Verðlag í Strætó, hugmynd

Ég var að velta því fyrir mér, þetta er eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt í útfærslu fyrir strætó, svona í ljósi þess að þau eru alltaf meira og meira að beina notendum strætó inn á það að nota appið.

Hvernig væri að setja verðþak á það hvað maður borgar, yfir hvert tímabil. Á mánuði borgar maður ekki meira en áskrift í 1 mánuð og álíka fyrir önnur tímabil. Á ársgrundvelli er ekki borgað meira en maður borgar fyrir ársáskrift.

Ég held slíkt kerfi myndi án efa auka notkun strætó meira.

4 Likes

Mér finnst þetta mjög góð hugmynd! Skref í rétta átt.
Reyndar finnst mér líka að það eigi alls ekki að kosta meira en 300 kr í strætó fyrir fullorðna og 150 kr fyrir börn.

2 Likes

Mjög sammála. Það þarf að mínu mati að endurhugsa kerfið markmið um ákveðið hlutfall fargjalda af kostnaði er ekki skynsamlegt. Betra væri að setja narkmið um hlutfall ferða.

Erum við með einhvern fulltrúa í stjórn Strætó?

Þetta er góð hugmynd, ég skal sjá hvort ég geti komið henni að einhversstaðar

1 Like

Fín hugmynd! Skulum koma henni til fulltrúa meirihlutans í stjórn Strætó.

1 Like

Frábær hugmynd, væri gaman að sjá byrjun á samtali um þetta.

Góð hugmynd.
Persónulega finnst mér að endatakmark verði að vera að almenningssamgöngur eigi að vera ókeypis, en þetta væri awesome fyrsta skref.

1 Like

Ekkert vitlaus hugmynd, en mér skilst á borgarfulltrúum að það sé búið að margskoða þetta, og að það sé einfaldlega ekki verðið sem fæli fólk frá strætó. Það sé miklu frekar það fyrsta sem fólki dettur í hug að laga vegna þess að lausnin við þeim meinta vanda virðist augljós miðað við aðrar umbætur.

Að mínu mati er stóri vandinn hugarfarið gagnvart strætó. Eini fjárhagslegi vandinn er sá að of fáir taka strætó, og of fáir taka strætó vegna þess að það er búið að gera svo lítið úr þjónustunni og svo mikið úr verðinu.

Hjól kosta peninga, bílar kostar peninga og fólk virðist ekkert kippa sér sérstaklega upp við það þótt vissulega sé af og til stungið upp á skattaafslætti fyrir hjól (sem er líka ágætis hugmynd). Samgöngur kosta, eðlilega, peninga. Vona að ég móðgi engan með að stinga upp á því, en mér sýnist óskin um ókeypis strætó vera byggð á því að strætó sé svo arfavondur kostur að hann eigi ekki að kosta neitt.

En málið er bara að strætó er bara fjandi fínn kostur.

Jafnvel þegar maður á börn. Jafnvel þegar maður vinnur í öðru sveitarfélagi. Það er bara grundvallarmisskilningur að það sé þessi þvílíka þraut og pína að fara í strætó, eða að hann sé alltaf seinn eða maður sé eilífð á leiðinni og geti ekkert gert á meðan. Ekkert af þessu er rétt. Þetta er ágætur kostur og auðvitað með kosti og galla eins og nákvæmlega hver annar og einasti ferðamáti nokkurs staðar, nokkurn tíma. En hvernig komst fólk að þeirri niðurstöðu að 480 kall á ferð frá miðbænum út í Hafnarfjörð væri of mikið? Hvernig fer þetta verðmat fram? Sorrí, en þetta er bara ekkert mikill peningur fyrir þjónustuna.

Við þurfum aðeins að hætta að setja strætó í samhengi við einhverja örbyrgð, eins og ef strætó sé bara fyrir fólk sem neyðist til að nota hann sökum fátæktar, fötlunar eða aldurs. Fólk með meðaltekjur ætti ekki að finna fyrir þessum kostnaði, og þau skilaboð þurfa aðeins að heyrast meira, frekar en að gefa fólki sem vel getur tekið strætó þá óverðskulduðu afsökun að hann sé of dýr. Fólk heldur jafnvel að það sé að taka fjárhagslega skynsamlega ákvörðun með því að velja einkabílinn fram yfir strætó, vegna þess að það er búið að tala þetta verð upp svo mikið. Strætó er bara ekkert dýr. Hann er hræódýr. Hættum bara að setja hann sjálfkrafa í samhengi við fátækt og örbyrgð.

Ég bý í túnunum, í 105, rétt hjá Gamla Sjónvarpshúsinu (rétt sunnan við Borgartúnið). Í morgun fór ég með krakkann minn til dagforeldris alla leið á útjaðar Reykjavíkur, lengst uppi í Árbæ - og ég meina hinum endanum á Árbæ. Eftir það kom ég við heima í 105, skilaði kerrunni og tók strætó áfram niður í miðbæ. Heildarkostnaður 480 kall, og ég var mættur klukkan 9 á Gráa Köttinn að fá mér egg og beikon, og ef þing væri að störfum hefði ég léttilega getað mætt á nefndarfund. Ég meira að segja missti af fyrri strætóinum sem ég ætlaði að taka, og hefði eflaust geta skilið kerruna eftir hjá dagforeldrinu frekar en að skila henni heim. Þetta gerði ég allt í strætó og vitiði hvað var erfiðast? Að koma sjálfum mér og krakkanum út úr húsi. Á leiðinni til dagforeldris spjallaði ég við strákinn, sem ég hefði ekki getað á einkabílnum, og á leiðinni til baka byrjaði ég að skrifa blaðagrein, sem ég hefði ekki heldur getað á einkabílnum. Ef ég hefði verið á leiðinni á nefndarfund hefði ég getað undirbúið mig betur báðar leiðirnar, eins og ég er reyndar vanur að gera á morgnana nema fyrir framan skrifborð.

