábyrgðir. En það er “slagur” sem hver manneskja sem leitast eftir ábyrgðum i.e. völdum, þarf að eiga við sig. Völdum fylgir mikil og stundum þung âbyrgð þannig það er ekkert óeðlilegt við þessar tilhneigingu (ar) og enginn er ónæmur fyrir þeim.

1 Like