Tölvupóstur Pírata hjá Google

Mig langar að taka upp umræður hér um þá ákvörðun sem tekin virðist hafa verið að fela bandarísku fyrirtæki (þar sem bandarísk stjórnvöld hafa fullan aðgang að öllu án þess að fyrirtækið geti nokkurn tíma greint frá því) að vista tölvupóst Pírata.

Google inc. hefur sem sagt verið falið að sjá um pósthýsingu fyrir flokkinn. Meta flokksmenn það svo að þetta sé viðeigandi ráðstöfun?

4 Likes

Í ljósi þess að það er ekki einungis fræðilegur möguleiki, heldur er beinlínis fordæmi fyrir því að bandarísk yfirvöld krefji Google upplýsinga um aðila innan Pírata með leynilega útgefnum leitarheimildum er þetta vægast sagt vafasamt. Það er a.m.k. algjörlega ljóst að þingmenn flokksins og þeir sem koma að framkvæmdastjórn og fjármálum ættu ekki undir nokkrum kringumstæðum að notast við hýsingu bandarískra fyrirtæki í starfi sínu.

2 Likes

Persónuleg er ég með minn aðalpóst í hýsingu hjá 1984 og Postfix/Dovecot sinnir honum en ég er einnig með Gmail-póstfang vegna þeirrar þjónustu sem ég þarf að nota reglulega (og HÍ-póstfang en það er annað mál). Mér dettur helst í hug þrjár nálganir á þetta mál.

Öryggislega geta menn velt því fyrir sér hvort okkar kerfi séu betri en þær þjónustur sem Google rekur og að menn séu almennt að sinna þeim.

Hugmyndafræðilega er mjög skiljanlegt að mönnum sé illa við Google. Samband þeirra og bandarískra stjórnvalda er nokkuð eitrað frá okkar sjónarhorni. Ég á erfitt með að sjá hvaða gögn frá okkur þoli það illa dagsljósið að þetta sé eitthvað fyrir okkur til að óttast. Ég man þegar við notuðum póstlistana og flest það sem fór manna á milli rafrænt var opinbert.

Tæknilega eru fáir sem geta fært okkur það sama og Google. Getur einhver bent á góða þjónustu utan Bandaríkjanna? Þetta er spurning um það hvað menn séu tilbúnir til að sætta sig við.

1 Like

Það væri ágætt ef að göögle myndi hætta að flokka allt frá píratanetföngum sem ruslpóst líka tbh…

Þetta er ekki spurning um það hvort hlutir þoli dagsljósið. Dagsljósið er þegar upplýsingar eru birtar öllum, opinberlega. Það er enginn að ræða um það hér. Þvert á móti er um að ræða möguleikann á því að samskipti milli fólks - ekki aðeins á póstlistum sem margir hafa aðgang að - séu hýst hjá aðila sem, svo ég endurtaki það, hefur áður verið neyddur til að afhenda yfirvöldum í BNA upplýsingar um fólk innan Pírata vegna pólitískra starfa og skoðana. (Eftir því sem best verður komist að. Málsgögn eru enn, um áratug síðar, leynileg að mestu.) Það eru ósköp einfaldlega gróf brot á borgararéttindum, sem síðast þegar ég vissi áttu að heita skipta þennan flokk máli.

Það kann að vera. Ég sé ekki hvernig það kemur punktinum við. Eitt af meginstefum Pírata á að vera aukning og efling persónuverndar, og augljóslega eiga flottir fítusar ekki að duga til þess að flokkurinn leggi þau sjónarmið til hliðar.

1 Like