Hvorki mínúta né króna fór til spillis. Þetta var ekkert mál og kostaði skít og kanil.

Strætó er hræódýr og fínn kostur sem er ágætur jafnvel þegar maður er í fínni vinnu og á börn.

Óvinsæla skoðun dagsins. Takk fyrir að hata mig ekki.

1 Like

Nei þetta var byggt á því að það að taka strætó veldur minni ytri áhrifum. Þ.e.a.s. maður er ekki enn einn bíllinn að taka upp pláss, valda traffík, hættu, krabbameinsgufum og hávaða… fyrir samfélag til að díla við.

mér finnst það argasti dónsakapur að koma með svona langlokusvar á hlut þar sem það er gersamlega algjör óþarfi, tl;dr anyone?

1 Like

Ég myndi nú ekki kalla þetta dónaskap undir neinum kringumstæðum.

Það kemur eitthvað tl;dr í textanum, sem ég fatta ekki alveg.

nei og nei og nei.

Það sem er búið að margskoða er hvort það að hafa strætó ókeypis auki notkun. En whatever, notkunaraukningin er aukaatriði hérna, aðalatriði hérna er kannski bara að hafa þetta ódýrari kost fyrir fólk sem á ekki of mikinn pening.

@asmundur90: Já, þetta var aðeins of mikil langloka. Ég vissi það meira að segja þegar ég póstaði. :safety_pin:

Hey, sniðugar svona smámyndir. Var að leita að Satani en fann :sagittarius: og :sailboat: og :sake: og :santa:.

ALLAVEGA.

Punkturinn er sá að notkunin er lítil því strætó er alltaf settur í samhengi við fátækt. Öryrkjar, aldraðir og börn fá nú þegar ódýrari strætóferðir. Við eigum að peppa fólk sem hefur efni á því að eiga bíl, til að nota strætó. Umræðan um hversu dýr hann er finnst mér bara þvælast fyrir því. Hann þarf ekkert að verða ódýrari fyrir forritara eða þingmenn.

1 Like

Þetta er vandamálið, þú borgar jafn mikið fyrir ferð úr hafnafirði í Mosó og fyrir 2km ferð í sund eða hverfisbúðina og það er vandamál verðlagningarinnar fólk er fæst reiðubúið að borga meira fyrir að taka Strætó en að keyra bíl og þá verður bíllinn alltaf default. Mikið betra væri að taka upp zone og hafa ódýrt til ókeypis innan zone. og síðan hækka verðið þegar vegalengdir aukast.

2 Likes

Zone eru reyndar prýðileg hugmynd.

Eftir sem áður tel ég mikilvægast að afnema þessa fátæktarímynd sem strætó hefur. Frekar en að vera að reyna að auka notkun hópsins sem þegar neyðist til að nota strætó ættum við að prómóta strætó sem raunhæfan, ódýran og góðan kost fyrir fólk með milli- og hátekjur. Strætó er ekki neyðarúrræði, heldur bara einn kostur af flórunni, og hann hefur vanmetna kosti og ofmetna galla.

ég hef reyndar ekki verið var við þessa fátæktarímynd

ég tók eftir henni aftur á twitter um daginn.

1 Like

Ykkur til upplýsingar þá bý ég í sveitarfélagi þar sem er ókeypis í strætó (Akureyri). Það er ekki stóra málið þegar kemur að því hvort fólk noti strætó eða ekki. Það sem skiptir máli er gæði þjónustunar og hvort hún sé raunhæfur kostur í stað einkabíls. Tíðni ferða, þéttleiki leiðakerfis, það að þjónustan sé alltaf í boði oþh. Ég veit að ef ég hefði val um að nota strætó eða bíl hér á Akureyri þá myndi ég velja bílinn, alltaf.

BTW. Tek stundum strætó þegar ég er í höfuðstaðnum og það er niðurlægjandi þegar beðið er á hlemmi að fara inn í þessa mathöll til að halda á sér hita yfir veturinn og standa þarna eins og einhver þurfalingur sem er ekki að versla neinn dýrann mat þarna. Þetta var að mínu viti ekki til að bæta sjálfsmynd strætófarþega sem búa við þröngann kost.

Ég nota næstum því bara strætó í höfuðstaðnum, þrátt fyrir að eiga bíl, og fatta reyndar ekki hvað eigi að vera niðurlægjandi við að vera inni í hitanum frekar en úti í kuldanum þegar maður bíður eftir strætó.

En það er hárrétt að verðið sé ekki stóra málið.

Held ég hafi aldrei tekið strætó á Akureyri og get því ekki metið ferðatíðni og þess háttar þar, en ég nota strætó mjög mikið í Reykjavík (þótt ég eigi bíl) og þar er þetta bara ágætt. Bara svipað og í Turku, Helsinki og Winnipeg, þ.e. í þeim borgum sem ég hef tekið strætó mjög mikið og get sagt eitthvað um.

1 Like